Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 1
34
3. tölublað 2012 l Fimmtudagur 16. febrúar l Blað nr. 364 l 18. árg. l Upplag 24.000
27
Loðdýrabændur fá hæsta
meðalverð sem sést hefur
– Brosa breitt með 10.800 krónur fyrir skinnið
Bændur hafa verulegar áhyggjur
af kali á komandi vori. Á það við
víða um Norður- og Austurland.
Í Árneshreppi eru bændur t.a.m.
orðnir mjög uggandi yfir kali í
vor. Mikil svellalög eru á túnum
og hafa verið meira og minna frá
því í haust.
Í haust gerði talsvert frost á nálega
auða jörð og í janúar síðastliðnum
gerði talsverða blota og frysti aftur
á milli. Þar sem snjó hefur tekið upp
eru tún mjög svelluð og þar sem
sýnist autt er talsvert svell í grasrót-
inni, enda hefur einungis yfirborðið
þiðnað. Lítið annað en mjög hlýtt og
gott vor gæti dregið úr kali í túnum,
segja bændur.
Anna Margrét Jónsdóttir,
ráðunautur hjá Búnaðarsambandi
Húnaþings og Stranda, segir þó að
staða mála hafi lagast mjög mikið
á starfssvæði Búnaðarsambandsins
eftir að hlánaði hressilega nú fyrir
skömmu.
„Sums staðar eru þó enn svell
á túnum, úti á Skaga og inni í
dölum einnig. Ég á líka von á að
á Ströndum sé almennt nokkur
hætta á kali. Víða hefur hlákan hins
vegar breytt stöðunni og meginhluti
svæðisins ætti að vera úr hættu.“
Á síðasta ári kól all nokkuð á 5 til
6 bæjum á svæði Búnaðarsambands
Húnaþings og Stranda. Það er að
sögn Önnu Margrétar óvenjulegt,
enda langt um liðið frá því að kal
olli verulegu tjóni á svæðinu síðast.
Menn brenndir eftir síðasta vor
Verulegt kaltjón varð á hátt í 20
bæjum á Austurlandi í fyrra. Anna
Lóa Sveinsdóttir, ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Austurlands,
segir að fyrir austan hafi menn
verið orðnir áhyggjufullir en séu
nú nokkru bjartsýnni eftir hláku
síðustu daga. Enn sé þó hætta á kali
á ýmsum svæðum.
„Þetta er misjafnt eftir sveitum.
Ég hef heyrt að menn séu farnir að
kvíða vorinu en ég get ekki fullyrt
um hvort staðan er slæm eða góð.
Menn bara bíða og sjá og eru vissu-
lega brenndir eftir síðasta vor.“
Ef kelur verður það á sömu
stöðum og í fyrra
Ingvar Björnsson, jarðræktarráðu-
nautur hjá Búgarði, ráðgjafar-
þjónustu á Norðausturlandi, segir
verulega kalhættu á sömu svæðum
og urðu illa úti í fyrra sökum kals,
við utanverðan Eyjafjörð og í Suður-
Þingeyjarsýslu. /fr
- Sjá nánar um kalmálin á bls. 4
Þorbjörn Sigurðsson loðdýrabóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi hefur
ástæðu til að brosa breitt þessa dagana eins og aðrir loðdýrabændur lands-
ins. Hann og faðir hans, Sigurður Jónsson og fjölskyldur þeirra reka búið í
Ásgerði af miklum myndarskap. Mynd / MHH.
Íslenskir loðdýrabændur fengu
metverð fyrir skinn sín á dönskum
uppboðsmarkaði á dögunum enda
brosa þeir breitt þessa dagana.
„Meðalverð þeirra íslensku
skinna sem seld voru á uppboðinu
var 499 d.kr. eða 10.800 krónur.
Þetta er hæsta meðalverð sem ég
hef nokkurn tíma séð eftir eitt upp-
boð,“ segir Einar E. Einarsson,
landsráðunautur Bændasamtakanna
í loðdýrarækt.
„Samtals voru seld á þessu upp-
boði 23.482 skinn frá Íslandi, sem
er ca. 15% íslensku framleiðslunnar
2011. Næsta uppboð er í apríl og er
það þá þriðja uppboð sölutímabils-
ins, síðan í júní og sölutímabilið
endar í september. 24 minkabú voru
á Íslandi árið 2011 og ásettur læðu-
fjöldi í upphafi árs 2012 er rúmlega
40.000,“ segir Einar og bætir við:
„Vissulega gleðjast menn þegar vel
gengur á markaði en við skulum
samt alltaf hafa í huga að varan er
seld á heimsmarkaði við hamars-
högg og að við lifum á meðaltalinu.
Verð síðustu ára hefur verið gott og
ég er bjartsýnn á komandi ár, þó ég
eigi ekki von á að þessi verð sem
eru í dag verði mjög lengi enn. Engu
að síður er ljóst að Kína og fleiri
Asíulönd eru vaxandi markaðssvæði
og því margt sem bendir til mikillar
eftirspurnar á næstu árum.“
/MHH
Aðalbjörg Ásgeirdóttir og Eyvindur Ágústsson í fjósi félagsbúsins í Stóru-Mörk en þau komu inn í reksturinn 2010.
Mynd /
HKr.
- Sjá umfjöllun um búskapinn á bls. 20 og 21.
Kaltjón varð verulegt í fyrra og bændur mega illa við öðru erfiðu vori
Bændur óttast kal í túnum
– Veruleg hætta á kali við Eyjafjörð og í S-Þingeyjarsýslu ef ekkert breytist
24,6% meiri kjötframleiðsla
í janúar 2012 en 2011
– Mest aukning í kjúklinga- og hrossakjötsframleiðslu
Framleiðsla á kjöti í janúar var
1.731 tonn, 24,6% meiri en í sama
mánuði í fyrra. Mest munar þar
um aukna framleiðslu alifugla-
kjöts 134,7 tonn og mikla slátrun
hrossa, en í janúar 2011 nam fram-
leiðsla hrossakjöts 82,2 tonnum.
Aukningin er því 122 tonn.
Sala innanlands var 13,6% meiri
en í janúar 2011. Mest munar þar
um aukna sölu kindakjöts, 44,6%
en sala þess var aðeins 242 tonn í
sama mánuði í fyrra. Meiri sala var
einnig á nautakjöti og alifuglakjöti.
Sl. tólf mánuði hefur hins vegar orðið
1,2% samdráttur í kjötsölu af inn-
lendri framleiðslu eða 272 tonn. Hins
vegar var innflutningur rösklega 805
tonnum meiri árið 2011 en árið á
undan. /EB
Svell á túnum í Litlu-Ávík á Ströndum. Tún eru mjög svelluð eftir alla um-
hleypingana í vetur. Mynd / Jón Guðbjörn Guðjónsson.
Búrhænur heyra
brátt sögunni til
Grímulaus skilaboð frá þingi ESB:
Fagnar brotthvarfi Jóns Bjarnasonar
Samþykkt utanríkismálanefndar
Evrópuþingsins þann 7. febrúar
hefur vakið athygli fyrir þau
grímulausu skilaboð sem ESB
sendir með leiðbeiningum um
hvernig íslenskir alþingismenn
eigi að haga sér í aðildaraðlögun.
Lýsir þingið yfir trausti á að nýja
ríkisstjórnin muni halda aðildarvið-
ræðum áfram með enn sterkari og
stöðugri skuldbindingu gagnvart
aðildarferlinu. Engum blöðum er um
það að fletta að þarna er verið að
fagna brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr
ráðherrastól. Þá veitir Evrópuþingið
athygli ágreiningi um ESB-aðildina
innan ríkisstjórnarinnar og á Alþingi
og hvetur til þess að mótuð verði
heildstæð stefna um aðlögun að
ESB, einkum á þeim sviðum sem
EES-samningurinn nær ekki til.
Hefur þetta verið túlkað sem bein
íhlutun í íslensk innanríkismál og
tilraun til að beina Alþingi til þeirrar
áttar sem fellur að hagsmunum
Evrópusambandsins. - Sjá bls. 30
Kaupmannsbúðin
breyttist í kryddverksmiðju
Bærinn okkar
Birkihlíð
8