Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012
Rússneskar blaðakonur á ferð um landið:
„Ísland er matvælaframleiðsluland í hæsta gæðaflokki“
Í júlí komu hingað til lands tvær
blaðakonur frá Rússlandi til að
kynna sér matvælaframleiðslu og
matarmenningu. Konurnar heita
Julia Matveeva, en hún er ritstjóri
hjá rússnesku útgáfufyrirtæki, og
Inga Lobzhanidze, sem er mark-
aðsstjóri og sér um erlend sam-
skipti sama fyrirtækis. Útgáfan
gefur meðal annars út blöð um
mat og matreiðslu og var tilgangur
ferðarinnar til Íslands að viða að
sér efni til birtingar í blöðunum.
Í leit að upprunanum
„Við vorum boðnar á kynningu
hjá íslenska sendiráðinu í Moskvu
í febrúar síðastliðnum en þar var
verið að kynna íslensk matvæli og
matvælahefð. Ég verð að viðurkenna
að maturinn og hráefnið sem notað
var kom okkur skemmtilega á óvart
og voru gæðin mikil. Því urðum við
forvitnar um uppruna þessara góðu
matvæla og um Ísland. Í Rússlandi
eruð þið þekktari fyrir eldgos en
matvæli!“ segir Inga og hlær. Julia
tekur undir og segir að í samráði við
íslenska sendiráðið í Moskvu hafi
verið ákveðið að þær kæmu nú í júlí
til að skoða með eigin augum hvernig
matvælaframleiðslu á Íslandi væri
háttað. Undirbúningur og skipulagn-
ing ferðarinnar var á hendi Erlends
Garðarssonar, sem hefur stundað
viðskipti með kjötvörur um árabil,
og Alberts Jónssonar sendiherra, í
samráði við utanríkisráðuneytið og
Íslandsstofu.
Sérstakt að sjá búfé á beit
„Þið Íslendingar eruð sjálfsagt orðnir
vanir því að útlendingar segi hversu
stórkostlegt land þið eigið. Það er í
raun merkilegt að sjá fé á fjalli og
hesta í haga. Víðast um heiminn eru
þessi dýr á afmörkuðum svæðum og
með mjög einhliða gróður til að nær-
ast á. Hér er búfénaðurinn frjáls og
hefur aðgang að hreinu vatni. Þetta
er ugglaust einn af stóru þáttunum í
því hve gæðin á íslenskri matvöru
eru mikil,“ segir Julia.
Kryddið tínt úti í náttúrunni
Blaðakonurnar fóru í ferða-
lög um landið og áðu m.a. í
Skagafirðinum þar sem þær hittu
Ágúst Andrésson, framkvæmda-
stjóra Kjötafurðastöðvar KS. „Það
var gaman að skoða nútímaleg fyrir-
tæki með hátæknibúnað og fara síðan
og hitta bændur sem voru að rækta
og framleiða hráefnið sem notað var.
Upp til fjalla sáum við síðan sauðfé á
beit. Það verður án efa fjallað um það
í blaðinu okkar þegar Ágúst beygði
út af veginum, stoppaði og stökk út
til að tína kryddjurtir. Við spurðum
hann hvað hann væri að gera og
sagðist hann vera að ná í kryddið á
lambasteikina sem okkur var ætluð
í hádegismat!
Við upplifðum einnig að smakka
íslenskan mat eins og hann var gerð-
ur í gamla daga, sem var athyglisvert.
Sumt af þessu var verulega gott þó
ég verði að viðurkenna að hákarlinn
reif aðeins í,“ segir Julia. „Mig hrein-
lega langaði að kaupa smá og gefa
blaðamönnunum sem vinna fyrir
bragðskynið hjá þeim!“
Hágæða veitingastaðir
Þær Julia og Inga ferðuðust líka
um Suðurland og heimsóttu m.a.
Friðheima þar sem þær snæddu
dýrindis tómatsúpu í gróðurhúsi.
„Hugsið ykkur hvað þið hafið mikla
möguleika í matvælaframleiðslu
og hvað væri hægt að flytja út frá
Íslandi. Á Íslandi hef ég borðað
mjög góðan mat og veitingastaðir
hér standast fyllilega samanburð. Við
fórum á fjölda staða, t.d. á VOX og
Kolabrautina og síðan smærri staði.
Það var virkileg upplifun. Ég er viss
um að erlendir gestir sem koma
fyrst og fremst til að skoða náttúru
landsins verða skemmtilega undrandi
þegar þeir fara að borða hérna,“ segir
Julia.
Allir Rússar þekkja íslensku
síldina
Íslenskir útflytjendur hafa horft hýru
auga til Rússlandsmarkaðar síðustu
misserin en viðskipti voru blómleg
á árum áður. Kjöt- og fiskútflytj-
endur hafa t.d. farið tvö ár í röð á
matvælasýninguna ProdExpo og þar
hafa byggst upp viðskiptatengsl. Í
Rússlandi hefur velmegun aukist
síðustu ár og efnameiri Rússar
gera æ meiri kröfur. Inga og Julia
telja báðar að góður markaður sé
fyrir íslenskar vörur þar í landi.
„Rússland er stórt land og efnahagur
heima er að batna. Millistéttin er
að styrkjast og t.d. fer fólk mikið
út að borða. Auðvitað eru þið ekki
að framleiða í miklu magni né á
verði í lægri kantinum. Hins vegar
er töluvert til af fólki sem hefur
góð auraráð og lætur eftir sér vörur
sem má fremur telja sem lúxus,“
segir Inga. Hún hamrar á því að
Íslendingar verði að vera duglegir
að kynna Ísland og íslenskar vörur.
„Því miður vitum við Rússar ekki
mikið um Ísland og afurðir ykkar ef
frá er talin síldin, en íslensku síld-
ina þekkja allir Rússar. Þið verðið
að koma því áleiðis að þið eruð
matvælaframleiðsluþjóð í hæsta
gæðaflokki. Það er einnig mjög
gott ef þið komist inn á viðurkennda
veitingastaði þar sem tekið er fram
að hin og þessi vara sé frá Íslandi.
Okkur sýnist að kjötið sé að koma
sterkt inn og þarf að fylgja því eftir.
Mjólkurvörur gætu átt gott erindi til
Rússlands, svo maður tali ekki um
fiskinn. Við sjáum ekkert sem gæti
komið í veg fyrir að íslenskar vörur
yrðu vinsælar í Rússlandi, en auð-
vitað kostar það tíma og peninga,“
segir Inga að lokum.
Til sölu Musso Grand Lux, árg. 2000,
keyrður 129 þús. km. Á sama stað til
sölu fjögurra stjörnu heytætla. Uppl.
í síma 434-1206 á kvöldin.
Til sölu Passat prjónavél og fylgir
önnur í varahluti. Töluvert magn af
spólu prjónagarni. Uppl. í síma 899-
1047.
Til sölu Polaris 500 X2, árg. 2007.
Götuskráð fyrir tvo. Keyrt 47,5 klst.
Verð 1.450 þús. kr. Uppl. í síma 896-
4671.
Mjög gott hey til sölu. Einnig óskum
við eftir ám til kaups í haust. Er í
Til sölu er vörubíll, Volvo N10 árg.
1979. ekinn 362.000 km, með krana.
Nýskoðaður og lítur vel út. Uppl. í
síma 886-4419.
Til sölu Píet Hoyous hnakkur, vel með
farinn, þriggja ára. Verð 150.000 kr.
Uppl. í síma 898-6960.
Til sölu Izusu Trooper, árg. ́ 99, á 33“
dekkjum. Ekinn 223 þús. km. Óska
eftir tilboði. Skoða skipti á dráttarvél
pv1733, árg. 1996. Nnotuð ca. 12 ha
á ári. Alltaf geymd inni. Er útbúin fyrir
upptöku í 500 kg kassa eða stórsekki.
Uppl. í síma 898-2464.
Massey Ferguson, 390 T árg. 92 með
tækjum. Ný kúpling, nýr startari og
rafgeymar. Verð 2.000.000. Skoda
Octavia, 4x4, dísel, árg. 05. Nissan
Patrol, dísel, 35“ breyttur, árg. ´98.
Fóðurvagn,Varmo lift, árg. ´96, tekur
rúllur, sker og gefur til beggja handa
á fóðurgang. Verð 180.000 þús. kr.
Rafmótor 3gja fasa, 4 kW, nýr. Uppl.
í síma 864-8471.
Til sölu tvær rakstrarvélar. 1 stk.
Tounnitti 9 hjóla og eitt stk. Spring
master. Á sama stað býðst hestur
til sölu, rauðskjóttur undan Illingi frá
Tófun. Uppl. í síma 846-3552.
Volvo F616, árgerð 1982, ekinn 540
þús. km. Er með vírheysi. Bíll í topp-
standi. Allt virkar en mætti kannski fara
að huga að húsinu. Sími 866-5156.
í síma 893-1058.
Hef til sölu rúlluhey frá 2012. Uppl. í
síma 893-6332.
Til sölu Krone KS 3,5/10 rakstrarvél
í góðu lagi, verð 160 þús. Einnig til
sölu Zetor 6911 vel nothæfur í léttari
500 snúningsvél í varahluti og einnig
-
í síma 894-5759.
Til sölu Zetor 6911, árg. 1980, með
ónýta heddpakkningu. Tilvalið fyrir
laghenta eða til niðurrifs í varahluti.
891-9186.
Til sölu Nissan Primera, árg 1998,
sjálfsk, ekinn 135.000 km. Verð
300.000 kr. Er í Borgarnesi sími 863-
7361 eða 897-1090.
Til sölu stálgrind og ásar í 1000 m²
skemmu. Allar teikningar fylgja. Verð
kr. 10 milljónir + vsk. Uppl. í síma
660-5990.
Til sölu Toyota Hilux, árg´ 98, og lítill
3 tonna sturtuvagn. Uppl. í síma 894-
4460.
Harmonikur í úrvali. Seljum nýjar
og notaðar harmonikur. Einnig
fylgihluti svo sem poka og ólasett.
Tökum harmonikur í umboðssölu.
EG-Tónar. Símar 824-7610 og
660-1648.
Til sölu Nissan Terrano, árg. 2004,
7 manna 2,7 dísel, Turbo ekinn 158
þ. km. Góð þjónustusaga. Verð 1850
þ. Engin skipti, nema hugsanleg á
sumarbústaðarlandi. Uppl. í síma
772-7043 og 587-9099.
Óska eftir
Íslensk bláber, krækiber, einiber,
kúmen, rifsber, jarðarber. Mig vantar
þessar tegundir í talsverðu magni.
Lífrænt vottað er líka vel þegið. Uppl.
í síma 695-1008 og snorri@reykja-
vikdistillery.is
Kaupi allar tegundir af vínylplötum.
Borga toppverð. Sérstaklega ís-
lenskar. Vantar 45 snúninga ís-
lenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn.
Uppl. gefur Óli í síma 822-3710 eða
á olisigur@gmail.com
Gamlar vinnuvélar og stærri áhöld
óskast. Áttu gamlar vinnuvélar,
rakstrarvélar, traktora, akkeri eða
annað frá gömlum tíma sem þú ert
til í að losna við ? Ég get komið og
náð í græjurnar. Nánari uppl. í síma
899-1100.
Erum ung hjón með tvö börn úr Hval-
og leitum því eftir jörð með búskap
til leigu. Flest allt kemur til greina,
höfum alltaf búið í sveit. Brynjar
Ottesen, sími 865-7508, og Guðný
K. Guðnadóttir, sími 846-0162 eða
gudnykristin87@gmail.com
Óska eftir að kaupa notaða Hardy
eiturdælu aftan á traktor. Þarf að vera
vel með farin. Skálpur LF, Stóru Sand-
vík, sími 892-9565 og 482-1934.
sem staðsett mun verða á Suðvestur
landi. Æskileg stærð 60 fm2 – 100
fm2. Uppl. í síma 531-3003.
Óska eftir húsbíl í skiptum fyrir land-
skika. Upplýsingar í síma 616-8018.
Vantar PZ sláttuvél 165 eða stærri. Er
á Vesturlandi. Uppl. í síma 897-9070.
Áður fyrr voru steðjar á hverjum bæ.
Nú eru þeir ekki lengur brúkaðir til
sveita, nema þá helst til skrauts og
safna ryki og ryði í skúmaskotum og
görðum. Mig sárvantar steðja, svona
50-125 kg á sanngjörnu verði. Uppl.
í síma 860-5801, Einar.
Vantar gírkassa í 1400 cc Toyota
Corolla, árg 2001. Uppl. í síma 475-
1180 eða 848-4129.
Óska að kaupa nothæft orf og ljá.
Vinsamlega hafa samband við Örn í
síma 898-0949.
Rekaviður óskast í byggingaverkefni,
er á höfuðborarsvæðinu en get sótt
út á land. Hannes, sími 862-9192 og
netfang: hannes@k16.is
Atvinna
Okkur vantar starfsfólk í ferðaþjón-
ustu frá 10.ágúst og til loka septem-
ber. Hugsanlega getur verið um lengri
ráðningartíma að ræða. Tungumála-
kunnátta og æskilegt að umsækjend-
Húsnæði og fæði á staðnum. Frekari
uppl. og umsóknir berist á netfangið
olof@vogafjos.is
Dýrahald
Border Collie hvolpar til sölu undan
síma 841-7047.
Andarungar til sölu. Er á Vestur-
landi. Upplýsingar í síma 849-1445,
Magnús.
Gisting
Gisting á Akureyri. Gæludýr leyfð.
Uppl. gefur Sigurlína í síma 861-
6262.
Gisting - skammtímaleiga. Fullbúin
íbúð til leigu í gamla bænum í
Hafnarfirði. Það eru 2 svefnher-
bergi, baðherbergi með sturtu,
stofa og eldhús. Verslanir, veit-
ingahús o.fl. í göngufæri. U.þ.b. 30
mín. akstur til Keflavíkurflugvallar.
Nánari uppl. í síma 858-9004 og á
mariubaer.is
Jarðir
Óska eftir að kaupa landspilu til
skógræktar. Litlar kröfur um land-
gæði, melar og móar gætu hentað
mjög vel. Helst í brekku eða fjallshlíð.
Uppl. í síma 692-7302.
Hjón óska eftir lítilli jörð á leigu, skipti
á íbúð í Reykjavík koma til greina.
Uppl. í síma 693-1797.
Leiga
Meðleigjandi óskast. Erum tveir ró-
legir ungir menn með stórt einbýlishús
í miðbæ Hafnarfjarðar sem vantar
meðleigjanda. Herbergið er um 15
fm, stór stofa og stórt eldhús ásamt
tveimur baðherbergjum. Stór og góð
lóð. Uppl. hjá Ómari í síma 774-7223
Sumarhús
Rotþrær - Vatnsgeymar. Rotþrær
og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar
lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til
50.000 l. Lindarbrunnar. Sjá á borgar-
plast.is - Mosfellsbæ. Uppl. í síma
561-2211.
Þjónusta
Bændur-verktakar Skerum öryggis-
gler í bíla, báta og vinnuvélar. Send-
um hvert á land sem er. Skiptum
einnig um rúður í bílum. Vinnum
fyrir öll tryggingafélögin. Margra ára
reynsla. BílaGlerið ehf. Bíldshöfða
16, 110 Rvk. Sími 587-6510.
Öll almenn trésmíðavinna. Sumar-
hús,viðhald og sólpallar, nýbyggingar.
Get tekið að mér byggingarstjórn.
Tilboð eða tímavinna. Upplýsingar í
síma 893-5374, Björn.
„Þið verðið að vera dugleg að kynna Ísland og íslenskar vörur,“ segir Inga
Lobzhanidze sem starfar sem markaðsstjóri hjá rússnesku útgáfufyrirtæki.
Auglýsinga- og
áskriftarsími
Bændablaðsins
er 563-0303
Netfang:
bbl@bondi.is