Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 48

Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 48
uc5u smjörpappír utan urn fiskflök. Fiskbúðirnar 46 skiptust þannig eftir umbúðanotkun: Aðeins dagblöð = 12 fiskbúðir. Aðeins hvítur pappír = 22 fiskbúðir. Dagblöð og hvítur pappír = 2 fiskbúðir. Dagblöð og smjörpappír = 2 fiskbúðir. Hvítur pappír og smjörpappír = 7 fiskbúðir. Dagblöð og plastumbúðir = 1 fiskbúð. Dagblöðin, sem sett voru utan um fiskinn voru hrein að undanskil- inni einni fiskbúð, sem notaði áberandi skítug dagblöð. Á töflunni, sem hér er sýnd, verður getið um fjölbreytni fisktegunda, loftræstingu, afgreiðslusvip og heildarsvip og skýrt frá því, hve margar búðir liafa fengið hinar mismunandi „einkunnir" viðvíkjandi hverju þessara atriða. „Einkunnirnar" eru í orðum: „ágætt", „gott“, „særni- legt“, „slæmt" og „mjög lélegt". Með „góðri fjölbreytni fisktegunda“ er átt við að viðskiptavinirnir fái að öllum líkindum það sem þeir óska af fiski. „Góð loftræsting" þýðir, að fiskilykt er ekki sterk, en loftræsting telst slæm eða mjög léleg ef ýldulykt finnst í búðinni. „Gott afgreiðslurými“ telst það vera ef viðskiptavinir eða afgreiðslufólk hefur nægilegt rými og vel sést frá afgreiðsluborði hvaða fisktegundir eru á boðstólum. f „heildarsvip" eru talin atriði eins og innrétting húsnæð- isins, almennur þrifnaður í verzluninni og snyrtimennska afgreiðslu- fólksins. Ekki verður hér getið um vinnslurými eða kæliaðstöðu, en Ijóst er að því er víða ábótavant, einkum þar sem fiskbúðirnar cru í gömlu húsnæði, sem ekki var byggt fyrir fiskverzlun. 48 NEYTENDABLAÐIP

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.