Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 7
Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 7 ú er bóndadagurinn að baki þetta árið, en skammt til konudags. Þessum hátíðisdögum skulum við með kynbundnum hætti, flétta saman þannig að birta vísur beggja kynja. Freymóður Jóhannsson málari dvaldi um skeið í Mývatnssveit við listiðn sína. Freymóður var líkt og Þura í Garði, ágætur hag- yrðingur. Freymóður sendi því Þuru þessa vísu: Væri ég ennþá ungur sveinn, ekki skyldi ég gefa neinn snefil af mínum ástararði annarri konu en Þuru í Garði. Þura svaraði Freymóði og sýndi vilja hans nokkurn áhuga: Hvað er að varast, komdu þá, hvar eru lög sem banna ? Ég get lifað alveg á ástum giftra manna. Freymóði svall hugur við undir- tektir Þuru, en kvaðst vilja fresta fundi til næsta vors: Með þökk fyrir boðið ég sendi þér svanni samúðarkveðju frá giftum manni. Hvað lögin banna, já hvort ég þori ég kem til þín strax á næsta vori. Það verður úr að Þura sættist að endingu á tímasetninguna, þó nokkurrar óþreyju gætti: Þá eru kyljur þagnaðar, þá er létt um sporið, fullur heimur fagnaðar, Freymóður og vorið. Svo undarlega sem það hljómar, þá voru heit Freymóðs honum með öllu gleymd næsta vor er hann fór um hlað hjá Þuru. Þura hafði þó pata af pukri Freymóðs og kom til hans vísu: Það var illt að okkar snilli og ástir beggja lentu í banni. Freymóðs er mér horfin hylli, heimurinn varð af listamanni. Og enn kemur listamaður við sögu. Jökull Pétursson málarameistari kom eitt sinn í heimsókn til systur sinnar Petru Pétursdóttur sem bjó á Skarði í Lundarreykjadal. Fannst honum systir sín sælleg í útliti og kvað henni þessa vísu: Aldrei leit ég lífs um veg líneik breytast svona, orðin feit og álitleg íslensk sveitakona. Petru sárnaði við bróður sinn og svaraði þykkjufullt: Lof í þundar ljóði fá ljóst ég mundi kjósa, en í pundum af og frá áttu sprundi að hrósa. Þegar Lúðvík Kemp einhverju sinni kom að Þverá í Norðurárdal, fékk hann Rakel Bessadóttur húsfreyju þar þennan fyrripart til að fást við: Ævintýra- og ástarþrá enginn frá mér tekur. Og Rakel botnaði að bragði: Illt er að vera alltaf hjá eiginkonu sekur. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@gmail.com Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM N Hjalti Gunnarsson á Kjóastöðum er flottur í hlutverki biskupsins í leikritinu, hér í náttfötunum. Mynd / MHH Selfossi Ellefu systkinapör í Menntaskólanum að Laugarvatni Það eru engin ný tíðindi að systk- ini sæki nám í sama menntaskóla. Það hlýtur þó að teljast nokkuð sérstak að í sama menntaskól- anum séu 11 systkinapör við nám á sama tíma. Í menntaskólanum á Laugarvatni eru menn þó ekki óvanir því að systkini af bæjum í sveitinni og næstu þéttbýliskjörnum sæki skólann á sama tíma. Af þeim 164 nemendum sem þar stunda nám í vetur eru þó 11 systkinapör, og hafa aldrei verið jafn mörg og í vetur. Það eru ekki bara systkini af Suðurlandi í þessum hópi, því þarna má sjá systur frá Borðeyri við Hrútafjörð og bræður frá Vogum á Vatnsleysuströnd. Páll Skúlason aðstoðarskóla- meistari tók saman lista yfir systkinin ásamt myndum. Setti hann saman þetta skemmtilega „Systkinaskólaspjald" sem Bændablaðið fékk heimild til að birta. Þarna má sjá nöfnin á systkinunum og hvaðan þau eru. /MHH Margt skemmtilegt gerist í verkinu og kemur byssa m.a. við sögu. Hér fara þeir Ársæll Rafn Erlingsson, vinnumaður á Drumboddsstöðum (byssumaðurinn) og Egill Jónasson á Hjarðarlandi á kostum í einni senunni. Mynd / Jón KB. Sigfússon. Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna frumsýndi gam- anleikinn „Klerkar í klípu“ eftir Philip King í þýðingu Ævars R. Kvaran föstudagskvöldið 10. febrúar Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Leikritið fjallar meðal annars um Penelópu, prestsfrú og fyrrum leikkonu, sem bregður sér af bæ með fyrrum leikfélaga sínum en hann dulbýr sig sem prestur til að þekkjast ekki. Þegar þau koma heim til hennar á ný er frændi hennar þar staddur og heldur að vinurinn sé presturinn, eiginmaður frúarinnar. Þegar sá kemur líka heim upphefst mikill farsi, og skánar ekki þegar þýskur stríðsfangi birtist, einnig í prestsgerfi. Næstu sýningar verða 17., 18., 21., 24., 25., 26. og 29. febrúar. Á undan sýningum er boðið upp á leikhúsmatseðil á Kaffi Kletti. Nánari upplýsingar og borðapantanir eru í síma 486-1310 og 847-5057. /MHH „Klerkar í klípu“ í Aratungu hjá leikdeild Umf. Biskupstungna Leikarahópurinn sem fer á kostum á sviðinu í Aratungu. Verkið er tæpir tveir klukkutímar með hléi og veltust áhorfendur um af hlátri. Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.