Bændablaðið - 18.12.2007, Síða 7

Bændablaðið - 18.12.2007, Síða 7
Mig rámar í að hafa birt þessa vísu áður hér í þáttunum en það gerir þá ekkert til; hún er svo góð að hún á skilið að birtast aftur: Hún er slík að sveinninn sá, sem að nýtur Fríðar, hann á enga heimtingu’ á himnaríki síðar. Kveðist á Það er með þessar vísur eins og þá á undan; það má vera að þær hafi birst hér áður en þær eru líka svo góðar að þær eiga endurbirtingu skilið. Þær voru ortar eitt sinn á hagyrðingakvöldi á Akureyri og það voru þeir Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum og Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit sem ortu um danska konu sem varð 120 ára og þakkaði þenn­ an háa aldur því að hafa aldrei drukkið áfengi, aldrei reykt og aldrei stundað kynlíf. Jóhannes orti: Þetta er orðinn aldur hár, enn er hún samt að tifa. En til hvers var hún öll þessi ár eiginlega að lifa? Friðrik hafði skýringu: Allir verða eitthvert sinn Amorskalli að hlýða. Hún er ennþá, auminginn, eftir því að bíða. Þá sagði Jóhannes: Náttúran er söm við sig. Svona lífið tíðum gengur. Ef sú gamla þekkti þig þyrfti hún ekki að bíða lengur. Friðrik átti lokaorðið: Skyldi hún enda aldur sinn engum manni náin, og missa að lokum meydóminn hjá manninum með ljáinn. Grund í Eyjafirði Snæbjörn Sigurðsson á Grund í Eyjafirði stóð í áratugi í málaferl­ um út af eignarrétti á afrétti og fjalli í grennd við Grund. Málið fór fyrir Hæstarétt og dómarar komu norður, gengu landið og skoðuðu aðstæður. Rósberg G. Snædal orti þá: Undir bú er gott á Grund, Gróttukvörn þar malar. Ekki þarf að halda hund, hæstiréttur malar. (Grótta var tröllskessa sem mal­ aði gull.) Síðar orti Rósberg um sama mál: Lengi þéttings gróða gaf Grundin fléttuð blómum, hver einn blettur helgast af hæstaréttardómum. Sýndarvarnir Þessa vísu orti Hjálmar Frey­ steinsson þegar pappalöggur áttu að sjá um umferðareftirlit á Reykjanesbrautinni: Eiginleika löggunnar lengi þekkt ég hefi, margan vissi ég þunnan þar sem þó var ekki úr bréfi. Svo kom umræðan um „sýnileg­ ar“ varnir þegar Bandaríkjaher var að fara heim og þá datt Hjálm­ ari lausn í hug: Eftir að Kanar eru farnir ætti að vera hægt að láta sjá um okkar sýndarvarnir sérhannaða pappadáta. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Í umræðunni Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 2007 Mælt aF Munni FraM Það líður að jólum og senn er enn eitt ár á enda runnið. Næstu áramót marka tímamót í lífi mínu, þar sem ég hverf nú frá störfum hjá Bændasamtökum Íslands og tek við embætti í nýju ráðuneyti sjáv­ arútvegs og landbúnaðar. Þessi breyting gefur mér tilefni til að velta vöngum yfir stöðu land­ búnaðarins í ljósi þeirrar þróunar, sem orðið hefur undanfarin ár, og hvaða kraftar eru líklegastir til að móta þróunina á komandi árum, hér heima og á alþjóðavísu. Í síðasta mánuði héldu Bænda­ samtökin opinn fund, þar sem fulltrúi frá bresku bændasamtök­ unum, Martin Howarth, sem er í forsvari fyrir stefnumótun og alþjóðasamstarf samtakanna, fór yfir sviðið og spáði fyrir um þróun heimsmarkaðar með búvörur í nán­ ustu framtíð. Hann rifjaði upp að undanfarinn aldarfjórðung eða svo bjuggu evrópskir bændur lengst af við erfið markaðsskilyrði og voru í stöðugri vörn gegn neikvæðu almenningsáliti, þar sem umræða um niðurgreiðslur og offramleiðslu samfara kröfum um sífellt lægra matarverð voru efst á baugi þegar landbúnað bar á góma. Staðreyndin var sú, að vegna offramboðs fór afurðaverð stöðugt lækkandi, og afkoma bænda varð almennt óvið­ unandi. Gerbreytt staða á heimsmarkaði Nú er komin upp önnur staða. Á allra síðustu misserum hefur eft­ irspurn eftir búvörum stóraukist og verðlag hækkað af þeim sökum, einkum á korni og mjólkurvörum. Ástæður þessa má rekja til vaxandi kaupgetu í Austur­Evrópu og Asíu, eldsneytisframleiðslu úr korni, einkum í Bandaríkjunum og Suður­ Ameríku og óhagstæðs veðurfars víða um heim, ekki síst hinna miklu þurrka í Ástralíu. Sú mynd, sem Howarth dró upp af fortíðinni, er íslenskum bændum ekki ókunn. Hér glímdu menn við offramleiðslu, og landbúnaðurinn gekk í gegnum miklar þrengingar á síðasta áratugi seinustu aldar, eftir að útflutningsbætur voru aflagðar og framleiðslustjórnin fór að bíta. Þarflaust er að rifja upp umræður um matarverð. En einnig hér hafa viðhorfin breyst. Hið langa hagvaxtarskeið með stöðugri kaupmáttaraukn­ ingu hefur fært íslenskum bænd­ um stærri markað, þannig að eft­ irspurnin hefur jafnvel á stundum verið umfram framleiðslu á viss­ um afurðum. Umframbirgðir hafa ekki verið til staðar síðustu tvö til þrjú árin og markaðsstaðan því öll önnur og jákvæðari en áður var. Samtímis hefur verið unnið að útflutningi bæði kjöts og mjólkuraf­ urða með markvissari hætti en áður á grundvelli hollustu, gæða og heil­ brigðra framleiðsluhátta. Og enda þótt óhagstæð gengisþróun torveldi það starf, mun þróun heimsmark­ aðsverðs að öllum líkindum hjálpa til, og það er fyllilega raunhæft að ætla að við getum stundað arðbær­ an útflutning í einhverjum mæli á komandi árum. Því er nefnilega spáð, að sú mikla hækkun búvöru­ verðs, sem við höfum séð að und­ anförnu, muni ekki nema að hluta til ganga til baka. Aukin kaupgeta hefur leitt fleira af sér en meiri innkaup. Eftir­ spurnin er fjölbreyttari og hvers konar gæða­ og sérkröfur aukast, s.s. um rekjanleika, upplýsingar um framleiðsluaðferðir og lífræna vott­ un. Eins konar afturhvarf til nátt­ úrunnar birtist í sívaxandi áhuga þéttbýlisbúa á því að hasla sér með einhverjum hætti völl úti í sveitum og kaupa mat sinn beint og milli­ liðalaust af bændum. Þessi þróun er jákvæð og skapar landbúnaðinum ný tækifæri á ýmsum sviðum. Við sjáum víða glæsilega uppbyggingu í búskap og þjónustugreinum, og markvisst er unnið að því að glæða áhuga bænda á heimavinnslu afurða til að mæta kröfum tímans og færa virðisauka heim á búin. Aukin erlend samkeppni Fram hjá hinu verður þó ekki horft, að hvað sem líður kaupgetu og nýjungagirni neytenda, mun hag­ ræðingarkrafan einnig varða veg­ inn til framtíðar og áframhaldandi tækniþróun, felur það í sér að enn verður færri handa þörf við fram­ leiðsluna og fleiri bújarðir hverfa úr hefðbundnum búskap. Því miður kemur hin nýja sókn út í sveitirnar ekki alls staðar í staðinn fyrir brott­ hvarf bænda, þar eð víða er ekki um eiginlega búsetu að ræða og sam­ félögin missa þrótt. Stefna okkar hlýtur að vera sú að skapa sem fjölbreyttust tækifæri sem víðast til sveita, þar sem getur fléttast saman öflugur búskapur í „stórbændastíl“ og smærri rekstrareiningar, sem byggjast á auknum virðisauka með heimavinnslu eða annarri sérstöðu eða tengjast annarri starfsemi eða atvinnusókn. Íslenskur landbún­ aður mun á komandi árum mæta enn aukinni samkeppni erlendis frá með minnkandi tollvernd og vax­ andi vöruframboði. Vonir standa vissulega til að heimsmarkaðurinn verði heilbrigðari en verið hefur og jafnvel að loftslagsbreytingar bæti samkeppnisstöðu okkar, og því er engin ástæða til annars nú en horfa með bjartsýni fram á veginn. Íslenskir bændur verða að leggja rækt við samkeppnisforsendur sín­ ar, sem eru og verða hreinleiki lands­ ins, hollusta og gæði afurðanna og framleiðsluhættir, sem samrýmast sjálfbærri landnýtingu og góðri meðferð búfjár. Loks mega menn aldrei tapa kostnaðarvitund og hag­ rænni hugsun. Öflug samtök eru nauðsynleg Það er bændum nauðsynlegt að eiga sér öflug samtök til að leiða hagsmunabaráttu sína og stuðla að faglegri þróun og tæknifram­ förum. Þessu hlutverki gegna Bændasamtök Íslands og tóku í arf frá Búnaðarfélagi Íslands og Stéttarsambandi bænda við sam­ einingu þeirra fyrir tæpum þrettán árum. Það er ekki á mínu færi að dæma hversu vel samtökunum hefur tekist að rækja hlutverk sitt á bernskuárunum; það hefur örugg­ lega gengið misvel, og það er ljóst að ekki eru allir bændur jafn ánægð­ ir með samtökin og störf þeirra. En það skulu vera lokaorð mín í þess­ um pistli, að ég vona að íslenskir bændur beri gæfu til að standa vörð um þessi samtök sín og láti ekki innbyrðis kryt og skæklatog dreifa kröftum sínum. Ég óska bændum og búaliði svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári. Sigurgeir Þorgeirsson Bjartir tímar framundan í íslenskum landbúnaði Sigurgeir Þorgeirsson kveður stól framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands og tekur við embætti ráðuneytisstjóra í sameinuðu ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs fara á þriðjudaginn (í dag) norður á Akureyri til að taka fyrstu skóflu­ stungu að nýju húsi fyrir háskól­ ann þar. Við höfum líka gert stóran rannsóknarsamning við Háskóla Íslands. Staða LbhÍ er mjög sterk í þessu ljósi, ekki síst þegar litið er til þess hversu stór hluti rann­ sóknir eru af starfsemi hans. Þess vegna verðum við að huga vel að því hvernig skólinn fellur inn í háskólalíkanið.“ Er þá rétt að draga þá ályktun að þú viljir efla starfsemi skólanna á Hólum og Hvanneyri? „Já, en ég bendi á að þótt oft sé talað um þessar tvær stofnanir í sömu andrá eru þær mjög ólíkar og hafa mikla sérstöðu hvor á sinn hátt. Varðandi Hvanneyri þá eru ýmsir möguleikar fólgnir, til dæmis í samstarfi við HÍ. Ég get alveg séð fyrir mér að Hvanneyri, Keldur og HÍ auki samstarf sitt og myndi sterkan rannsóknapott, hvernig svo sem formið á samstarfinu verður.“ Landbúnaðurinn þyrft að fá aðgang að Vísinda- og tækniráði Nú hafa Bændasamtökin beinan aðgang að stjórn LbhÍ. Áttu von á því að svo verði áfram? „Um það er ekki tímabært að tjá sig meðan verið er að fjalla um skipan háskólaráða í nefndinni sem ég sagði frá í upphafi. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að tengslin við atvinnugreinina eru mikilvæg, það er beinlínis lífs­ nauðsynlegt fyrir skólana að þau tengsl séu virk. Þau eru stór hluti af starfsemi þeirra. Háskóli Íslands var á sínum tíma gagnrýndur fyrir að vera of einangraður í sínum fíla­ beinsturni. Þar hefur orðið veruleg breyting á. Ég hef fullan skilning á því sjónarmiði Bændasamtakanna að þau hafi áhrif á starfsemi skól­ anna og mun vinna að því að tryggja að svo verði, hvernig sem að því verður staðið. Þetta skýrist þegar ég legg frumvarpið um rík­ isháskóla fram á vormánuðum. Ég legg mikla áherslu á að efla rannsóknaþáttinn í starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands. Við stöndum nú frammi fyrir því að þurfa að flytja starfsemina sem nú er á Keldum og það gefur okkur tækifæri til þess að skoða þessa rannsóknastarfsemi í heild sinni. Í þessu samhengi vil ég nefna Vísinda­ og tækniráð sem stofn­ að var fyrir nokkrum árum að finnskri fyrirmynd en í því eiga sæti forsætisráðherra sem er for­ maður, menntamálaráðherra, iðn­ aðarráðherra, fjármálaráðherra og aðrir ráðherrar eftir því sem við á. Einnig eru þarna fulltrúar atvinnu­ lífsins. Þetta ráð fundar tvisvar á ári og mér finnst eðlilegt að huga að því að landbúnaðurinn fái sinn fulltrúa í ráðinu, einmitt í ljósi þess að rannsóknastofnanir land­ búnaðarins eru að flytjast undir menntamálaráðuneytið. Menn eru alltaf hræddir við breytingar, það er vel þekkt. Við stöndum núna í stærstu samein­ ingu háskóla sem orðið hefur í landinu þar sem Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands verða að einni stofnun 1. júlí á næsta ári. Þar gætti mikillar tortryggni og efasemda á báða bóga þegar farið var af stað en þær eru að heita má horfnar. Nú sjá menn margvísleg tækifæri til að efla kennaramennt­ un í landinu. Þetta þyrftu Bændasamtökin að hafa í huga þegar landbúnaðarskól­ arnir flytjast til menntamálaráðu­ neytisins. Við það eru þeir að ganga inn í öflugt vísindasamfélag sem er í mikilli uppbyggingu. Þarna hafa orðið stórstígar framfarir sem ekki sér fyrir endann á og þær munu nýtast þessum tveimur skólum sérstaklega til hagsbóta,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. –ÞH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.