Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 63

Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 63
íslandssagan geymir margar aðrar ljótar sögur um framferði dönsku kaupmannanna gagnvart neytendum. Sumir kaupmenn liöfðu jafnvel þann sið að taka umkomuleysingjana afsíðis og og fá þá til að kaupa lé- lega vöru á háu verði, — og gættu kaupmennimir þess vel, að engin vitni væru að slíku samtali. Vörukaup fyrri tíma. Á tímum Skúla Magnússonar keyptu íslendingar í verzlunum mest mjöl og járnvörur (áhöld), og ef efnahagur var góður, einnig fín léreft, brennivín o. fl. Litlar breytingar urðu á vörukaupum íslendinga á 19. öld nema vegna bætts efnahags urðu kaffi, sykur og ýmsar álnavörur algengar verzlunarvörur. ísland var fyrst og fremst sveitaþjóðfélag, og bændurnir keyptu gjarnan mikið í einu, enda kaupstaðaferðir ekki tíðar. — Litlar breytingar urðu og á fyrstu áratugum 20. aldar, þótt fjölgun íbúa í þéttbýli yrði mikil; íbúar þéttbýlisins keyptu fyrst og fremst minna af vörunni í einu en íbúar sveitanna þurftu að gera. Mál og vog héldu mikilvægi sínu allt frarn til áratugsins 1930—40, þegar hefst tímabil pakka og umbúða, bíla og rafmagnstækja. Neytendavernd fyrri tíma. Þegar íslendingar höfðu fengið stjóm mála í eigin hendur, fór Al- þingi að samþykkja fjölmörg lög til að vernda neytendur. Að sjálf- sögðu voru samþykkt mjög skýr ákvæði um mál og vog. 1907: Lög um metramæli og vog. 1915: Lög um löggilta vigtarmenn. 1924: Lög um mælitæki og áhöld. 1925: Tilskiprin um mælitæki og vogaráhöld. Þegar nýjar vörutegundir komu á markaðinn, var gjarnan sett sér- stök löggjöf um þær. 1877: Lög um að selja kol eftir vigt. 1902: Lög um að selja salt eftir vigt. 1912: Lög um sölu á eggjum eftir þyngd. 1917: Lög um þyngd bakarabrauða. NEYTENDABLADID 63

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.