Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Markaðsbásinn Þingmenn Evrópuþingsins fagna breytingum á ríkisstjórn Íslands BRÁÐABIRGÐATÖLUR JANÚAR jan. 2012 2012 nóv. 2011- jan. 2012 feb. 2011- jan. 2012 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla janúar 2011 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 671.523 1.935.787 7.375.219 25,1 16,3 7,7 26,4% Hrossakjöt 204.226 584.941 1.000.496 148,2 41,9 28,2 3,6% Nautakjöt 391.495 1.113.911 3.962.615 36,3 15,5 2,9 14,2% Kindakjöt 173 225.667 9.587.361 322,0 -1,9 4,6 34,3% Svínakjöt 463.939 1.471.559 6.025.022 -4,0 -2,2 -2,1 21,6% Samtals kjöt 1.731.356 5.331.865 27.950.713 24,6 11,6 4,3 Sala innanlands Alifuglakjöt 633.144 1.769.707 7.130.850 15,0 9,3 -0,4 30,4% Hrossakjöt 56.834 183.833 489.100 -14,6 -8,3 -6,9 2,1% Nautakjöt 385.132 1.100.109 3.952.382 33,3 12,4 2,0 16,8% Kindakjöt * 349.258 1.127.841 6.114.510 44,6 8,6 -1,2 26,0% Svínakjöt 410.713 1.383.434 5.795.672 -12,3 -7,2 -3,5 24,7% Samtals kjöt 1.835.081 5.564.924 23.482.514 13,6 4,4 -1,2 * Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Innflutt kjöt Árið 2011 Árið 2010 Tímabil janúar - desember Alifuglakjöt 656.607 418.179 Nautakjöt 434.352 110.485 Svínakjöt 360.101 130.739 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 44.540 28.992 Samtals 1.495.600 688.395 Mánaðayfirlit yfir framleiðslu og sölu á kjöti Þann 7. febrúar sl. samþykkti utan- ríkismálanefnd Evrópuþingsins til- lögu að ályktun fyrir Evrópuþingið um skýrslu framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins og Evrópuráðsins um framgang aðildarviðræðna Íslands við ESB frá 2011. Ályktunin er afdráttarlaus um mörg atriði og tekur af allan vafa um hvað viðræður um aðild fela í sér. Þannig segir í staflið F að í aðildarferlinu skuli Ísland í einu og öllu virða meginsjónarmið í lagabálkum ESB. Með öðrum orðum snúast yfirstandandi við- ræður um aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. ESB fagnar brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn Í umfjöllun um pólitísk viðmið segir að Evrópuþingið fagni þeim mögu- leika að í hóp aðildarríkja bætist ríki með sögulega langa og sterka hefð fyrir lýðræði og borgaralegri menn- ingu. Þá tekur Evrópuþingið til breytinga á ríkisstjórn Íslands 31. desember. Í lauslegri þýðingu segir síðan að þingið lýsi yfir trausti á að nýja ríkis- stjórnin muni halda aðildarviðræðum áfram með enn sterkari og stöðugari skuldbindingu gagnvart aðildarferlinu. Engum blöðum er um það að fletta að þarna er verið að fagna brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ráðherrastól. Brottför hans úr stjórninni verði til þess að ríkisstjórnin leggi sig meira fram um að virða kröfur ESB um aðlögun að reglum sambandsins, sjá tilvitnun hér að ofan. Íhlutun í íslensk innanríkismál Þá veitir Evrópuþingið athygli ágrein- ingi um ESB-aðildina innan ríkis- stjórnarinnar og á Alþingi og hvetur til þess að mótuð verði heildstæð stefna um aðlögun að ESB, einkum á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær ekki til. Hér er ekkert annað á ferðinni en íhlutun í íslensk innanríkismál og verið að leitast við að beina þeim til þeirrar áttar sem fellur að hagsmunum Evrópusambandsins. Fagnar stuðningi ríkisstjórnarinnar Í ályktuninni segir einnig að Evrópuþingið fagni stuðningi ríkis- stjórnarinnar við vel upplýsta og hlutlæga umræðu um aðildarferlið og þátttöku íslensks samfélags í almennri umræðu um Evrópusambandsaðild. Einnig líti þingið á opnun Evrópustofu sem tækifæri fyrir ESB til að gefa Íslendingum hvers kyns upplýsingar um allar afleiðingar ESB-aðildar fyrir Ísland og Evrópusambandið. Ennfremur hvetur þingið aðildarlöndin til að kynna fyrir þegnum sínum áhrif aðildar Íslands á ESB. Aðgangur að Íslandi eflir áhrif ESB á norðurslóðum Þingið hvetur til þess að Ísland hraði undirbúningi sínum að því að aðlagast regluverki ESB, sérstaklega á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær ekki til, til þess að tryggja innleiðingu og framkvæmd evrópskra reglna á aðildardegi. Þá segir í tillögunni að Evrópuþingið telji aðild Íslands að ESB munu verða til þess að efla áhrif ESB á norðurslóðum. Hér hefur aðeins verið tæpt á fáeinum atriðum sem sérstaka athygli vekja í tillögu utanríkismálanefndar Evrópuþingsins að ályktun um stöðu aðildarviðræðna við Ísland. Við blas- ir að þingmenn ESB telja sig hafa rétt til að hlutast til um íslensk innan- ríkismál og hvetja stjórnmálamenn beinlínis til að vera samhuga um aðildarferlið. Það er sjálfsögð krafa að stjórnvöld láti þýða þessa tillögu og birta í takt við fyrirheit þeirra um gagnsæi í samningaferlinu um aðild að ESB. Í skriflegu svari utanríkisráðherra til Vigdísar Hauksdóttur alþm. við fyrirspurn um Evrópustofu segir að hlutverk hennar sé: „Að aðstoða Evrópusambandið við að auka þekkingu og skilning á Evrópusambandinu á Íslandi og til að varpa ljósi á tengsl Íslands og ESB, samningaferlið sjálft og mögulegar afleiðingar aðildar fyrir Íslendinga. Slíkt feli í sér að hvetja til samræðna um allt ofantalið, koma í veg fyrir misskilning og rangfærslur um Evrópusambandið og byggja þannig upp raunhæfar væntingar borgara og þekkingu til að komast að eigin niðurstöðu“. Fyrsta starfsárið er gert ráð fyrir að reksturinn kosti um 113 millj. kr. Á sama tíma hefur Alþingi samið við Vísindavef Háskóla Íslands um að reka upplýsingaveitu um Evrópumál (evrópuvefur.is) fyrir 20,6 milljónir króna á árinu 2012. Er ekki nær að umræðan fari fram á forsendum Íslendinga en ekki ESB sem telur sig greinilega hafa rétt til að segja Íslendingum fyrir verkum í samningaferlinu? /EB Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is ESB-mál Framleiðsla og sala á kjöti í janúar 2011 Framleiðsla á kjöti í janúar var 1.731 tonn, 24,6% meiri en í sama mánuði í fyrra. Mest munar þar um aukna framleiðslu ali- fuglakjöts, 134,7 tonn, og mikla slátrun hrossa, en í janúar 2011 nam framleiðsla hrossakjöts 82,2 tonnum. Kindakjötssala 44,6% meiri en í sama mánuði í fyrra Aukningin nemur því 122 tonnum. Sala innanlands var 13,6% meiri en í janúar 2011. Mest munar þar um aukna sölu kindakjöts, 44,6%, en sala þess nam aðeins 242 tonnum í sama mánuði í fyrra. Meiri sala var einnig á nauta- kjöti og alifuglakjöti. Sl. tólf mán- uði hefur hins vegar orðið 1,2% samdráttur í kjötsölu af innlendri framleiðslu eða um 272 tonn. Hins vegar var innflutningur rösklega 805 tonnum meiri árið 2011 en árið á undan. /EB Útflutningur ýmissa búvara árið 2011 Samkvæmt bráðbirgðatölum Hagstofu Íslands voru flutt út 2.680 tonn af lamba- og kindakjöti árið 2011 að verðmæti 1.987,5 milljónir króna. Meðalverðmæti var því 741 kr/kg. Mest var flutt til Noregs, bæði að magni til og verðmætum, tæp 620 tonn að meðalverðmæti 888 kr/kg. Næst mest verðmæti fóru til Hollands en hafa má í huga að verulegur hluti inn- og útflutnings ESB- landa fer um Holland. Af öðrum mikilvægum við- skiptalöndum má nefna Bretland, Færeyjar, Bandaríkin og Ítalíu. Heildarútflutningur til ESB-landa samkvæmt verslunarskýrslum var 1.054 tonn alls að verðmæti 785 millj. kr. (744 kr/kg) en til annarra landa 1.626 tonn að verð- mæti 1.202 millj. kr (740 kr/kg). Útflutningurinn skiptist þannig eftir helstu viðskiptalöndum: magn verðmæti kr/kg Danmörk 32.323 18.632.258 576 Svíþjóð 39.493 34.276.075 868 Þýskaland 45.157 43.113.211 955 Japan 47.277 39.960.019 845 Rússland 52.038 30.570.321 587 Ítalía 92.903 101.095.088 1.088 Spánn 95.769 84.549.402 883 Bandaríkin 159.116 205.072.570 1.289 Færeyjar 284.334 217.078.141 763 Víetnam 333.785 105.143.538 315 Holland 334.238 261.799.289 783 Bretland 396.946 235.802.454 594 Noregur 619.676 550.091.374 888 Þá voru flutt út alls 1107 hross samkvæmt útflutningsskýrslum. Verðmæti þeirra var 776,9 milljónir eða rösklega 700 þús. kr. á hross. Flest hross voru flutt til Þýskalands eða 425, 204 voru flutt til Svíþjóðar og 147 til Danmerkur. Útflutningur hrossakjöts nam 172,4 tonnum að verðmæti 83,8 millj. kr. Þegar litið er til útflutnings mjólkurafurða er hann borinn uppi af þremur afurðum. Af smjöri voru flutt út 512 tonn að verðmæti 274,4 milljónir kr. Útflutningur á skyri nam 385 tonnum að verðmæti 175,3 millj. kr. Mest var flutt til Finnlands (244 tonn) og Bandaríkjanna (135 tonn). Loks voru flutt út 113 tonn af ostum fyrir 44,6 millj. kr. Útflutningur á hreinsuðum æðar- dún nam 3.050 kg að verðmæti 374,8 milljónir kr. eða tæplega 123 þús. kr/kg. Mikilvægustu markaðslöndin eru Japan (1.350 kg) og Þýskaland (940 kg). Loks voru flutt út 148.945 minkaskinn að verðmæti 638,5 millj. kr. Meðalverð á skinn nam því um 4.300 kr. /EB Innflutningur landbúnaðar afurða 2011 Meðfylgjandi tafla sýnir inn- flutning á nokkrum búvörum og hráefnum til fóðurgerðar árið 2011. Innflutningur á ostum er svipaður og árið 2010 (143 tonn), mest frá Þýskalandi og Ítalíu. Einnig voru flutt inn rösklega 56 tonn af ávaxta- jógúrt frá Spáni. Innflutningur á papriku var 1.211 tonn, sem er rösklega fimmföld innanlandsframleiðsla. Af tóm- ötum voru flutt inn 678 tonn, sem er tæplega þriðjungur af heildar markaðnum. Innlend framleiðsla er hins vegar nær allsráðandi þegar kemur að agúrkum, aðeins 91 tonn voru flutt inn árið 2011 en innlend framleiðsla er 1.500–1.600 tonn á ári. Af hráefnum til fóðurgerðar var mest flutt inn af harðhveiti, 25.520 tonn, og af maís, 19.634 tonn. Þá voru flutt inn 8.556 tonn af byggi. Áætla má að þetta nemi fram- leiðslu af 2.850 hekturum miðað við íslenskar aðstæður, eða um þrem tonnum af hverjum hektara. /EB Heimild: Hagstofa Íslands Magn, kg Cif verð, kr. Jógúrt 56.809 16.615.016 Ostar 143.916 193.029.178 Paprika 1.211.493 338.606.765 Gúrkur 91.027 17.929.346 Tómatar 678.301 134.683.806 Harðhveiti til fóðurs 25.520.063 1.012.223.534 Hveiti til fóðurs 303.490 35.880.756 Bygg til fóðurs 8.555.625 340.238.957 Annar maís til fóðurs 19.963.536 842.638.656 Maískurl til fóðurs 974.100 56.252.853 Samkvæmt verslunarskýrslum voru flutt inn 1.496 tonn af kjöti og kjöt- vörum árið 2011. Er það rösklega tvöfalt meira magn en árið 2010. Mest var flutt inn af alifuglakjöti, 657 tonn, af nautkjöti 434 tonn og 360 tonn af svínakjöti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.