Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Næsta Bændablað kemur út 1. mars Smáauglýsingar 56-30-300 1 9 2 8 3 1 9 8 5 6 8 9 1 7 1 9 6 8 2 7 4 3 2 7 5 9 5 1 3 3 8 6 5 1 6 8 7 4 3 5 2 1 9 3 6 1 1 9 4 2 3 7 2 8 5 2 2 9 9 6 1 3 5 7 4 8 1 5 4 492 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. 6 Arnar Thorarensen Skúlason er 9 ára gamall nemandi við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði. Fyrir utan skólagönguna stundar hann nám í fiðluleik við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og æfir einnig fimleika hjá fimleika- félaginu Björk. Nafn: Arnar Thorarensen Skúlason. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Hafnarfirði. Skóli: Barnaskóli Hjallastefnunnar, Hafnarfirði. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að smíða og að fara í sund. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Domino's pítsa. Uppáhaldshljómsveit: Reiðmenn vindanna. Uppáhaldskvikmynd: 2012. Fyrsta minningin þín? Það var þegar ég var einu sinni andvaka og fékk að horfa á bíómyndina Shrek 1. Þá var ég 3 ára. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi fimleika hjá Björk og læri á fiðlu í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að fara í tölvuleiki á leikjanet.is. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Einu sinni datt ég næstum því af hestbaki þegar ég var á hesta- sýningu á reiðnámskeiði. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að bíða eftir því að fara í bíó. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Já, ég ætla á skíði. /ehg Fljótprjónaður kragi PRJÓNAHORNIÐ Þennan kraga gerði Fríður Pétursdóttir í Laugarási í Biskupstungum. Kraginn er ákaflega einfaldur að gerð en afar klæðilegur og hlýr. Garn: Basak litur nr. 729, 1 dokka. Kar sim litur nr. 729, 1 dokka. Prjónar nr. 4,5-5. Heklunál nr. 4-4,5. Aðferð: Kraginn er prjónaður með garðaprjóni í lengju sem er ca 17x65 cm og saumaður saman þannig að endinn sem felldur er af er saumaður við þar sem vinstri hliðin byrjar (sjá mynd). Fitjið upp 30 lykkjur og prjónið garðaprjón fram og til baka 60 cm, fellið þá laust af. Saumið fallega saman endann sem felldur var af við byrjun vinstri hliðar. Þeir sem vilja fara einföldu leiðina setja fallega nælu eða tölu á miðjuna að framan. Heklað blóm: ll = loftlykkja fl = fastalykkja st = stuðull Nú tökum við Kar sim garnið og heklum blóm. Fitjið upp 4 loftlykkjur og tengið í hring. 1. umf. *1 fastalykkja um hringinn 3 loftlykkjur* endurtakið ** alls 5 sinnum, endið með 1 kl í fyrstu fl = 5 bogar. 2. Heklið nú í hvern boga 1 ll, 2 st 1 ll, 2 st, 1ll = 5 blöð. Snúið við og heklið næstu umferð frá röngunni. 3. 1 ll, heklið 1 fl utan um fyrstu fl frá fyrstu umferð, 4 ll, 1 fl neðst á miðjunu á fyrsta blaðinu aftur 4 ll 1 fl neðst á næsta blaði, endurtakið hringinn. 4. Heklið nú í hvern boga1 ll 4 st 1 ll 4 st 1 ll allan hringinn. Næsta umferð frá röngunni. 5. 1 ll heklið 1 fl utan um fyrstu fl frá 3 umferð 5 ll, 1 fl neðst kringum næstu fl frá 3 umferð 5 ll, endurtakið þar til alls eru komnir 5 ll bogar. 6. Heklið nú í hvern ll boga1 ll, 5 st 1 ll 5 st, 1 ll allan hringinn, endið á 1 fl. 7. Gangið frá endum og saumið blómið fast á miðjan kragann að framan. Fyrsta minning Arnars er síðan hann var þriggja ára gamall, varð andvaka og fékk að „launum“ að horfa á bíómynd. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að verða bóndi Aðalfundur Beint frá býli 2012 Verður haldinn að Sólheimum í Grímsnesi, laugardaginn 25. feb 2012, kl. 13.45 – 18.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Erindi frá MATÍS, Fanney Björg Sveinsdóttir og Þóra Valsdóttir „Upprunamerkingar og markaðssetning svæðisbundna matvæla“ 3. Erindi um Sólheima: Erlendur Pálsson, forstöðumaður atvinnu- sviðs, mun kynna starfssemina á Sólheimum. Stjórn Beint frá býli hvetur félagsmenn og áhugamenn um heimavinnslu til að mæta. Stjórn BFB ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI Stór og rúmgóð 4-6 hesta kerra á tveimur öxlum. Rist framan á kerru tryggir góða loftun um kerruna. Öflugir flexitorar veita mjúka og góða fjöðrun. Minna skrölt og minni hávaði. Stórir og breiðari hjólbarðar á 16” felgum sem hentar vel á slóðum og sveitavegum. Rampur með timburgólfi sem leikur einn er að setja niður og reisa upp. Ljós inni í kerru, gúmmímottur í gólfi og þverskilrúm er staðalbúnaður. Hægt er að fá milligólf inn í kerruna fyrir fjárflutninga. Því má líka bæta við eftirá. T E S O NB BATESON hesta- og gripaflutningakerrur ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Akureyri: Lónsbakka | Sími 568-1500 BATESON kerran er einnig fáanleg í örðum stærðum. Hafið samband við sölumenn og fáið nánari upplýsingar. Sölumaður/ráðgjafi Landstólpi ehf. óskar eftir sölumanni/ráðgjafa í fóður- deild fyrirtækisins. Í starfinu felst m.a. samskipti við bændur og almenn ráðgjöf á sviði fóðurfræða sem og samskipti við erlenda birgja. Hæfniskröfur eru haldgóð þekking á fóðurfræði sem og gott vald á enskri tungu. Umsóknir sendist á netfangið landstolpi@landstolpi.is með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Landstólpi ehf. - Gunnbjarnarholti, 801 Selfoss - Sími / Tel.: +354 480 5600

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.