Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 201212 Fréttir Fundu fágætt fiðrildi við Öskju Sérfræðingar í bílum Reykjanesb æ Rey kjavík Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - benni@benni.is - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333 Við bjóð um vaxta laus lán frá Visa og Mast ercard í allt að 12 mánuði Mikið að gera hjá Landstólpa: Ný fjós í Færeyjum og á Skeiðunum og stórt verkefni á Grundartanga „Það er vitlaust að gera, verkefni hér og þar og greinilegt að er að lifna yfir landanum, því fram- kvæmdir eru víða hafnar eða eru að fara af stað. Við erum t.d. að hefja byggingu á nýju 900 m2 fjósi á Reykjum á Skeiðum, 1400 m2 fjósi í Færeyjum og við erum að byggja 1000 m2 hús undir álgjall- verksmiðju á Grundartanga þar sem vegghæðin er 15 metrar,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmdastjóri Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Arnar á og rekur fyrirtækið ásamt konu sinni, Berglindi Bjarnadóttur. Hjá þeim starfa í dag 13 starfs- menn. Landstólpi er með verslun í Gunnbjarnarholti og á Egilsstöðum, auk þess að vera með starfsmenn á sínum vegum í Eyjafirði og Skagafirði. 970 þúsund mjólkurlítra kvóti Í Gunnbjarnarholti er rekið eitt af myndarlegustu kúabúum á Suðurlandi og er búið meðal topp 10 afurðahæstu búa landins. Jörðin er 250 hektar. Á bænum eru um 100 mjólkurkýr og mjólkur- kvótinn er 670 þúsund lítrar. Þá eru Arnar Bjarni og Berglind líka með kúabú í Skáldabúðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þar sem kvótinn er 300 þúsund lítrar. Tveir fjósamenn sjá um búin, auk Arnars Bjarna og Berglindar, sem fara reglulega í fjósið. Arnar Bjarni situr í stjórn Auðhumlu og MS. Hann vill fá nýtt kúakyn til landsins sem allra fyrst og hann er lang spenntastur fyrir Holstein-kúnum. Þá er hann líka hrifinn af NRF-kúnum (norskar rauðar). Hágæðafóður frá Hollandi Landstólpi ætlar sér stóra hluti á fóðurmarkaðnum fyrir bændur og flytur nú inn til landsins hágæða- fóður frá fóðurfyrirtækinu De Heus í Hollandi. „Þetta er topp fóður, sem ég hef verið að prófa á mínum gripum síðustu fimm ár og árangurinn hefur ekki látið á sér standa; kýrn- ar mjólka sem aldrei fyrr,“ segir Arnar Bjarni. Í fóðurblöndunni, sem kölluð er IcePro 26, er t.a.m. mjög öflug próteinblanda sem er hugsuð til að gefa á móti byggi. Heimasíða fyrirtækisins er www.landstolpi.is. /MHH Arnar Bjarni og Berglind ásamt syninum Hauki, sjö ára, stödd í versluninni í Gunnbjarnarholti þar sem m.a. er til sölu hágæða gæludýrafóður. Hér er verið að setja fóður í nýjan fóðurbíl Landstólpa en hann tekur alls 22 tonn. Bílstjóri er Borgþór Vignisson frá Auðsholti í Hrunamannahreppi en fóðrið kemur frá De Heus í Hollandi. Myndir / MHH. Sævar Örn Gíslason, sölustjóri mannvirkjasviðs Landstólpa, sem landaði m.a. samningnum um nýja fjósið í Færeyjum. Sævar býr á Sel- fossi en er ættaður frá Litlu Reykjum í Flóa. Rúnar Skarphéðinsson er sölu- stjóri búrekstrardeildar og sér um almannatengsl hjá Landstólpa. Rúnar er fyrrverandi kúabóndi á Blesastöðum á Skeiðum en býr nú á Selfossi. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2005 og vill hvergi annars staðar vera. Hér er Arnar Bjarni hjá uppáhalds kúnni Eik í fjósinu í Gunnbjarnarholti . Hún mjólkar að meðaltali 10 þúsund lítra á ári og hefur átt sex kálfa. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur að allt of lítið fé sé ætlað til uppbyggingar héraðsvega á sam- gönguáætlunum, en á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar var fjallað um frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011 til 2014, sem og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2011 til 2022. Héraðsvegir eru um 24% af vega- kerfi landsins en til þeirra hefur ein- ungis verið áætlað um 1,5% af stofn- kostnaði við vegagerð ef jarðgöng eru undanskilin. Stofn- og tengivegir eru um 61% af vegakerfi landsins og til þeirra er áætlað að verja um 92% af stofnkostnaði vega ef jarðgöng eru undanskilin. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar leggur til að framlög til héraðsvega verði tvöfölduð frá því sem nú er ætlað og að upphæðin verði tekin af stofn- kostnaði stofn- og tengivega. Þessi breyting mun einungis lækka framlög til stofn- og tengivega um u.þ.b. 2%. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar: Of lítið fé til uppbyggingar héraðsvega Nýtt fiðrildi sem ekki hefur áður sést hér á landi fannst á hálendinu norðan Vatnajökuls á liðnu sumri, en það þykir ævinlega nokkuð merkilegt þegar ný fiðrildategund finnst á Íslandi. Landvörður á svæðinu fann stórt og dökkt fiðrildi og var í fyrstu talið að um aðmírálsfiðrildi væri að ræða, en þegar myndir af því bárust Náttúrustofu Norðausturlands var ljóst að það var eitthvað allt annað og mun sjaldgæfara. Fiðrildið var greint til tegundarinnar Maniola jurtina og fékkst staðfesting á því frá Erling Ólafssyni, skordýra- fræðingi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekkert íslenskt heiti er til fyrir tegundina. Greint er frá fiðr- ildisfundinum á vefsíðu Náttúrustofu Norðausturlands. Maniola jurtina er með algeng- ustu fiðrildum í Evrópu sunnan 62. breiddarbaugs og nær útbreiðslan austur til Úralfjalla og suður til nyrsta hluta Afríku. Það er mun stærra en þær tegundir fiðrilda sem lifa á Íslandi og getur vænghafið orðið allt að 6 sm. Grunnliturinn er brúnn en ofan á fremri vængjum eru gul svæði með svörtum „augum“ með hvítum bletti í. Tegundin er nokkuð breytileg þar sem magn gula litarins er mismikið. Karldýrin eru dauflitari en kvendýrin. Þessi tegund fiðrilda er ekki þekkt fyrir flökkueðli af nokkru tagi og má telja afar ólíklegt að það hafi komið til Íslands fyrir tilstilli eigin vöðvaafls. Mun líklegra er að þessi ævintýragjarni einstaklingur hafi húkkað sér far með ferðalöngum á leið til Íslands en gengið illa að fá far til baka aftur, því hann fannst látinn á bílaplani við Vikraborgir í Öskju. Eftirtektarsamur landvörður, Stefanía Eir Vignisdóttir, áttaði sig á að þarna var ekki um venjulegan ferðalang að ræða og flutti hann með nærgætni til byggða, hvar hann hefur nú verið festur á nál. Eintakið verður varðveitt í skordýrasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands um ókomna tíð. Fiðrildið sem var greint til tegundarinnar Maniola jurtina, er með algengustu fiðrildum í Evrópu sunnan 62. breiddarbaugs og nær útbreiðslan austur til Úralfjalla og suður til nyrsta hluta Afríku. Mynd / Jóhanna Katrín, hálendisfulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.