Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009
Mikill bjöllukonsert hljóm-
aði frá Alþingi fyrr í sumar.
Forseti Alþingis, Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir, mátti
hafa sig alla við í stjórn á Fram-
sóknarforystunni. Þetta minnti
á talsvert uppnám forðum daga
þegar fyrrum forseti þingsins,
Halldór Blöndal, mundi ekki
glöggt nafn eins þingmannsins.
Eftir allnokkra umhugsun nefndi
hann þingmanninn Ragnheiði
Ástu Stefánsdóttur. Nokkuð
fjarri réttu lagi að vísu, en vissu
þó allir við hvern var átt. Nú á
dögunum orti Pétur Stefánsson
um nýjasta bjöllukonsertinn:
Við Austurvöll er Alþingshöll,
þar óma köll um hauður.
Stjórnar öllu inni snjöll,
Ásta bjöllusauður.
Það var einnig í júlímánuði
að við, prestar og kirkjuverðir
Dómkirkjunnar, sátum fyrir
dyrum úti í blíðskaparveðri.
Útför var afstaðin og undirbún-
ingur næsta dags framundan.
Þar sem við sátum í blíðunni
og leyndum ekki vellíðan okkar
ók upp að ráðherrabíll. Þar var
fjármálaráðherrann, Steingrímur
J. Sigfússon, fölur nokkuð en
allhress að vanda sínum. Enn
væri brekka eftir í þingstörfum
og ekki þýddi annað en halda
sig við efnið svo lengi sem þurfa
þætti. Að loknu nokkru spjalli
kvaddi Steingrímur J. með vísu:
Leikur sól við laufið grænt
sem ljúft í blænum kliðar.
Sumrinu öllu af mér rænt,
utan nokkurs friðar.
Magnús Sigurðsson á Gilsbakka
lést fyrr á þessu sumri. Hann
var bændahöfðingi, hann var
glöggur og víðlesinn maður sem
stóð föstum fótum á íslenskri
jörð og í mennt og menningu
þjóðarinnar. Magnús var einnig
góður hagyrðingur. Hann orti
t.d. er hann var gestur þáver-
andi landbúnaðarráðherra,
Guðna Ágústssonar, og
Margrétar konu hans, í Jórutúni
á Ölfusárbökkum. Þar var hann
ásamt borgfirskum sauðfjár-
bændum og skildi vísu eftir í
gestabók heimilisins:
Á Selfossi gerði ég stuttan stans,
stirndi á ánni í sólarglans.
Nú hef ég komið mér til manns
og migið í klósett ráðherrans.
Og kominn á slóðir Guðna og
Margrétar hlýðir til að rifja upp
vísu Péturs Ingva Péturssonar
læknis frá Höllustöðum.
Norðanmenn riðu suður undir
forystu Guðmundar Birkis
Þorkelssonar frá Laugarvatni.
Guðni tók á móti þeim. Guðni er
bæði prestlega og spámannlega
vaxinn. Hann skenkti ferðalöng-
um viskístaup og kvaðst fyr-
irgefa þeim syndir fyrir sitt leyti.
Pétur læknir mælti þá þessa vísu
af munni fram:
Indæl gerist ævin mín
er ég fullur loksins.
Skenkir okkur skíra vín
skásti maður flokksins.
Mál að linni.
Umsjón:
Hjálmar Jónsson
hjalmar@domkirkjan.is
Í umræðunni
MÆLT AF
MUNNI FRAM
löndum bænda eða aðrar virkjanir
til framleiðslu á orku. Megnið af
þeim endurnýjanlegu orkulindum
sem gætu leyst olíu og kol af hólmi
eru í höndum bænda.
Í öðru lagi geta bændur lagt
fram ýmiss konar mótvægisaðgerð-
ir gegn losun gróðurhúsaloftteg-
unda. Þar hefur verið bent á aukna
skógrækt, breytta landnotkun, land-
græðslu og endurheimt votlendis.
Í þriðja lagi geta bændur breytt
búskaparháttum sínum að ein-
hverju leyti til þess að draga úr
þeirri losun sem landbúnaðurinn
veldur. Reiknað hefur verið út að sú
losun sé allt að 12% heildarlosun ar
gróðurhúsalofttegunda. Þar eru þó
ákveðnir hnökrar á því stór hluti
losunarinnar á sér upptök í lífræn-
um ferlum, svo sem gasmyndun
í iðrum búfjár, sem erfitt getur
reynst að breyta svo nokkru nemi.
En vissulega má laga ýmislegt, svo
sem fóður- og áburðarnotkun, rækt-
unaraðferðir og fleira.
Í því samhengi er athyglis vert að
skoða hver niðurstaðan varð í með-
förum fulltrúadeildar Banda ríkja-
þings á áðurnefndu lagafrumvarpi
um loftslagsmál. Roger Johnson
for seti National Farmers Union
greindi fundarmönnum NBC frá
því að náðst hefði samkomulag um
að sú losun sem verður í bandarísk-
um landbúnaði, um 7% heildarlos-
unarinnar, verði ekki talin með
þegar kröfur um samdrátt losunar
verða hertar. Ástæðan fyrir því er
sú, að sögn Johnson, að búrekstur
er dreifður um allt land og rekstr-
areiningar iðulega smáar. Þess
vegna yrði eftirlit með því hver
raunveruleg losun væri mjög erfið
í framkvæmd.
Eðlilegt rekstrarumhverfi
Á hinn bóginn er gert ráð fyrir því
að bændur séu virkir þátttakend-
ur á markaði fyrir losunarheim-
ildir, það sem í Bandaríkjunum er
kallað Cap and Trade. Þá geta þeir
sem ekki eiga hægt með að draga
úr losun keypt sér losunarheim-
ildir í formi mótvægisaðgerða, svo
sem skógrækt eða framleiðslu líf-
eldsneytis. Hingað til hefur vafist
fyrir mönnum að koma upp slíku
kerfi sem nær til alls heimsins.
Evrópusambandið hefur sett upp
eitt kerfi og Bandaríkin annað, en
eins og Jan Laustsen nefndi á NBC-
fundinum er mikilvægt að koma
sem fyrst upp alþjóðlegu kerfi sem
byggist á því að sama verð sé á los-
unarheimildum um allan heim.
Slíkt kerfi er í raun forsendan
fyrir því að bændur geti tekið þátt
í viðskiptum með losunarheimildir
og mótvægisaðgerðir. Sumir hafa
túlkað þetta á þann veg að þarna
sé bændum rétt lýst, þeir séu bara
að koma sér upp enn einum ríkis-
spenanum. Viðbrögð danska mat-
væla ráðherrans við fundi IFAP í
vor voru einmitt á þessa lund en
Michael Brockenhuus-Schack, for-
seti dönsku bændasamtakanna, er
þessu ekki sammála. Í viðtali við
Bænda blaðið svaraði hann þessu:
„Það er eftirspurn eftir því að
draga úr losun, en það kallar á
framkvæmdir og aðgerðir sem ein-
hver verður að borga fyrir, hvort
sem það er aukin framleiðsla á
lífeldsneyti eða öðrum endurnýj-
anlegum orkugjöfum eða skógrækt.
Þetta geta bændur boðið fram en að
sjálfsögðu þarf einhver að greiða
fyrir það. Þess vegna þarf að búa
til eðlilegt rekstrarumhverfi utan
um þessar viðskipti. Á þann hátt
er hægt að virkja hugmyndaauðgi
og framtak einstaklinganna til þess
að setja fram hugmyndir að nýjum
lausnum. Við megum ekki líta á
hlutina einangrað heldur verðum
við alltaf að hafa heildamynd-
ina í huga. Við búum ekki bara til
tækni sem leysir loftslagsvandann,
hún þarf einnig að takast á við allt
hitt, auka matvælaframleiðsluna og
tryggja nægt framboð á hollum mat
sem framleiddur er í anda dýraheil-
brigði og umhverfisverndar. Þetta
er mjög flókið verkefni og verð-
ur ekki leyst nema í samstarfi við
bændur. Það er ekki verið að búa
til nýtt styrkjakerfi fyrir bændur.
Þeir eru hluti af lausninni og ef
við ætlum að ná árangri verður að
komast á gott samstarf bænda og
stjórnmálamanna.“
Danir metnaðarfullir
Af þessum umræðum má draga
þá ályktun að afskipti bænda af
loftslagsmálum séu rétt að hefjast.
Brockenhuus-Schack sagði að nú
væri brýnt að samtök bænda um
allan þrýstu á ríkisstjórnir sínar til
þess að hleypa bændum að samn-
ingaborðinu í Kaupmannahöfn.
Bændur verði að vera hluti af þeirri
lausn sem þar verður reynt að ná.
Greinilegt er að Danir taka
þessa ráðstefnu mjög alvarlega og
leggja metnað sinn í að hún skili
raunverulegum og áþreifanlegum
árangri í baráttunni við hlýnun and-
rúmsloftsins. Í máli Jan Laustsen
kom fram að auðvitað myndi koma
upp ágreiningur, bæði við samn-
ingaborðið og ekki síður þegar nýr
sáttmáli kemur til framkvæmda.
Menn muni deila um hver eigi að
axla hvaða byrðar, hvaða land eigi
að nota til matvælaframleiðslu og
hvað skuli tekið til annarra hluta.
Í Kaupmannahöfn verður hins
vegar reynt að ná undirskrift sem
allra flestra þjóða undir sáttmála
semleysir Kýótó-bókunina af
hólmi. Þar verður hlutur landbún-
aðarins eflaust mikill og bændur
þurfa að vera undir það búnir að
bretta upp ermarnar á þessu sviði
þegar fram í sækir. –ÞH
Norrænir bændur á Íslandi
Dagana 12.-14. ágúst sl. héldu
samtök norrænna bænda, NBC,
aðalfund sinn í Reykjavík.
Að því tilefni komu hingað til
lands rúmlega 100 gestir sem
nýttu tímann vel til fundahalda
en einnig til þess að skoða land-
ið. Samtökin héldu upp á 75 ára
afmæli sitt hér á landi og setti
það hátíðlegan brag á fundinn að
þessu sinni.
Fyrsti dagurinn var að verulegu
leyti miðaður við áhrif efnahags-
kreppu og loftslagsbreytinga í
heiminum á bændur og landbún-
aðarstefnu. Roger Johnson, for-
maður National Farmers Union í
Bandaríkjunum, var gestur fundarins
og hélt erindi um loftslagsbreyting-
ar sem fjallað er um hér á opnunni.
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra talaði um efnahagskrepp-
una og áhrif hennar hér á landi og
allir formenn norrænu bændasam-
takanna tóku til máls og greindu
frá stöðunni í sínu heimalandi. Um
kvöldið var hópnum boðið í móttöku
á Bessastaði þar sem Ólafur Ragnar
Grímsson tók á móti hópnum. Síðar
um kvöldið var hátíðarkvöldverður á
Hótel Sögu þar sem Jóni Eiríkssyni
bónda á Búrfelli voru veitt menn-
ingarverðlaun NBC en á bls. 12 er
viðtal við verðlaunahafann.
Á öðrum degi var farið í skoð-
unarferð um Borgar fjörðinn þar sem
gesti m.a. heimsóttu Landnámssetrið
í Borgarnesi, Landbúnaðarsafn
Íslands á Hvanneyri, Reykholt,
Barnafossa, hrossaræktarbúið
Skáney og fjárræktarbúið á Hesti.
Þriðja og síðasta daginn var m.a.
greint frá starfi vinnuhópa og gengið
frá stjórnarskiptum í samtökunum.
Haraldur Benediktsson, formaður
BÍ lét, af starfi forseta NBC en við
keflinu tóku Svíar sem fara með
formennsku næstu tvö árin. /TB
Jón Eiríksson tók við menn-
ingarverðlaunum NBC úr hendi
Haraldar Benediktssonar í hátíð-
arkvöldverði sem haldinn var að
tilefni 75 ára afmælis samtak-
anna. Í þakkarræðu Jóns sagði
hann að mikil líkindi væru með
starfi listamannsins og bóndans
- bæði störfin fælu í sér mikla
vinnu en lítið kaup! »
» Unnsteinn Snorri Snorrason starfs-
maður BÍ að leiðbeindi helstu for-
vígismönnum dansks landbúnaðar
um sviðaát á Hesti. Í þrautakóngi
sem Unnsteinn stjórnaði kepptu
Norðurlandaþjóðirnar m.a. í sviða- og
hákarlsáti, neftóbaksfimi, girðingar-
vinnu og sönglistum.
Það var þröng á þingi í móttöku
sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, hélt á Bessastöðum
fyrir fundargesti.
Erna Bjarnadóttir og Haraldur
Benediktsson stjórnuðu fundi NBC
en sl. tvö ár hefur Ísland farið með
formennsku í samtökunum. Rúmlega 100 manns tóku þátt í fundi NBC en hér er hópurinn saman kominn á tröppunum við kirkjuna í Reykholti.
Gestirnir voru frá öllum Norðurlöndunum, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi.