blaðið - 17.11.2006, Page 22

blaðið - 17.11.2006, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 blaöiö Atvinnuréttur og samskipti við fjölmiðla Mér var illilega brugðið vegna fréttar í Blaðinu á miðvikudag þar sem beinlínis er rangt haft eftir mér, bæði í fyrirsögn og í tilvitnun. Þar er því haldið fram, vegna athugasemda Dags B. Eggertssonar, að ég þurfi að segja af mér sem varaborgarfulltrúi þar sem ég hef tekið að mér verkefn- isstjórn fyrir Faxaflóahafnir. Tildrög þessa verkefnis eru þau að skipulag Slippasvæðisins hefur verið í vinnslu í meira en heilt kjör- tímabil og hvorki gengið né rekið. Faxaflóahafnir hafa lagt í mikinn kostnað vegna málsins og sér ekki enn fyrir endann á því. Eg var beð- inn um að taka að mér verkefnið vegna þess að ég hef bæði menntun og reynslu í því að vinna að skipu- lags- og byggingarmálum. Engar efasemdir eru uppi um mikilvægi þess að fara í þetta verkefni og engar efasemdir eru uppi um það að ég sé ekki vandanum vaxinn. Það sem hinsvegar blasir við í uppsetningu fréttarinnar, er að reynt er að gera mig tortryggilegan um leið og rangt er haft eftir mér. Ég hef haft það fyrir reglu í samskiptum við fjöl- miðlamenn að greina alltaf frá eítir bestu getu þannig að það sem um er fjallað komi fram í sem skýrustu máli. Reynsla mín af blaðamönnum hefur fram að þessu verið góð en þessi fréttaflutningur er augljóslega til þess gerður að sverta mannorð mitt, en ekki að upplýsa um málið. Blaðamaður hefur viðurkennt þau mistök sín að hafa haft rangt eftir mér og sú leiðrétting birtist í blað- inu í gær, fimmtudag. I Blaðinu sama dag staðfestir einnig starfandi borgarritari að meginreglan í sveit- arstjórnarrétti sé sú að menn sinni öðrum störfum jafnframt því sem þeir eigi sæti í sveitarstjórn. Það sem eftir stendur í þessu máli, eftir dæmalausar aðdróttanir Dags B. Eggertssonar, er spurningin um hver sé staða sveitarstjórnarmanna til almennrar atvinnuþátttöku ef Umrœðan Málatilbúnaður Dags er til þess fallinn að kasta rýrð á trúverð- ugleika minn Óskar Bergsson menn sem gegna trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag mega ekki starfa fyrir fyrirtæki eða stofnanir sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu sveit- arfélagsins. Það vekur upp spurn- ingar hvort skólastjórar, kennarar eða aðrir starfsmenn sveitarfélaga megi ekki taka þátt í sveitarstjórn- armálum síns sveitarfélags. Margir skólamenn hafa verið áberandi í störfum fýrir sitt sveitarfélag án þess að það sé gert tortryggilegt. f Reykjavík þekkjum við dæmi þess að skólastjórar hafi verið borgarfull- trúar. í Reykjavíkþekkjumviðdæmi þess að læknar á vegum Heilsugæsl- unnar í Reykjavík hafi verið borgar- fulltrúar og í Reykjavík þekkjum við dæmi þess að varaborgarfulltrúar hafi bæði verið starfsmenn ÍTR og Orkuveitunnar. f engum af þessum tilfellum hefur verið talið að um vafasamt athæfi hafi verið að ræða, enda er það ekki svo. Stjórnsýslu- lögin taka skýrt á vanhæfi manna til ákvarðanatöku og eftir þeim er farið við afgreiðslu mála í stjórn- kerfi Reykjavíkurborgar. Málatilbúnaður Dags B. Eggerts- sonar er einungis til þess fallinn að kasta rýrð á trúverðugleika minn sem stjórnmálamanns og hann dregur Blaðið á bólakaf ofan í svaðið með sér í þeim hráskinnaleik. Ég gef lítið fyrir drengskap Dags en ég geri þá kröfu til Blaðsins að það fari með meiri varkárni að æru manna heldur en þeir gerðu í þessu tilviki. Traust er fjölmiðlum jafn mikilvægt og stjórnmálamönnum og því skulu báðir sýna hvor öðrum gagnkvæma virðingu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins. GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA hí j ÁrrTii jÞj 32 | Sírni 533 5060 j www.stepp.is | stopp@siepp.if iiiiiii'iIIIÉ^Ti mmrn'' í landi fækkandi fr amsóknarmanna! f landi fækkandi framsóknar- manna fer að verða mikilvægara fyrir þá sem eftir eru að kjósa rétt. Ég hef í gamni og alvöru haldið því fram að höfuðátakalínur ís- lenskra stjórnmála liggi milli fram- sóknarmanna annars vegar og krata hins vegar. Og alltaf sannfærist ég meira og meira um réttmæti þeirrar kenningar. Framsóknarmenn voru lengst af 20. öldinni fjölmennir í öllum stjórn- málaflokkunum fjórum en þó fæstir í Alþýðuflokki. Það góða og blessun- arríka sem stafað hefur frá íhaldi þessa lands er mildum landsföður- legum framsóknarmönnum þar innan dyra að þakka. Það sama má segja um Alþýðubandalagið sáluga sem hýsti reyndar Möðruvallahreyf- inguna alla en gegnumgrænni fram- sóknarhreyfing var kannski aldrei til í þessu landi. Það sem einkennir þessa gamal- grónu framsóknarstefnu er þjóðleg sáttahyggja, mildi og velvild. Velvild gagnvart landsbyggð þessa lands, atvinnuvegum þess, menningu landsins og sögu. Mildi gagnvart erfiðum breytingum sem ákveðnir landshlutar og heilar stéttir standa frammi fyrir og hægt er að milda verulega með pólitískum stjórn- valdsaðgerðum. Þjóðleg sáttahyggja þegar kemur að því að meta og sam- ræma ólík viðhorf, viðhorf gamla tímans og hins nýja, viðhorf hins þjóðlega og alþjóðlega, viðhorf kyn- slóða og viðhorf ólíkra menningar- heima þjóðarinnar. Allt er þetta öndvert því skeyting- arleysi sem einkennir tæknikrata á öllum tímum og í öllum löndum. Því miskunnarleysi sem fylgir bók- stafstrúarmanni hvort sem lögmál hans er markaðsbúskapurinn eða reglugerðarbókstafur. Þegar að er gáð er oft giska stutt milli öfgamanna hvort sem þeir koma úr hægri skúmaskotum Sjálf- stæðisflokksins, frekjusellum Sam- fylkingarinnar eða blindingsliði Vinstri grænna. Allir eru þessir hópar til í að etja þjóðinni í illindi Endurreisn framsóknar- stefnunnar er nauðsynleg Umrœðan Bjarni Haröarson og átök um jafnt matarverð, virkjana- pólitík og hina félagslegu samhjálp. En hvað þá með „framsóknar- mennina" í þessum flokkum, eru þeir engir eftir, kann einhver að spyrja. Ur því ég held því fram að þeir hafi verið þar, hljóta þeir þá ekki að vera þar enn? Víst er það svo. En vegur þeirra er miklu minni en var fyrir nokkrum árum. Gömlu bændahöfðingjarnir mega sín lítils í Sjálfstæðisflokki og hjá vinstriflokk- unum ber nú meira á geltandi frekju- tóni, ættuðum ýmist frá Greenpeace eðagamlaAlþýðubiaðinu.Sáttatónn- inn er þar löngu týndur. Eftir því sem hinn raunveru- legi Framsóknarflokkur minnkar minnka líka áhrif hans inn í aðra flokka. Verst er þó að Framsóknar- flokkinn hefur á undanhaldi undan- farinna ára skort þá reisn að halda gildum flokksins fram af einurð og festu. Halda fram hugsjónum Fram- sóknarflokksins, sem ég vonast til að geta gert betur grein fyrir síðar. Höfundur er bóksali með meiru. Forvarnir - fíkniefni og fúkyrði Guðna Á þriðjudag fóru nokkrir fram- sóknarmenn nánast af hjörunum í þinginu vegna umræðu um að þeir hefðu svikið fíkniefnamilljarðinn til forvarna. Svo sárt sveið þeim að þeir fóru nánast hamförum til að draga annað fram með talna- leikjum og klækjum. Framsókn gerði baráttu gegn fíkniefnum að kosningamáli með býsna umdeildum hætti árið 1999. Síðan þá hefur vandinn vaxið stórkostlega enda stjórnvöld ekki staðið sig í stykkinu. Hvað sem talnaleikjum ráðþrota Framsókn- arflokks líður. Engin ný stefna hefur verið mörkuð i áfengis- og fíkniefna- málum og meðferðarstöðvar ramba á barmi þrots ár hvert vegna fjársveltis. Þá hafa framlög í fornvarnar- sjóð minnkað um nokkrar millj- ónir á ári frá 2000. Eru nú um 80 milljónir króna. Grátlega lág tala og segir mikið um metnað stjórn- valda í málinu. Fíkniefnaneysla er orðin að sam- félagsbresti. Hvað er til ráða? Að auka forvarnir og setja meira fé til meðferðarmála. Ekki herða refs- Meðferðar stöðvar ramba á barmi þrots ár hvert vegna fjársveltis Umrœðan Björgvin G. Sigurðsson ingar eða draga úr forvörnum líkt og nú er gert. Sorgarsaga og ruddaskapur land- búnaðarráðherra í umræðunum í gær verður lengi í minnum hafður en Guðni rann á flótta með fúkyrða- flaum á vörum. Sóðakjaft um að við stjórnarandstæðingar værum að ljúga til um fikniefnavandann. Merkilegt það, Guðni Ágústs- son, eftir að hafa gert málið að atkvæðaneti fyrir nokkrum árum. Sök bitur sekan og nú læsir hún klónum í hinn hrædda landbúnaðarráðherra. Höfundur er þingmaður Samfylkingar- innar í Suðurkjördæmi. ____SMÁAUGLÝSINGAj 5103737 GEFA/ÞIGGJA

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.