Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 64

Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 64
Kaupalögin. Lög um lausafjárkaup voru sett 1922, og er þar að finna almennar reglur um algengustu viðskipti. Þau eru að sjálfsögðu miðuð við þarfir þess tíma, og þess vegna eru mörg ákvæði um afhendingarstað, drátt af hendi seljenda o. 11. Þessi lög eru núgildandi löggjöf um lausafjár- kaup og hafa engar verulegar breytingar eða viðaukar verið gerðir við þau síðan voru sett 1922. Kaupalögin gera ráð fyrir, að seljandi sé skyldur að bæta kaupanda galla á vöru. Þó er kaupandi ekki skyldur til að taka við vörunni „ef gallinn verður að teljast óverulegur". Til viðbótar koma ýmsir skil- málar, sem gera kaupandanum erfiðar fyrir. Kaupandi verður að geta sannað, að hann hafi enga möguleika haft til að vita um gallann þegar kaup voru gerð. Hann verður að hafa uppgötvað gallann innan árs frá afhendingu vörunnar og kaupandi verður að tilkynna seljanda strax um gallann þegar hann hefur veitt honum athygli. Ljóst er, að lögin eiga illa við vöru eins og rafmagnstæki, vélar og bíla, teppi og gerviefni, þar sem erfitt er að sjá við kaup slíkrar vöru hvort galli' sé á henni og engan veginn öruggt, að hann komi í ljós strax við notkun eða innan árs frá þeim tíma, sem kaup voru gerð. I stuttu máli: Sú löggjöf, sem helzt á að veita neytandanum vernd árið 1969, er miðuð við vöruúrval ársins 1922. Lög til varnar gegn ólögmœtum verzlunarhóttum. Lög til að hindra ólögmæta verzlunarhætti voru sett 1933. Þessi lög gætu verið nokkuð áhrifarík við að hindra að neytendur séu blekktir með óheiðarlegum auglýsingum. En á þessum lögum er sá mikli hængur, að engum opinberum aðila er falið að sjá um framkvæmd 64 NEYTENDABLAÐIÐ

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.