Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 53

Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 53
Er, íslenzkum neytendum seld skemmd matvara í stórum stíl? Erlendis er víðast hvar lagaleg skylda að dagstimpla um- búðir og segja þannig hver er síðasti leyfilegi söludagur, — á Islandi er það nær óþekkt fyrirbæri. Aðeins mjólkursamsölur dagstini'pla vörnr sínar á íslandi þannig að neytendur geti séb það. Forstöðumaður stórs verzlunarfyrirtækis hefur skýrt svo frá, að ein- staka framleiðandi kjötvöru setji dagstimpil á vöru sína á íslandi, en slíkur dagstimpill sé aðeins fyrir forstöðumenn verzlana þar sem al- mennir neytendur geti engan veginn skilið merkingu þeirra. Jafnvel dagstimplun af þessari tegund heyrir til undantekninga. Tregða íslenzkra framleiðenda við að setja dagstimpil á um- búðir utan um vöru sína er þeim mun furðulegri, þegar haft er í huga að slík merking verndar framleiðandann ekki síður en neytandann. Erlendis verður stöðugt algengara, að framleiðandi setji dagstimpil á vöru sína. íslenzkir innflytjendur virðast ekki átta sig fyllilega á þessu, og i nokkrum tilfelium hefur verið kvartað til Neytendasam- takanna yfir því að til sölu væri erlend matvara, sem samkvæmt dag- stimpli má ekki selja lengur. Við höfum rætt málið við heilbrigðis- yfirvöíd Reykjavíkur, sem hafa sýnt þessu máli áhuga. En nær öll innflutt matvara er án dagstimpils um síðasta söludag. Er þetta undarlegt, þar sem vitað er að í mörgum löndum eru reglu- gerðir, sem skylda framleiðendur vöru, sem skemmist við langa geymslu, til að setja dagstimpil á vöru sína. Er sá möguleiki til staðar, að framleiðendur i mörgum löndum setji dagstimpil á þá vöru, sem NEYTENDABLADID 53

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.