Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Í síðasta Bændablaði var viðtal við Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúa uppsveita Ár- nessýslu, en hann var í hópi uppsveitunga sem fóru til Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar að kynna sér skipulag frístunda- byggða og menningartengda ferðaþjónustu. Arinbjörn sagði m.a. að eitt það athyglisverðasta sem fram kom í ferðinni var að á Norður- Sjálandi er ekki lengur hægt að fá land undir sumarbústað. Þar segja menn að ef ekki verði stöðvuð út- hlutun sumarbústaðalóða verði ekkert eftir af opnum svæðum og landbúnaður í hættu. Sá sem á 10 hektara land eða stærra er með búrekstrarskyldu á landi sínu. Þá kom það líka fram að á Norður- Sjálandi eru yfirvöld með viðvist- arreglur fyrir frístundahúseigend- ur. Frá því í október og fram í apríl má fólk ekki vera í bústöð- um sínum nema um helgar. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að fólk búi í bústöðunum allt árið. Þetta viðtal hefur vakið at- hygli margra ekki síst fyrir það að hér á landi eru þessu þveröfugt farið. Hér eru engar hömlur á landsölu og ekki lengur búrekstr- arskylda eftir að nýju jarðarlögin tóku gildi í fyrra. Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra var spurður hvort ekki hefði verið rétt að halda búrekstr- arskyldunni inni í jarðarlögunum. Hann sagðist ekki telja það vegna þess að það ákvæði hefði verið í eldri lögunum en sveitarfélögin hefðu ekki getað staðið undir þeirri skyldu sem á þau var lögð að halda jörðum í ábúð. Hann benti á að Danir væru landlitlir og væru að tapa landi úr landbúnaði sem þeir mega alls ekki við. Þeir þurfi að vera gætnir og fara vel með land. ,,Við þurfum að fara að dæmi nágranna okkar og fara vel með ræktunarland og hreinlega að varðveita það. Við eigum nóg af óræktuðu landi til að byggja á sumarhús fyrir fólkið í þéttbýlinu. Við þurfum hins vegar að vaka yfir góðum bújörðum og setja ekki skóg, sumarhús eða annað á land sem getur framleitt korn svo dæmi sé tekið,“ sagði Guðni Ág- ústsson. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi í Holtsseli í Eyjafirði, stað- festi í samtali við Bændablaðið að hann og kona hans, Guðrún Eyjólfsdóttir, hefðu sótt um leyfi til Umhverfisstofnunar til að koma sér upp ísgerð á Holtsseli. Guðmundur sagði að þau hefðu farið til Hollands til að skoða ís- gerðarvél en aðeins ein tegund kemur til greina ef af þessu verður. Í Evrópu eru um það bil 2 þús- und bændur sem vinna saman und- ir merkinu Farmhouse icecream og ísgerðarvélin er einkaleyfisvernd- uð og ákveðinn fjöldi véla er skammtaður inn á ákveðin svæði. Miðað við stærð Íslands myndu vera leyfðar tvær ísgerðarvélar á landinu. Guðmundur segir að vélin líti mjög svipað út og þær ísgerð- arvélar sem fólk sér í ísbúðunum. Hún skiptist í tvö hólf. Í efra hólfið er mjólkin og rjóminn sett ásamt bragðefnum. Vélin gerilsneyðir mjólkina og rjómann og eftir það rennur þetta niður í neðra hólfið þar sem ísinn verður til. Til eru mjög margar tegundir umbúða, bæði litlar og stórar, sem hægt er að fá undir ísinn. Ísgerðarvél af þessari tegund afkastar 300 lítrum af ís á dag og sagði Guðmundur að þau myndu taka eigin mjólk til framleiðslunn- ar enda er þetta fyrst og fremst heimilisframleiðsla. Um er að ræða ís í háum gæðaflokki án allra aukaefna. Í Evrópu er stærsti markhópurinn góðir veitingastaðir. Hægt er að fá aðgang að 400 upp- skriftum af ís með ísgerðarvélinni. Bændurnir í Holtsseli í Eyjafirði Hafa sótt um leyfi til ísgerðar Útibú Véla og Þjónustu Óseyri 1 Akureyri lokað Vélar og Þjónustu hefur ákveðið að hefja samstarf við verkstæðið Trukkinn á Akureyri og um leið að loka verslun sinni að Óseyri 1A. Með þessu er verið að bæta þjónustu við viðskiptavini og færa verlsun og verkstæði undir einn hatt. Þar verður til staðar fullkomið verkstæði og varahluta- sala í nýju og mjög rúmgóðu hús- næði. Verkstæðið er vel tækjum búið og vel mannað og það hefur yfir að ráða reynslumiklum við- gerðarmönnum. Í varahlutaversl- un er Baldvin, fyrrverandi starfs- maður Véla og Þjónustu og kem- ur hann með mikla reynslu og þekkingu með sér í nýja starfið. Staðsetning Trukksins er við Hjalteyrargötu 8 og aðalsími 460- 7700, beinn sími verslun 460- 7707 og beinn sími verkstæði er 460-7703. Veffang er trukkur- inn@trukkurinn.is Frekari upplysingar eru á www.velar.is Á Norður-Sjálandi er ekki lengur hægt að fá land undir sumarbústaði Ótti manna vex um að fugla- flensan í Asíu verði að alheims- faraldri og minkaði ekki við það að veikinnar varð vart í N- Kóreu en fram til þessa hefur mest borið á veikinni í Víet- nam. Haraldur Briem sótt- varnalæknir sagði í sjónvarp- sviðtali þegar fréttirnar bárust frá N-Kóreu að hættan á al- heimsfaraldri væri mikil. Hann sagði að hér á landi væri unnið að viðbúnaði vegna þessa og væri verið að skoða ýmsar leið- ir. Meðal þess sem hann nefndi var að loka landinu al- veg, það væri leið til að verjast slíkri vá. Bændablaðið spurði Harald hvort það hafi verið kannað hvort Íslendingar gætu brauð- fætt sig ef landinu yrði lokað. Hann sagði að þessari spurn- ingu veltu menn fyrir sér ef grípa þyrfti til svo róttækra ráðstafana. Hvað þola Íslend- ingar lengi við ef allir aðdrætt- ir stöðvast? Hann sagði nauð- synlegt að velta þessu máli fyr- ir sér og skoða alla þá kosti sem í boði eru til varnar hugs- anlegum faraldri. Að störfum er nefnd sem vinnur á vegum dómsmála- og heilbrigðisráðuneytis að finna leiðir til varnar í málinu. Nefndin starfar í samvinnu við ráðuneytin. Þá er í vinnuáætl- un um hvað gera skuli fari fuglaflensan eða afbrigði henn- ar af stað. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra sagði varðandi spurninguna hvort Íslendingar gætu brauðfætt sig ef landinu yrði lokað að hvað landbúnað- inn varðaði væri það ekki spurning að hann gæti fram- leitt það sem til þyrfti af kjöti, mjólk og mjólkurvörum og grænmeti. Nóg ætti einnig að vera af fiski. Hins vegar benti hann á að mjög mikið af mat- vælum sem við neytum eru innflutt svo sem korn, hveiti, sykur og margt fleira. Það yrði því fljótlega skortur á ýmsum tegundum matvæla ef gripið yrði til svo róttækra aðgerða að loka landinu. Fuglaflensa Geta Íslendingar brauðfætt sig?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.