Bændablaðið - 09.08.2012, Side 6

Bændablaðið - 09.08.2012, Side 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 20126 LOKAORÐIN Framtíð landbúnaðarins skiptir alla máli Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) tjorvi@bondi.is – Sími: 563 0332 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Arnþór Gíslason augl@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Bændablaðið dreifir að þessu sinni átta síðna aukablaði fyrir Hótel Sögu sem unnið er í tilefni af 50 ára afmæli hótelsins. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan bændur ákváðu að byggja hótel á Melunum og velja skrifstofum samtaka bænda þar stað. Ekki var framkvæmdin óumdeild á sínum tíma og sitt sýnist hverjum um það enn í dag að samtök bænda skuli reka við- líka fasteign og Bændahöllin er. En hvaðan skyldi hugmyndin hafa komið að byggja þetta stóra hús og á hún dýpri rætur en í því að festa fjármuni í steinsteypu og bjóða bændum upp á gistingu þegar þeir eru í höfuðstaðnum? Það rann upp fyrir mér fyrir nokkrum árum á ferðalagi í Kaupmannahöfn að lík- lega er hluta skýringarinnar að finna hjá frændum okkar Dönum. Þeirra bændasamtök eru í einni virðuleg- ustu byggingu Kaupmannahafnar, hinni rúmlega níræðu Axelborg sem í hugum margra er sterk táknmynd fyrir landbúnaðinn. Ef til vill hafa íslenskir bændur, fyrir rúmum 50 árum, viljað feta í fótspor danskra og koma upp myndarlegu sloti á Melunum - tákni um djörfung og dug stéttarinnar. Enn þann dag í dag er Bændahöllin meðal stærstu bygg- inga í Reykjavík. Þó komin séu fleiri hótel og nýtískulegri þá hefur Saga ennþá vinninginn á ýmsum sviðum. Áratugalöng saga er verð- mæti út af fyrir sig, samkeppnisfor- skot sem fáir geta slegið við. Mikil tækifæri leynast í aukinni tengingu við íslenskan mat og ætti hótel í eigu bænda að sýna frumkvæði í þeim efnum. Það var m.a. gert í vetur þegar haldnir voru „íslenskir dagar“ í Grillinu. Væri ekki upplagt að gestirnir, jafnt þeir sem gista og snæða, gætu gengið að því sem vísu að fá alltaf það besta sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða hverju sinni? Þetta ættu afurðasölur bænda að hafa í huga og kappkosta að koma sínum vörum að á Grillinu eða í Skrúði. Í þessu felast sameig- inlegir hagsmunir sem bæði myndu styrka ímynd okkar góðu vöru, landbúnaðarins sem atvinnuvegs og að sjálfsögðu hótelsins sjálfs. Það er ærin ástæða til að óska Hótel Sögu til hamingju með 50 ára afmælið og senda starfsfólki og eigendum – öllum bændum lands- ins – kveðjur í tilefni tímamótanna. /TB Mikil og vaxandi óánægja er á meðal evrópskra bænda og sérstaklega mjólkurframleiðanda. Franskir bændur eru frægir fyrir sín öflugu mótmæli sem eftir er tekið. En nú breiðast mótmælin út og kúabændur á Bretlandseyjum hafa stofnað til öflugs átaks til að vekja athygli á kjörum sínum. Bændur í fleiri löndum hafa líka mótmælt lækkandi mjólkurverði. Athyglisvert er að skoða framgöngu breskra bænda. Þeir fá í lið með sér sterka stuðningshópa sem tala máli bænda. Einföld og skýr skilaboð hafa sterk áhrif, t.d. sláandi samanburður á verði á gosi og drykkjarmjólk og öðrum drykkjum. Vaxandi neysla og eftirspurn eftir slíkum drykkjum hefur gert framleiðendum þeirra kleift að hækka verðið. Nú er svo komið að verð á drykkjarmjólk er mun lægra en á gosi og söfum. Bændurnir hafa líka með mjög skýrum hætti sýnt fram á hvernig verslun og aðrir milliliðir hafa tekið vaxandi hluta af söluverði mjólkur til sín. Mjólkurframleiðsla innan ESB hefur aukist og er það í takti við áform sambandsins um afnám kvótakerfis í mjólkurframleiðslu. Afurðaverð til bænda er í frjálsu falli og margar spár eru dökkar um þróun mála. Afleiðingin er sú að verð til bænda stendur ekki undir framleiðslukostnaði. Samt sem áður lækkar verð til neytenda. Sama staða var uppi í mjólkurmótmælunum árið 2010 þegar þúsundum lítra mjólkur var hellt á torgið fyrir framan höfuðstöðvar ESB. Það er verðugt verkefni að draga saman slíkar upplýsingar hér. Sem dæmi er áhugavert að skoða þróun á smásöluverði á mjólkurvörum í samhengi við ákvörðun Verðlagsnefndar búvöru um verðlagningu á þeim vörum sem hún verðleggur. Matur kostar Hér eru rakin dæmi um þær miklu hræringar sem eru allt í kringum okkur. Umræða um þróun mála í matarframleiðslu heimsins teljum við stundum að komi okkur lítt við. Í það minnsta er því oftar en ekki haldið fram að hægt sé að fá ódýran mat til að flytja til Íslands. Hér á landi er oft látið sem svo að matur megi helst ekki kosta neitt og að matarverð sé upphaf og endir á öllum samanburði á lífskjörum. Við bændur höfum oftar en ekki setið undir sleggjudómum og verða þeir ekki raktir frekar hér en til gamans sögð lítil saga. Á fundi samtaka danskra bænda átti undirritaður samtal við stjórnarformann hjá stórum kjötframleiðanda. Sá spurði hvort Íslendingar flyttu inn kjöt til að nota í mötuneytum fangelsa. Þegar hann skýrði spurningu sínar nánar sagði hann frá því að stundum kæmu fyrirspurnir frá Íslandi um kaup á kjöti og það væri aldrei spurt um gæði, heldur aðeins óskað eftir að kaupa það langódýrasta kjöt sem hægt væri að fá. Því hafði sá ágæti maður dregið slíka ályktun. Það þarf ekki að fylgjast lengi með erlendum fréttamiðlum til að skynja miklar hreyfingar og þróun í heiminum, aðra en þá sem hér á landi er helst haldið fram. Ef fylgst er með dagskrá á fundum helstu þjóðarleiðtoga heimsins eins og G20 þá eru þessi mál þar á dagskrá og einnig horfur í afkomu og efnahag bænda. Flestum er ljóst að bændur um allan heim bera of lítið úr býtum fyrir sína vinnu. Stækkandi bú og iðnvæddur landbúnaður er ekki svarið. Það eru flestir sammála um sem koma umræðunni um framtíð matvælaframleiðslunnar kyrfilega á dagskrá. Á þessu sumri hafa enn birst greinar um þær gríðarmiklu breyt- ingar sem eru að verða í heiminum. BRIC-löndin (Brasilía, Rússland, Indland og Kína) hafa tekið stakka- skiptum á liðnum áratugum. Þar er uppgangur millistéttarinnar með ólíkindum. Minnkandi fjölskyldur, en lengri ævi eru dæmi um hvernig þjóðfélögin þróast um leið og lífs- kjör þar batna og hagur vænkast. Á hverju ári færast milljónir manna frá sárri fátækt og til betri lífskjara. Betri lífskjör hjá þessum milljónaþjóðum hafa gríðarleg áhrif. Hér er reynt að varpa upp litlum myndum af landbúnaði og horfum í dag. Eina rétta svarið er að huga að framtíð hans. Margt má hér í samhengi ræða um stöðu íslenskra bænda. Hið eina raunhæfa er að horfa til langs tíma og vinna að traustu starfsumhverfi fyrir íslenskan landbúnað. Í hvað fara peningarnir? En er raunverulegur áhugi hér á landi og skilningur á mikilvægi sveitanna? Hvert hafa þeir fjármunir farið sem sparaðir hafa verið á undanförnum árum í framlögum til sveitanna? Fjármunir sem áður voru merktir því verkefni að lækka matvælaverð. Á einum áratug má áætla að raunlækkun þeirra framlaga sé allt að 2 milljarðar króna á ári. Hvert fóru þeir fjármunir? Ekki fóru þeir til að „breikka“ landbúnaðinn, efla byggð og búsetu í sveitum. Það væri sannarlega margt með öðrum hætti ef þeir fjármunir hefðu áfram verið notaðir til verðugra verkefna. /HB Hótel Saga 50 ára Bær ágústmánaðar hjá Ferðaþjónustu bænda er Ensku húsin við Langá. Ensku húsin eru hús með sögu og sál, heimilislegt andrúmsloft og mat úr héraði í fall- egu umhverfi. Í Ensku húsunum er gisting í boði í hinu aldargamla fyrrum veiðihúsi við Langá, Ensku húsunum og í Lambalækjarhúsi, endurnýjuðu friðuðu húsi frá sama tíma. Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda sýna gestgjafar Ensku húsanna sannkallaða íslenska bændagestrisni og leggja sig fram við að skapa heimilislegt and- rúmsloft. Mjög hefur verið vandað til við að varðveita sögu hússins og að endurskapa andrúmsloft fyrri tíma en Ensku húsin hafa á undanförnum árum verið endurbyggð í upprunalegum stíl af hjónunum Stefáni Ólafssyni og Ragnheiði Jóhannesdóttur. Gestgjafar í dag eru af þriðju kynslóð verta í hús- inu, þau Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. Í eldhúsinu er framreiddur matur úr hinu ferskasta sem völ er á og lögð áhersla á hráefni úr héraði. Hjónin Anna og Hjörleifur segja stolt frá veitingum staðarins: ,,Við viljum gjarnan að gestir og gangandi geti notið heimalagaðs matar úr héraði og við leggjum áherslu á ferskan fisk og lambakjötið heiman af bæ, Brekkulambið. Það er ótrúlega gefandi að geta boðið upp á lamb sem maður hefur sjálfur komið á legg. Svo er ávallt opið inn í eldhús hjá okkur og við viljum gjarnan að gestir reki inn nefið til að spjalla við kokkinn!“ Í Ensku húsunum er fólk í raun í heimsókn hjá fjölskyldu og starfsfólki í aldamótahúsum. Það er einstaklega notalegt að sitja við kamínuna í setu- stofunni á kvöldin og spjalla og virða fyrir sér minjar um laxveiði liðinna ára. „Þessa fínu stofu höfum við brúkað til ýmissa uppákoma í gegnum tíðina, fjölskyldumeðlimir hafa gift sig þar inni, einhvern tímann brast þar á með kaþólskri messu, og þar hefur verið stiginn dans og haldnir tónleikar. Nú í ágústmánuði eru reyndar fyrirhug- aðir tónleikar af nettari sortinni í stof- unni góðu þar sem fram munu koma heimamenn og starfsfólk, auk þess sem mögulegt er að þekktari andlit birtist,“ segir Hjörleifur. ,,Það eru auðvitað hrein forrétt- indi að fá að koma að svona rekstri. Stefán faðir minn ber veg og vanda af uppbyggingunni hér, ég og aðrir í fjölskyldunni höfum lagt þar hönd á plóg. Móðir mín Ragnheiður byggði upp reksturinn og eldhúsið af ótrú- legum krafti, og konan mín Anna Dröfn heldur um taumana í dag og sér til að allt gangi hér eins og smurt. Unga fólkið sem vinnur hjá okkur er flest úr héraði, duglegt og kátt, og þetta gæti varla verið mikið skemmtilegra. Hver veit nema Kennard og afi gamli, Jóhannes, hlúi svo að okkur hérna,“ segir Hjörleifur. Saga Ensku húsanna er um margt merkileg. Pétur Pétursson snikkari og bóndi á Langárfossi byggði húsið sem íbúðarhús fyrir sig og fjölskyldu sína árið 1884, að því talið er. Var það á þeim tíma eitthvert reisulegasta hús í héraðinu og eitt hið fyrsta til íbúðar byggt af timbri. Ensku húsin voru svo allt frá því um aldamótin 1900 og fram til ársins 1997 nýtt sem veiðihús fyrir laxveiðimenn við Langá, eina bestu laxveiðiá landsins. Á fyrri hluta þess tímabils var húsið m.a. í eigu aðals- manns af frægri skoskri ætt, Oran Campell esq. og enskrar hefðarfrúar, frú Kennard, og komu enskir veiði- menn til veiða við ána. Var frúin talin hin mesti skörungur og hafði heima- fólk í vinnu við hús og á. Þannig fékk húsið viðurnefnið „Ensku húsin“ af hreinni virðingu við frúna. Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar féll húsið aftur í hendur Íslendinga og frá árinu 1960 var það á höndum Jóhannesar Guðmundssonar, bónda á Ánabrekku, og síðar fjölskyldu hans að reka veiði- húsið sem allt til ársins 1998 þjón- aði ánni. Nú hefur hins vegar verið byggt stærra hús til þeirra nota. Sögu stangveiða við Langá er hins vegar að finna í því húsi sem Pétur snikkari á Langárfossi byggði árið 1884 og gestir geta lesið úr sliti gólfborða og heyrt af vörum húsráðenda. Ensku húsin við Langá – hús með óvenjulega sögu BÆR MÁNAÐARINS – ÁGÚST 2012 Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Hjör- leifur Stefánsson eru þriðja kynslóð verta í Ensku húsunum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.