Bændablaðið - 12.04.2005, Qupperneq 16

Bændablaðið - 12.04.2005, Qupperneq 16
16 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Opinn dagur á Lambeyrum Ábúendur á Lambeyrum í Dalasýslu bjóða öllum sem vilja í heimsókn laugardaginn 16. apríl nk. Dagskrá: Kl. 13:30 - Gefið í gjafagrindur frá Vírneti í Borngarnesi. Kl. 14:30 - Fyrirlestur um Lambeyrabúið, fjárhúsin, upp- byggingu þeirra og ferlið á sauðburði. Kl. 15:30 - Fyrirlestur um velti- kerfið - rafgirðingar sem hægt er að slá undan. Kl. 17:00 - Kynning á sjálf- virku flokkunar- og meðhöndl- unarkerfi og klaufsnyrtibás fyr- ir sauðfé. Lambeyrar eru í Dalasýslu, framarlega í Laxárdal, 19 km frá Búðardal og 20 km frá Borðeyri. Þar er rekið eitt af stærstu sauðfjárbúum landsins en allar nánari upplýsingar um búið er að finna á síðunni www.lambeyrar.is. Árið 1997 hófust miklar framkvæmdir á Lambeyrum. Settar voru upp 16 gjafagrindur frá Vírneti í Borg- arnesi, innréttuð sauðburðarað- staða og byggð stór hlaða. Nú eru fjárhúsin um 2000 fermetrar og á sauðburði er stærstur hluti þessara bygginga innréttaður og nýttur undir fé. Ábúendur á Lambeyrum hönnuðu og þró- uðu nýja tegund rafgirðinga. Girtir hafa verið um 15 km með þessu kerfi og hefur það vakið athygli bæði hér á landi og er- lendis. Nýjasta verkefnið sem unnið hefur verið að er sjálf- virkt flokkunar- og meðhöndl- unarkerfi fyrir sauðfé. Hluti af þesu kerfi verður sýndur á opn- um degi en stefnt er að því að taka allan pakkann í notkun næsta haust og að þá verði búið að gera breytingar á kerfinu þannig að það falli að íslensk- um aðstæðum. Í þessu kerfi verður tekið á þáttum eins og fósturtalningu, klaufsnyrtingu, lambastigun o.fl. Allir velkomnir. Í páskavikuni var tæplega 29 metra löng og 13 tonna þung lím- trésbrú flutt í heilu lagi frá lím- trésverksmiðjunni á Flúðum að Múlavirkjun við Straumfjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hér er um að ræða lengstu límtrésbrú sem smíðuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækið Límtré Vírnet smíðaði brúna og sá um flutning hennar sem vakti mikla athygli þeirra er sáu enda ekki á hverj- um degi sem 29 metra löng brú er flutt eftir vegum landsins. Gísli V. Jónsson, markaðsstjóri hjá Límtré Vírnet, sagði að brúin væri bogabrú sem byggð væri úr límtré en klædd með bárujárni. Hún verður sett yfir Straumfjarðará, er svo kölluð þjónustubrú, og hefur því mikið burðarþol. Enginn stólpi er undir henni miðri. Brúin er ekki svo breið að bifreið komist eftir henni en hægt er að fara yfir hana á fjórhjóli. Límtré Vírnet hefur smíðað nokkrar göngubrýr úr límtré. Sömuleiðis nokkur fjós og önnur útihús fyrir bændur auk annarra verkefna á síðustu misserum og hefur verið mikið að gera hjá fyrir- tækinu. Tæplega 29 metra löng límtrésbrú flutt frá Flúðum að Múlavirkjun Fræðslunet Suðurlands hefur gengist fyrir nám- skeiðum í fjórum sveitarfélögum á Suðurlandi þar sem fjallað er um landið, söguna og átthagafræði í 1100 ár. Haldin voru námskeið í Biskupstungum, Gnúpverjahreppi og Skeiðum, Hrunamanna- hreppi og síðasta námskeiðið var í Vík í Mýrdal. Jón Hjartarson, framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, segir að síðan sé ætlunin að bjóða sveitarfélögum upp á sams konar námskeið sem snerti hvert þeirra fyrir sig. Hann segir að nám- skeiðin séu mjög ódýr því um sé að ræða 20 tíma námskeið sem kosta ekki nema 8.000 krónur á mann og því verði að leita eftir einhverjum styrkj- um hjá sveitarfélögunum. Námskeiðin hafa verið vel sótt að sögn Jóns Hjart- arsonar en ekkert þeirra eins og námskeiðið í Vík í Mýrdal. Nærri áttatíu manns hafa sótt það námskeið. Meðal þeirra eru 14 aðilar sem aka á hverjum þriðju- degi frá Selfossi til að taka þátt í námskeiðinu í Vík. Námskeiðið Mýrdalshreppur, land og saga, átt- hagafræði í 1100 ár hófst þriðjudaginn 8. febrúar í Leikskálum í Vík. Þátttakendur eru nærri áttatíu. Þetta er sem fyrr segir fjórða sveitarfélagið sem tekur þetta vinsæla námskeið. Jón Hjartarson segir mjög ánægju- legt að finna þann mikla áhuga sem fólk hefur á sinni heimabyggð og að kynnast rótum sínum. Námskeið- inu í Vík lýkur í dag, 12. apríl, með sameiginlegri uppskeruhátíð. Myndina tók Jónas í Fagradal. Sunnlendingar hafa mikinn áhuga á landi, sögu og átthagafræði Auglýsingar Áhrifaríkur auglýsingamiðill Sími 563 0300 Netfang augl@bbl.is Poulsen hefur fest kaup á versl- uninni OSG, þ.e. Orku Snorra G. Guðmundssonar. Sameigin- leg velta þessara tveggja fyrir- tækja er áætluð um 700 milljón- ir árið 2005. Ragnar Matthías- son verður framkvæmdastjóri félagsins. Íslandsbanki var ráð- gjafi Poulsen við kaupin. OSG sérhæfir sig í ráðgjöf, þjónustu og vöruframboði vegna viðgerða og viðhalds ökutækja. Höfuðáhersla er lögð á ytra byrði bílsins, þ.e. yfirbyggingu og vara- hluti þar að lútandi. Í versluninni eru allir bílalitir framleiddir á staðnum samdægurs. Veitt er fag- leg ráðgjöf varðandi alla þætti bílamálunar og réttinga, rúðuísetn- inga og plastviðgerða. Jafnframt veita sérfræðingar í verslun fyrir- tækisins þjónustu varðandi bílrúð- ur, ísetningar, bílalakk, bílamálun, vélar og tæki, verkfæri, slípivörur, viðgerðarefni, efnavörur, o.fl. Saga Poulsen nær aftur til árs- ins 1910 þegar Valdemar Poulsen, danskur járnsteypumeistari, hóf viðskipti með eldfastan leir og ýmsa málma. Poulsen hefur ávallt lagt metnað sinn í að þróast með breytingum í þjóðfélaginu og er sífellt að leita nýjunga til að treysta og efla fyrirtækið. Eigendur Poulsen eru Ragnar Matthíasson, Lovísa Matthíasdótt- ir, Matthías Helgason og Kristján E. Jónsson. /Fréttatilkynning. Poulsen kaupir verslunina OSG Auglýsingar Áhrifaríkur auglýsingamiðill Sími 563 0300 Netfang augl@bbl.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.