Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 25

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 25
H A R neina tölu á fljótabúunum, því að yfirvöldin koma þar-engri taln- ingu við, enda er ætlað að mann- talið sé ávallt miljónum of lágt- Fljótabáiar Takið — ekki mjög þykkan en seigan pappír 4 X 7»/> þuml. (4 þuml. á breidd og 7% þuml. á lengd), Fyrst skaltu fylgja upp- drættinum og búa til flatbytnu A. Skyggðu fletina á myndinni áttu að klippa burtu. Punktalínurnar takmarka botnflöt bátnsins. Eftir þeim skaltu rispa með skæra- oddi eða bitlitlum hníf og brjóta blaðið þar um.Eftir heilu linunni að framan áttu að klippa — að punktalínunni. Síðan geturðu límt bátinn saman og er bezt að full- gjöra afturendann fyrst. Skýlið og seglið geturðu útbúið án leið- beininga. Lögun bátsins geturðu nú reynt að breyta á ýmsan hátt. Bátinn geturðu málað í ljósum lit, skýlið í brúnum lit, að innan, og gulum að utan- Þú getur líka klipptjitjkínverskan stýrimann, málað föt hans rauð eða blá og . P A N sett hann við stýrisárina. Bátinn er bezt að mála, áður en þú lím- ir hann saman. Reyndu svo að búa til báta eins og róðrarbátana okkar — tveggja og fjögra manna för, sex-æringa, átt-æringa o. s. frv. Sex-æringar, sex-róinn bátur, þrár árar á hvort borð. Hver veit nema þú getir líka búið til þil- skip? Reyndu! Þú getur ótrúlega mikið, ef þú reynir — og reynir aftur. Síðar við tækifæri mun Harpa segja 'ykkur sögu skipa o. fl. samgöngutækja og flytja ykkur myndir af þeim. Sir Philip Sidney Ein ágætasta saga um göfug- lyndi og sjálfsafneitun, er sögð um Sir Philip Sidney. Hann var hirðmaður Elísabetar Englands- drottingar, hermaður og skáld. Hann særðist til ólífis í orustu við Zutphen í Hollandi. Hann lá í sárum á vígvellinum og sótti mjög þorsti. Með mikilli fyrirhöfn var útvegað lítið eitt af vafni og honum fært það. Þegar hann var að bera bikarinn að vörum sér til að drekka, heyrði hann að- framkominn hermann við hlið sér biðja um vatn. Sir Philip sneri sér með erfiðismunum að her- manninum, setti bikarinn í hönd hans og sagði: „Drekktu. Þín þörf er meiri en mín“. Þýtt M. M- 87

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.