Harpan - 01.06.1937, Page 19

Harpan - 01.06.1937, Page 19
H A R P A N Sköpunarsaga Eskimóa Þið kannist sjálfsagt flest eða öll við sköpunarsögu Gyðingaúr bibliusögunum. í „Goðafræði Grikkja og Rómverja“, sem til er á íslenzku, í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, getið pið kynnst hugmyndum þeirra þjóða um uppruna heims. í Goðafræði Finns Jónssonar getið þið lesið, hvernig forfeður okkar hugsuðu sér, að heimurinn hefði orðið til. — Og hér skal, ég segja ykkur sköpunarsögu Eskimóa. Allar eru sögur þessar hver annari ólíkar, enda vaxnar upp úr ólíkri menn- ingu og umhverfi. — Og hér kemur sagan — Það var fyrir löngu, löngu síð- an, þegar jörðin átti að verða til, að mold, grjót og fjöll hrundu að ofan — ofan úr himninum. Þann- ig myndaðist jörðin. Eftir að jörðin var til orðin, varð maðurinn til. Smábörn komu úr jörðinni meðal trjárunna. Þar lágu þau með lokuð augu og sprikluðu, því að þau gátu ekki skriðið. Fæðu sína fengu þau af jörðinni. Nú segir frá manni og konu. Hvenær höfðu þau vaxið og orð- ið fullorðin, og hvenær höfðu þau hitzt? Það veit enginn. Konan saumar barnaföt, geng- ur út með þau, finnur lítil.börn, klæðir þau og fer síðan heim aft- ur. Þannig fjölgaði mönnunum. Þegar þeir voru orðnir margir, vildu þeir fá hunda. Maður nokk- ur gengur út með hunda-aktýgi í hendinni, stappar í jörðina og hrópar: „Hokk, hokk!“ Þá hopp- uðu hundarnir fram — úr þúfum — og hristu sig gríðarlega, því að á þeim var mikill sandur. Þannig fékk maðurinn hunda. Mönnum fjölgaði og fjölgaði. Og á þeim tíma, fyrir löngu, löngu síðan, þekktu menn ekki dauðann. þeir urðu mjög gamlir, og að síðustu urðu þeir örvasa og blindir og lágu, þar sem þeir voru komnir. Þeir þekktu heldur ekki sólina og lifðu í myrkri. Það var sífeld nótt. Aðeins inni í húsunum höfðu þeir ljós og brenndu vatni í lömp- unum. Á þeim tíma gat vatn logað. En þeir, sem ekki kunnu að deyja, urðu margir. Það varð varla þverfótað fyrir þeim á jörð- inni. Þá kom mikið flóð og fólk- inu fækkaði. Uppi í fjöllum finn- ast stundum skeljar. þær eru menjar þessa flóðs. Eftir flóðið fóru tvær gamlar konur að tala saman: „Við skul- um vera án dags, ef við líka er- 81

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.