Bændablaðið - 12.04.2005, Page 27

Bændablaðið - 12.04.2005, Page 27
Þriðjudagur 12. apríl 2005 27 Við höfum ekki lent í slíku enn þá.“ Sauðkindin gagnvart hinu Sæmundur segist hafa í aðdrag- anda ráðstefnunnar einatt hnotið um stöðu sauðkindarinnar gagn- vart öðrum landnytjum. ,,Það er ekki bara skógræktin, heldur hvers konar önnur not og ásýnd, sem fara ekki saman við hefðbundna lausagöngu sauðskepnunnar. Ég hef orðað það svo að hugsanlega muni kratar allra stjórnmálaflokka sameinast um að afnema lausa- gönguna með lögum. Sú var tíðin að lausaganga stórgripa var ekki bönnuð og lausaganga hunda er ekki leyfð, nema í sveitum og sjálfsagt mál. Ég sé ekki að ríkið geti endalaust staðið frammi fyrir því að allir aðrir þurfi að girða gagnvart því ríkisstudda fyrir- komulagi, sem sauðfjárræktin er. Gaman að segja frá því að einn af starfsmönnum Skjólskóga var á ferð í Nýja-Sjálandi fyrir skömmu. Hann fór um Suðureyj- una, sem er fjalllend og er miklu groddalegra land en Ísland, og er stundaður þar sauðfjárbúskapur til kjötframleiðslu. Nýsjálendingar skildu ekki spurningu Íslendings- ins um lausagöngu sauðfjár þegar hún var borin upp. Eina tilfellið þar sem hún viðgekkst var sam- eiginlegur girtur afréttur og ein- göngu fyrir sauðfé til ullarfram- leiðslu. Þar var akkúrat smalað einu sinni á ári og fénu síðan sleppt aftur þegar ullin hafði verið tekin af.“ Sagt eftir leikinn Ýmsum nýjum flötum var velt upp á ráðstefnunni á Núpi og Sæ- mundur segist ekki hafa heyrt ann- að á mönnum, en að þeir væru ánægðir með þær umræður og er- indi sem flutt voru. ,,Við tökum gjarnan við nýjum kenningum og nýjum heitum og eigum oft erfitt að sjá það í samhengi við það gamla sem við höfum tileinkað okkur. Orð eins og búsetulandslag og landbúnaðarskógar svo dæmi séu tekin. Áreiðanlega verða breytingar ef lausaganga sauðfjár verður bönnuð. Þá breytist til dæmis búsetulandslagið. Og bú- setulandslag aldanna er breytilegt og tekur mið af hverjum tíma. Það þýðir að við verðum að taka tillit til margra sjónarmiða, hvort nýir landeigendur ætla að stunda sauð- fjárrækt eða skógrækt eða einfald- lega að njóta útivistar á jörð sinni og sinna náttúrurvernd. Stórbreyt- ing varð á að þessu leyti með nýj- um jarðalögum frá því sumar, en kannski hefði átt að grípa fyrr inn í, hefðu menn viljað hafa meiri áhrif þróunina.“ Texti og myndir: Finnbogi Hermannsson Skógarsnípa - nýr varpfugl á Íslandi Skógræktarmenn fundu nýja fuglategund, skógar- snípu, í varpi í apríl í fyrra. Var það í stafafuruskóg- um í Skorradal í Borgarfirði. Bjarni Diðrik Sigurðs- son, sérfræðingur á Mógilsá, segir að skógarsnípa hafi ekki áður verið staðfest í varpi á Íslandi. Fugla- fræðingar hafi haft grun um að svo væri, en nú hef- ur það verið staðfest. Skógarsnípan er frænka mý- risnípunnar eða hrossagauksins en stærri og ámóta stór og dúfa. Skóg- arsnípan á heimkynni í ná- grannalöndunum. Glókollur- inn er líka nýr land- nemi á Íslandi og er minnstur fugla í landinu sem og í Evrópu. Hann er minni en músarrindill, sem átti metið hvað smæð snerti. Glókollurinn var þriðji algengasti fugl á Héraði í fyrra, þegar talning fór þar fram í tengslum við rannsóknarverkefni Náttúrufræðistofnunar, fugl og skógur. Náttúrufræðingar hafa reyndar áhyggjur af þessum nýja landnema þar sem lítið hefur heyrst í honum eftir kuldatíð í vetur. Það er því kannski heldur snemmt að halda því fram að glókollurinn sé orðinn íslenskur staðfugl. Í rannsóknarverkefninu, sem Náttúrufræði- stofnun, Landbúnaðarháskóli Íslands og Rannsókn- arstöðin á Mógilsá stóðu að og beindist að áhrifum skógræktar á umhverfið, komu í ljós nýjar lífveru- tegundir. Hinir upprunalegu íslensku birkiskógar voru einnig til athugunar og í gömlum birkiskógi í Skorradal rákust menn á nýja tegund af ásætum, sem lifa utan á birkitrjám. Þetta eru fléttur sem lafa niður og mynda eins og gluggatjöld í skóginum. Um er að ræða sömu lífverur og við sjá- um í ævintýrunum og hafa ekki áður verið skráðar af vísinda- mönnum og heitir flókak- ræða. ,,Ef til vill er þetta ekki ný lífvera í birkiskógum, en sýnir að við höfum ekki sinnt nægilega rannsóknum á þessu sviði,“ segir Bjarni Diðrik Sigurðsson á Mógilsá. Teikningin af skógarsnípu er fengin af vef BirdGuides.com BirdGuides (2005). Heimasíða. Kemur næst út 26. apríl

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.