Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 33
Þriðjudagur 12. apríl 2005 33
Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400
jotunn.is
Plógar, herfi og valtarar
Mikið úrval,
hagstætt verð
Scan fjaðraherfi,
dragtengd fjaðraherfi
í mörgum stærðum.
Vogel & Noot plógar,
vandaðir og sterkir.
Scan valtarar,
mikil afköst og góð þjöppun.
Skil á búreikningum til Hag-
þjónustu landbúnaðarins er
hluti af árlegri hagtölusöfnun í
landbúnaði. Búreikningarnir
eru m.a. notaðir við gerð samn-
inga milli ríkis og bænda, við
gerð rekstraráætlana í landbún-
aði, við samanburð milli bú-
greina og búrekstur í öðrum
löndum og fleira.
Viðmiðunin undanfarin ár hef-
ur verið sú að búreikningar berist
Hagþjónustu landbúnaðarins á
sama tíma og uppgjöri er skilað til
skattyfirvalda. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Ríkisskattstjóra er síð-
asti frestur á skattskilum einstak-
linga í rekstri 31. maí næstkom-
andi. Með hliðsjón af því er æski-
legt að búreikningar berist Hag-
þjónustu landbúnaðarins eigi síðar
en 10. júní.
Þegar senda á búreikning er
valið Verkfæri í valröndinni og
síðan Gagnaflutningar-dk-Búbót-
Hagþjónusta landbúnaðarins.
Þegar þangað er komið er valið
bókhaldstímabil og hvernig gengið
er frá gögnunum. Það er annað-
hvort hægt að vista þau á tölvudisk
og senda í pósti eða senda þau sem
viðhengi í tölvupósti á netfangið
ingibj@hag.is eða hag@hag.is.
Mikilvægt er að slá inn viðbótar-
upplýsingar um búreksturinn sem
ekki koma fram í bókhaldinu.
Þessar upplýsingar eru rekstrar-
form bús, ársverk, túnstærð, stærð
grænfóðurs- og kornakra, aldur
bænda, lömb til nytja, greiðslu-
mark og heyuppskera í FE.
Ef ekki hefur verið gert skatt-
framtal í forritinu fyrir viðkomandi
er mikilvægt að fyllt sé út bls.
4.08r2 (bústofnsblaðið) í skatt-
framtali 4.08 en þar koma fram
upplýsingar um bústofn.
Við þennan gagnaflutning úr
dkBúbót birtir forritið á skjánum
samanlagðar niðurstöðutölur nokk-
urra tekjulykla og það magni og
þann fjölda sem tengjast þeim. Til
þess að hægt sé að senda reikning-
inn áfram þarf að staðfesta (haka
við) að réttar upplýsingar sé um að
ræða. Ef laga þarf upplýsingar um
magn og/eða fjölda eða ekki er bú-
ið að skrá þær inn er farið í Upp-
flettingar- hreyfingar, F5 Valmynd
og valið Breyta tilvísun á færslu og
viðkomandi upplýsingar settar inn.
Aðrir þættir sem búreikningur
þarf að uppfylla svo að hann sé
viðurkenndur í endanlegri úr-
vinnslu Hagþjónustu landbúnaðar-
ins.
1) Búreikningur þarf að vera full-
frágenginn, þ.e. efnahagur og
rekstur að stemma.
2) Stundum geta verið tiltölulega
háar upphæðir í sjóði (lykill
7850). Þetta þarf að meta í
hverju tilfelli fyrir sig og leið-
rétta sjóðinn þegar svo ber und-
ir, t.d. með því að færa á einka-
reikning, hafi einkaneysla ekki
verið skráð sem skyldi.
3) Bústofnskaup (lyklar 7320 og
7321) verða að vera búgreina-
tengdir.
4) Varðandi fyrirframkeyptan
áburð í árslok 2004 sem gjald-
færður var á sama tíma er nauð-
synlegt að hann sé einnig bók-
færður á birgðabreytingu á lykil
2930 í kredit (án vsk.) og á móti
sem birgðir í debet á lykil
7530. Fyrir búreikninga sem
færðir voru á sama hátt í árslok
2003 er nauðsynlegt að sá
áburður sé bakfærður á lykil
2930 í debet og kredit á birgðir
7530. Með því er tryggt að sú
fjárhæð sem eftir stendur á lykli
2930 hafi einungis að geyma
fyrirframkeyptan áburð sem
keyptur var á bókhaldsárinu.
5) Búreikningur þarf að innihalda
magn og/eða fjölda þess, sem
framleitt er á búinu, sem annað-
hvort er selt eða notað heima.
Einnig er æskilegt að fram
komi magn helstu aðfanga, svo
sem fóðurs (lyklar 3100-3260),
áburður og sáðvara (lyklar
3310-3390) og eldsneytis (lykl-
ar 3510-3520).
6) Undir liðnum „ársverk (mán)“ á
að skrá þann fjölda mánaða sem
starfað var í fullu starfi við bú-
ið. Hér er átt við bæði ábúend-
ur sjálfa og aðkeypt vinnuafl.
Með þessu móti er reynt að
meta heildarvinnuna við búr-
eksturinn og í framhaldi af því
launagreiðslugetuna á hvert árs-
verk á búinu.
7) Undir liðnum „Heyuppskera
FE“ skal skrá heyuppskeru í
fóðureiningum, skipt á milli
rúlluheys, þurrheys og votheys.
Ef einhverjar spurningar vakna
þá vinsamlegast hafið samband við
Ingibjörgu Sigurðardóttur hjá Hag-
þjónustu landbúnaðarins í síma
433-7080.
Búreikningar til
Hagþjónustu
landbúnaðarins