Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 57

Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 57
Nýlega barst Neytendasamtökunum kvörtun £rá bifvélavirkja. — Hann þurfti að fá nýtt stykki í bílinn sinn og fór til viðkomandi bif- reiðaumboðs. Þar var honum sagt að umboðið væri hætt að hafa vara- hlutasölu en hins vegar hefði það enn þá viðgerðarþjónustu; því skyldi hann setja bílinn inn á viðgerðarverkstæðið og þá yrði stykkið sett í. Þetta fannst bifvélavirkjanum súrt í broti, hann vildi kaupa varahlut- inn og setja hann síðan sjálfur í. En þessu var ekki hægt að breyta; Neytendasamtökin tilkynntu bifvélavirkjanum að umboðið væri í fullum lagalegum rétti. Hvers vegna hafði umboðið viðgerðarþjónustu en ekki varahluta- þjónustu? Vegna þess að viðgerðarþjónusta er ekki háð verðlagsákvæð- um og er auk þess laus við allt opinbert eftirlit, en varahlutasala er háð ströngum verðlagsákvæðum. A viðgerðarþjónustunni er auðvelt að græða, en ekki á varahlutasölu. Það skal tekið fram að umrætt bifreiðaumboð er í sérflokki hér á íslandi. Öll önnur bifreiðaumboð segjast hafa varahlutasölu. En oft er þetta lítið annað en að segjast; stöðugt crfiðara virðist vera að fá vara- hluti í bifreiðar á sama tíma og þörfin fyrir varahluti stóreykst, þar sem lítið selzt nú af nýjum bílum, m. a. vegna hárra tolla. Á nýlegu þingi norrænna bifreiðasala í Reykjavík var skýrt frá því að hvergi á Norðurlöndum væri eins lítil álagning á bifreiðar og vara- hluti og á fslandi. Seljendur kvarta nú orðið svo oft undan lítilli álagn- ingu, að almenningur hlustar varla lengur á þá; í okkar litla þjóð- félagi er þegar allt kemur til alls vel tekið eftir því að fjölmargir kaup- sýslumenn lifa ennþá góðu lífi og græða vel. En hve mikið má útskýra þennan gróða með allt of hárri álagningu, þar sem verðlagsákvæði gilda ekki, til að bæta upp „of lága álagningu", þar sem verðlags- ákvæði gilda? Dæmi: Viðgerðarþjónusta. Eitt er víst, að það er fráleitt frá sjónarmiði neytenda að hafa strang- ar álagningarreglur á varahlutum en hafa um leið viðgerðarþjónustu frjálsa frá verðlagsákvæðum. Gagnvart slíku kerfi á seljandinn vopn, sem oft duga vel, en kaupandinn engin. Annað hvort verður að gera: Setja verðlagsákvæði bæði um viðgerðir og varahluti eða hafa álagn- ingu á hvoru tveggja frjálsa. í báðum tilfellum verður að hafa strangt eftirlit með að hvergi séu svik í tafli eins og of margir tímar á við- gerðarreikningnum. Verði verðlagsákvæðaleiðin valin verður að liafa álagningu hæfilega, þannig að gera megi innflytjendur skuldbundna til að veita viðhlýt- andi þjónustu. Verði álagning gefin frjáls þarf að tryggja samkeppni milli innflutningsfyrirtækja og milli viðgerðarverkstæða. HEYTENDABLADID 57

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.