Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Sú tilraun sem Orkuveita Reykjavíkur hefur gert á risarækjueldi að Bakka í Ölfusi hefur komið svo vel út að fullyrt er að landeigend- ur sem hafa nægt heitt og kalt vatn geti auð- veldlega gert risarækjueldi að aukabúgrein. Þorleifur Finnsson, framkvæmdastjóri ný- sköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, hefur manna best fylgst með tilrauninni með risa- rækjueldið. Hann segir að það sé ekkert vanda- mál að rækta risarækju hér á landi í opnum tjörnum ef menn eru með nóg af heitu og köldu vatni á svæðinu. Hann segir að í ljós hafi komið í tilraunum OR að vaxtarhraði rækjunnar er sambærilegur við það sem gerist í Nýja-Sjá- landi en OR hefur verið í samstarfi við fyrir- tæki þar í landi. Þorleifur segir að tjarnirnar, sem rækja er ræktuð í, séu bara gryfjur á túni eða móa, t.d. 20x100 m að stærð og 1,20 m að dýpt. Vatnið í þessum tjörnum þarf að vera 28 gráðu heitt. Hann segir að hagkvæmni stærðarinnar ráði hér sem annars staðar þannig að menn þurfi að vera með 2 til 3 hektara undir tjörnum til að ná fram lágmarks hagkvæmni. Rækjurnar eru settar í tjarnirnar um það bil fjögurra mánaða gamlar. Klakið myndi fara fram hér á landi í einni klakstöð enda hægt að klekja svo miklu magni út að það myndi duga fyrir allt landið og meira en það. Um yrði að ræða eitt fyrirtæki sem seldi ungviðið í tjarn- irnar. Tæknin og þekkingin liggur í klakfyrir- tækinu og hugsunin er sú að það þjónusti bænd- ur eða aðra landeigendur sem vilja fara út í rækjueldi. Rækjurnar eru 4 til 5 mánuði í tjörnunum. Þá er vatnið látið renna í settjörn og síðan eru rækjurnar tíndar upp. Þegar því er lokið er vatn- inu úr settjörninni aftur dælt í uppeldistjörnina í gegnum varmaskipti. Það er því alltaf sama vatnið sem notað er. Aðeins þarf að bæta við fyrir það sem gufar upp. Rækjan er sum sé níu mánaða gömul frá klaki þegar hún er sett á markað og er á bilinu 25 til 35 grömm að þyngd eða 30 til 40 stykki í kílóinu. Verð fyrir svona rækju er frá 2000 krónum og upp úr fyrir kílóið. Það fer eftir stærðinni og hvort hún er seld fersk eða frosin. ,,Okkar athuganir sýna að það geti verið mjög arðbært fyrir þá aðila sem hafa aðstöðu og vilja fara út í þessa ræktun. Skilaboð mín til landeigenda er að fylgjast vel með og skoða málið vel,“ sagði Þorleifur Finnsson. Alþjóðlegir hestadagar verða í Skagafirði dagana 21.-24. apríl en þeir eru hluti af sýningunni Tekið til kostanna á Sauðárkróki sem haldin hefur verið í Svaðastað- höllinni fyrstu helgi sumars frá 2001. Ákveðið var að stækka við- burðinn og skapa honum sérstöðu sem felst í því að höfðað er jafnt til erlendra sem innlendra gesta og dagskráin því flutt að hluta á ensku. Markaðssetningin hófs á Landsmótinu síðasta sumar en síðan hefur verið auglýst í hesta- tímaritum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þá var farið í samstarf við Ferðaþjónustu bænda um að bjóða upp á sérstaka ferð á við- burðinn. Allmargir erlendir gestir koma á sýninguna. Hestadagarnir eru samstarfsverkefni Hrossa- ræktarsambands Skagfirðinga, Leiðbeiningamiðstöðvarinnar, Flugu og Hólaskóla. Eyþór Einarssonar, sem sér um framkvæmd og undirbúning hesta- daganna ásamt Ingimari Ingimars- syni, sagði að haldnar yrðu sýningar í reiðhöllinni Svaðastöðum bæði föstudags- og laugardagskvöld þar sem fram kemur úrval af bestu hross- um landsins. Þá verður haldin hin árlega Vorsýning kynbótahrossa á Sauðárkróki. „Nú bætist við dag- skrána metnaðarfull dagskrá á Hól- um þar sem sérfræðingar skólans bjóða upp á reiðkennslusýningu og fyrirlestra á ensku um hrossaliti og byggingu hrossa,“ sagði Eyþór. „Við ætlum líka að höfða til erlendra gesta með heimildarmyndinni Í Austurdal sem verður sýnd í Sauðárkróksbíó með enskum texta.“ Keppt verður í nýrri tegund af töltkeppni fyrir reiðhallir sem kallast Gæðatölt. Í þeirri keppnisgrein er lögð höfuðáhersla á næma og fallega reiðmennsku á góðum tölturum. Gera má ráð fyrir að A-úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið verði hápunktur helgarinnar, þar sem 1. sæti gefur 100.000 kr. Sköpuð verður létt fjölskyldu- og markaðsstemning í Svaðastaða- höllinni með kynninga- og sölubás- um, úrvals reiðhestar og unghross boðin til sölu, keppni í kynbótadóm- um, grillveislu og fleiru. Sunnudag- inn 24. apríl verða nokkur hrossa- ræktarbú í Skagafirði með opinn dag og sama dag fer fram hin árlega skeifukeppni Hólaskóla. Nýtt mjólkur- samlag Nýtt mjólkursamlag, Mjólka ehf., hefur verið stofnað. Það mun sérhæfa sig í framleiðslu og sölu á ostum fyrir innan- landsmarkað. Mjólkursamlagið mun starfa utan greiðslumarks- kerfis landbúnaðarins. Sótt hef- ur verið um leyfi til heilbrigðis- yfirvalda til starfrækslu mjólk- urstöðvar Mjólku. Reiknað er með að fyrirtækið framleiði osta úr 800 þúsund lítrum af mjólk á ári og verður það með eigin mjólkurframleiðslu á jörð- unni Eyjum II í Kjós. Þegar hafa 50 kýr verið keyptar og stefnt að því að vera með 100 til 140 kýr á búinu þegar starfsem- in verður komin í fullan gang. Mjólkurframleiðsla er þegar hafin og vonast eigendur Mjólku ehf. eftir því að fá starfsleyfi innan tíðar. Ólafur Magnússon er framkvæmda- stjóri Mjólku ehf. Hann hefur sagt í blaðaviðtali að búið sé að ganga frá samningi við verslan- ir um að kaupa alla ostafram- leiðslu Mjólku ehf. Fyrirtækið hefur gengið frá samningum við Sýni ehf. um eftirlit með gæðum hjá Mjólku ehf. Þar er um að ræða óháðan eftirlitsaðila. Alþjóðlegir hesta- dagar í Skagafirði Risarækjueldi getur orðið mjög álitleg aukabúgrein Bændablaðsmynd/Jón Eiríksson Samtökin Landsbyggð- in lifi gefur út bók Samtökin Landsbyggðin lifi hefur gefið út bók upp á 94 síður í stóru broti og er meginefni hennar 20 ritgerðir úr ritgerðasamkeppn- inni ,,Unglingurinn á landsbyggð- inni" sem Landsbyggðin lifi (LBL) efndi til veturinn 2003- 2004. Bókin heitir Landsbyggðin lifi. Einnig eru útdrættir úr erindum sem flutt voru á Byggðaþingi LBL á Hólum í Hjaltadal í fyrra. Samtökin efndu til fréttamanna- fundar í tilefni útkomu bókarinnar og var ráðherrunum Valgerði Sverr- isdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur menntamálaráðherra afhent eintök af bókinni. Ragnar Stefánsson jarðfræðing- ur er formaður LBL. Hann sagði við þetta tækifæri að eitt þúsund eintök af bókinni yrðu send til skólanna í landinu og á fleiri staði. Hann þakk- aði þeim mörgu sem hafa styrkt út- komu bókarinnar og þakkaði sér- staklega fyrrnefndum ráðherrum fyrir stuðninginn og sagði að bókin hefði ekki komið út án stuðnings þeirra. Stjórn LBL er með þá hugmynd að hefja nýtt verkefni með grunn- skólum landsins í upphafi næsta árs. Markmiðið er að efla vitund barna og unglinga um heimabyggðina og gera þau að virkum þátttakendum í að styrkja hana og auðga. Óskað verður eftir ábendingum frá skólun- um um verkefni og gæti það hugs- anlega verið tengt umhverfinu. Félag ferðaþjónustubænda hélt aðalfund sinn fyrir skömmu. Marteinn Njálsson, formaður fé- lagsins, segir að fundurinn hafi verið fjölmennur og mjög vel heppnaður. Fundurinn var hald- inn á Hótel Heklu á Skeiðum. Hann segir afkomu ferðaþjón- ustubænda fara batnandi, útlitið fyrir sumarið sé gott og ferða- mannatímabilið alltaf að lengjast fram á vorið og fram eftir hausti. Þakkaði hann skrifstofu Ferða- þjónustu bænda fyrir gott starf. Marteinn segir að innri mál sam- takanna hafi að sjálfsögðu verið fyr- irferðamest á fundinum. Meðal ann- ars var samþykkt nýtt flokkunarkerfi fyrir Ferðaþjónustu bænda sem hef- ur verið í vinnslu sl. 4 ár. Bætt er við nýjum flokki sem heitir sveitahótel en með því eru þeir staðir aðgreindir sem eru með herbergi með baði og aðra úrvalsaðstöðu eins og veitinga- stað og fleira. Þar með eru flokkarnir orðnir 4. Fyrsti flokkur er heimagist- ing í herbergjum án handlaugar. Í öðrum flokki er komin handlaug inn á herbergið. Þriðji flokkurinn hefur verið herbergi með baði en með fjórða flokki er þjónustustig aukið. Annað umfangsmikið mál var endurskoðun á umhverfismálum samtakanna. Marteinn segir ferða- þjónustubændur hafa tekið þá ákvörðun að vera ævinlega í farar- broddi í umhverfismálunum ferða- þjónustu á landsbyggðinni. Samtök- in hafa hlotið viðurkenningar á þessu sviði eins og umhverfisverð- laun Ferðamálaráðs 2004 og ferða- verðlaun Ferðamálaráðs Norður- landanna í mars sl. Önnur mál sem Marteinn nefnir frá aðalfundinum og verið er að vinna að er íslenskur sveitamatur í framhaldi af skýrslu landbúnaðar- ráðherra þar um. Vinnuhópar unnu í umhverfismálum og mikið var rætt um landbúnaðartengda ferðaþjón- ustu sem er sérstaða ferðaþjónustu- bænda. Að lokum nefnir Marteinn Ferðatorgið í Smáralind um síðustu helgi sem heppnaðist mjög vel. Þá var einn félagi í Félagi ferðaþjón- ustubænda, Guðrún Bergmann á Hellnum, kjörin ferðafrömuður árs- ins á Íslandi. - Sjá einnig frétt á blaðsíðu 11. Gott útlit í ferðaþjónustu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.