Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Skeifan 2 • 108 Reykjavík S. 530 5900 • Fax 530 5911 www.poulsen.is Fyrir flestar dráttavélar kr. 12.960 m/vsk Fáðu þér sæti Gunnar í Hrútatungu sextugur Gunnar Sæmundsson, varaformaður stjórnar Bændasamtaka Íslands, hélt upp á sextugsafmæli sitt á dögunum í félagsheimilinu á Hvammstanga. Fjölmargir lögðu leið sína í félagsheimilið og fögnuðu tímamótunum með afmælisbarninu og fjölskyldu hans. Á myndinni hér fyrir ofan er fjölskyldan frá Hrútatungu ásamt tveimur tengdasonum. F.v. Sigrún E. Sigurjónsdóttir, Sigurjón, Þorgerður, Guðmundur E. Jóhannesson, Arndís, Frímann Baldursson og Gunnar Sæmundsson. Á myndinni t.v. má sjá Gunnar taka á móti Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni. Skaði af völdum óveðurs í Svíþjóð Um miðjan janúar sl. gekk mikið óveður yfir sunnanverða Svíþjóð sem olli miklum skaða á skógi og mannvirkjum. Samband tryggingafélaga í Svíþjóð áætlar að skaðinn nemi um 4,2 milljörðum skr. eða tæplega 40 milljörðum íkr. og skiptist til helm- inga á mannvirki og skaða á skógi. (Landsbygdens Folk nr. 8/2005). Mjólkurframleiðsla dregst saman í Þýskalandi Bæði kúabúum og fjölda mjólkur- kúa fer fækkandi í Þýskalandi um þessar mundir. Kúabú voru 111.800 í nóvember á sl. ári og hafði fækkað um 4,5% frá árinu áður, en mjólkurkýr voru 4,4 millj- ónir og hafði fækkað um 1,7% á sama tíma. Mest er fækkunin í Norður- Þýskalandi eða um 7,2% í Norður- Rhin, Westfalen, 3,7% í Slesvík- Holtsetalandi og um 2,3% í Neðra- Saxslandi. Fjöldi kúa í Bæjaralandi var óbreyttur. Meðalkúabú í Þýskalandi var með 38,2 kýr árið 2004. Bakteríur draga úr gróðurhúsaáhrifum Rannsóknir á vegum Danmarks Jordbruks Forskning sýna að bakt- eríur í skáninni, sem myndast ofan á svínaskít í mykjutönkum brjóta niður metan sem annars mundi valda gróðurhúsaáhrifum í and- rúmsloftinu. Metan myndast eingöngu við loftfirrtar aðstæður og því eru tank- ar undir svínaskít mikil uppspretta metans. Samkvæmt dönskum lög- um skulu þessir tankar vera loft- heldir til að draga úr köfnunarefn- istapi, einkum í formi ammóníaks. Skánin, sem myndast ofan á skítnum, er annað hvort úr hálmi eða úr lífrænu efni úr skítnum. Í henni eru örverur sem lifa á lífrænu efni og næringarefnum úr skítnum. Í rannsóknum á skán frá sex svína- búum fundust bakteríur, sem brutu niður metan, í þeim öllum. Áætlað er að 18% af þeim loft- tegundum, sem valda gróðurhúsa- áhrifum í Danmörku, komi frá landbúnaðinum og hvað metan varðar yfir 40%. Danmörk á aðild að Kyoto- sáttmálanum og hefur þannig skuldbundið sig til að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Athygl- inni er því beint að landbúnaðinum um möguleika að draga úr losun metans. Skynsamar kýr Rannsóknamenn við Háskólann í Oxford í Englandi hafa komist að því að kýr geta leyst verkefni, sem áður var talið að apar einir dýra gætu leyst. Rannsóknamennirnir undruðust það að kýr sem gat beygt stálþráð og búið til lítinn krók úr honum og veitt síðan góð- gæti upp úr stórri krukku. Áður hafði verið sýnt fram á að kýr myndu það hvort komið hafði verið vel eða illa fram við þær. Jafnframt muna þær hverjir það eru sem haga sér vel eða illa við þær. Rannsóknamennirnir fengu sjö manns, konur og karla, í hlutverk góðu og vondu hirðanna. Þegar kýrnar ráku hausinn í stöng framan við góðu hirðana uppskáru þær fóður en ekki frá vondu hirðunum. Það tók kýrnar skamman tíma að þekkja andlit góðu hirðanna og sniðganga þá vondu. Á næstunni munu fulltrúar hins opinbera og rannsóknamenn koma saman á ráðstefnu í London sem ber heitið: Hvernig ber okkur að endurskoða viðhorf okkar til bú- fjárins? Ræktun erfðabreyttra jurta jókst um 20% árið 2004 Ræktun erfðabreyttra jurta jókst um 20% árið 2004 miðað við árið áður. Það eru einkum Bandaríkin og Argentína sem stunda þessa ræktun, eða alls 79% af ræktun þeirra í heiminum. Næsta stóra framrás í ræktun erfðabreyttra jurta er vænst að verði í Asíu. Árið 2004 ræktuðu sjö milljón smábændur í Asíu erfða- breytta baðmull og horfa nú fram til þess að erfðabreytt hrísgrjón fái opinbera viðurkenningu stofnunar- innar „International Service for the Acpuistion of Agro-Biotech Appl- ication“. Það var árið 1996 sem ræktun á erfðabreyttum nytjajurtum hófst í almennum landbúnaði. Verðhækkun á jólatrjám í Danmörku Jólatré eru ræktuð í stórum stíl í Danmörku en þó hefur bændum sem stunda þá búgrein fækkað að undanförnu. Í kjölfar þess sjá menn nú fram á verulega verðhækkun á jólatrjám á þessu ári. Samdráttur í framleiðslu er áætlaður 25% eða um þrjár millj- ónir trjáa, samkvæmt áætlun Sam- taka ræktenda jólatrjáa í Dan- mörku. Erlendir kaupendur danskra jólatrjáa eru nú þegar í mars farnir að staðfesta pantanir á jólatrjám fyrir næstu jól en þeir hafa aldrei áður verið svo snemma á ferð. Hingað til hafa þeir dregið pantanir sínar í lengstu lög til að ná verðinu sem mest niður. Önnur lönd í Evrópu geta ekki fyllt í það skarð sem samdrátturinn í Dan- mörku veldur. Spurningin er því aðeins hve mikill verðhækkunin verður, segir Kaj Östergaard, framkvæmdastjóri Samtaka ræktenda jólatrjáa í Dan- mörku. Til að ræktunin skili bónd- anum sem mestu er nauðsynlegt að flokka trén í stærðar- og gæða- flokka. Ef bóndinn er ekki fær um það sjálfur verður hann að fá að- stoð kunnáttumanna í þeim efnum, segir Kaj Östergaard. 12 milljón egg í svínafóður í Nor- egi Árið 2003 kom upp skortur á eggj- um í Noregi sem leiddi til þess að reist voru fjölmörg eggjabú og önnur stækkuð. Afleiðingin varð offramleiðsla á eggjum. Eggja- framleiðendur í Noregi hafa með sér samvinnufélag um sölu eggja, Prior Eggprodukter, og á þessu ári var svo komið að fyrirtækið var komið með eggjalager upp á 12 milljón egg, eða 713 tonn. Þegar séð var fram á að þau seldust ekki innan eðlilegs geymslutíma var gripið til þess ráðs að vinna úr þeim svínafóður. Prior Eggprodukter hafa jafn- framt lækkað framleiðendaverð á eggjum, og sent eggjabændum fyr- irmæli um að draga tímabundið úr framleiðslunni. Verðlaun fyrir vatnsvernd Fyrirtækið Bayer, sem er þýskt en starfar víða um heim, veitir árlega nýjungum á sviði landbúnaðar verðlaun, sem nefnast Bayer CropSciences nýjungaverðlaun. Í ár hlutu verðlaunin tvö verkefni sem varða vatnsvernd og bætta nýtingu vatns. Bayer-samsteypan hefur sett sér það markmið að styðja sjálf- bæran landbúnað og í því skyni hefur deild fyrirtækisins á Norður- löndunum árlega verðlaunað verk- efni sem stuðla að framleiðslu hollra vara sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt. Tvenn verðlaun voru veitt að þessu sinni. Önnur hlaut Jenny Kreuger sem starfar við Landbún- aðarháskóla Svíþjóðar í Uppsölum og Eskil Nilsson, ráðgjafi hjá fyrir- tækinu Visari Vellinge, sem hafa starfað saman að því að vernda vatnsföll í náttúrunni fyrir mengun af völdum plöntueiturs sem berst út í ár og vötn. Þau hafa fylgst með ánni Vemmehög á Skáni og rann- sakað tegundir og magn jurtaeiturs í henni frá árinu 1992. Niðurstöður þeirra rannsókna hafa verið kynnt- ar öllum bændum, sem eiga land að ánni, og jafnframt hafa þau veitt þeim ráð um það hvernig draga megi úr útskolun efnanna í ána. Með því móti hefur verið dregið úr útskoluninni um 90% án þess að það hafi komið niður á búrekstrin- um. Hitt verkefnið sem hlaut verð- laun var vökvunarkerfi í landbún- aði sem nýtir vatnið betur en áður. Það voru þrír Danir sem starfa við verkfræðirannsóknir hjá fyrirtæk- inu Vitus Bering Danmark í Hor- sens sem hlutu verðlaunin. Þeir hafa hannað vél til vökvunar sem stjórnað er með GPS staðsetningar- kerfi. Vélin vökvar neðri hluta plantnanna beint og dreifir vatninu í tveimur umferðum, litlu fyrst, en síðan meiru. Með þessu móti hefur vindur lítil áhrif á vatnið og upp- gufun verður í lágmarki. Jafnframt skolast jarðvegur síður burt. Fimmti hver Dani kaupir nauta- kjöt beint frá bóndanum Sífellt fleiri fara nú út um sveitir og kaupa nautakjöt beint frá bóndan- um. Samkvæmt skoðanakönnun sem fyrirtækið ACNielsen AIM hefur gert fyrir Markaðsráð kjöt- framleiðenda (Kødbranchens Fæl- lesråd), gerir fimmti hver Dani slík kaup a.m.k. einu sinni á ári. Fyrir utan hagstætt verð á kjötinu er mikilvægt að slík kaup bjóða upp öðru vísi upplifun en að kaupa það í búðinni, kaupandinn nær að hitta bóndann og kannski að kíkja í fjós- ið. Hinn dæmigerði kaupandi að slíku er kona með háskólapróf sem býr í dreifbýli. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsráði kjötframleiðenda þykir upphefð í því að kaupa beint frá bónda. „Að fara á upprunastað vör- unnar, fá smávegis mold undir skóna, hitta alvöru bónda og alvöru kýr - það er góð saga við matborð- ið. Það gefur til kynna velmegun, siðgæði og hugmyndaauðgi - sem allt er í hávegum haft nú á tímum. Okkur finnst gaman að því að málsverðurinn eigi sér sögu. Eink- um og sér í lagi þegar það er saga sem gefur til kynna að við erum nautnaseggir, sem vilja gæði og upplifun. Í því samhengi eru kjöt- kaup beint frá bónda einkar vel til fundin.“ /Landbrugsavisen, BHB AÐ UTAN www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.