Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 2
Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 20122
Fréttir
Ágúst Sigurðsson, rektor
Landbúnaðarháskóla Íslands,
segir að þar á bæ sé nú unnið á
fullu við að koma áfram átaks-
verkefni Bændasamtaka Íslands
(BÍ) og Landbúnaðarháskóla
Íslands (LbhÍ) um orkumál land-
búnaðarins.
„Við viljum gera þorpið á
Hvanneyri sjálfbært um orku og
nýta þá það sem til fellur á búinu
til orkuframleiðslu. Einnig að slík
uppbygging verði nýtt til að stunda
hér rannsóknir í þessum fræðum og
kennslu. Þannig verði hér til sýnis-
horn þess sem hægt er að gera í orku-
málum í íslenskum landbúnaði.
Borðleggjandi
Það er borðleggjandi að fara út í
svona verkefni og mikilvægt að gera
íslenskan landbúnað sem mest sjálf-
bæran um öll sín aðföng. Þetta er
stórkostlegt hagsmunamál fyrir land-
búnaðinn og raunar Íslendinga alla.
Við erum núna að leita hófanna
um fjármögnun á slíku verkefni og
ég er viss um að það tekst, þó maður
vildi gjarnan að hlutirnir gengju
hraðar fyrir sig,“ segir Ágúst.
Margar stofnanir hafa lýst áhuga
á þessu átaksverkefni LbhÍ og BÍ.
Hefur Orkustofnun t.d. lýst eindregn-
um vilja til að taka þátt í verkefninu
ásamt Verkís – verkfræðiþjónustu,
Skeljungi, Metan hf., Metanorku,
Háskóla Íslands, Háskólanum á
Akureyri, Háskólanum í Reykjavík,
Keili og ýmsum erlendum aðilum.
Telja BÍ og LbhÍ að fjárfesting í slíku
átaki hafi alla burði til að skila sér
margfalt til baka til samfélagsins með
aukinni sjálfbærni landbúnaðarins,
minni gjaldeyrisnotkun, auknu
fæðuöryggi, fjölbreyttari atvinnu
í dreifðum byggðum og þar með
öflugra samfélagi.
Mikill áhugi á hugmyndum um
olíuframleiðslu
Í síðasta Bændablaði var greint
frá hugmyndum Þorbjörns A.
Friðrikssonar efnafræðings um
framleiðslu á olíu og gasi hérlendis
úr lífmassa. Telur hann að miðað við
ákveðið umfang slíkrar framleiðslu
muni það verða mjög hagkvæmt.
Hefur þetta vakið töluverða athygli
og fjölmargir hafa sett sig í samband
við blaðið vegna þessarar umræðu.
Hagkvæmni framleiðslu á
fljótandi eldsneyti úr lífmassa
hérlendis er margþætt, að mati
Þorbjörns. Telur hann að olíu- og
efnaframleiðsla af þessu tagi borgi sig
í samanburði við jarðefnaeldsneyti
þegar heimsmarkaðsverð er 60
dollarar á tunnu eða meira. Nú er
heimsmarkaðsverðið um tvöfalt
hærra. Annar ávinningur af
innlendri framleiðslu á fljótandi
eldsneyti er sá gjaldeyrissparnaður
sem skapast jafnhliða því að til
verður atvinnuskapandi starfsemi.
Landbúnaðurinn yrði um leið sjálfbær
um orku á sínar vélar og í framhaldinu
aðrar atvinnugreinar. Þriðji
ávinningurinn er að kolefnisjöfnun
gæti orðið á móti allri olíuframleiðslu
og notkun þjóðarinnar á fljótandi
eldsneyti. Með öðrum orðum gæti
eldsneytisframleiðslan fengið á sig
vistvænan stimpil. Í fjórða lagi er eðli
slíkrar framleiðslu með þeim hætti
að mjög fjölbreytt efnasambönd má
framleiða úr lífmassanum. Það myndi
smám saman hlaða utan á starfsemina
fjölþættum efna- og tækniiðnaði sem
skapað gæti dýrmæt hálaunastörf.
Þorsteinn Ingi Sigfússon,
forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands, segist þekkja vel til
hugmynda Þorbjörns. Líklega væri
þó heppilegast í upphafi að flytja
að hluta til inn kolefnismassa í
einhverju formi til slíkrar vinnslu og
þróa síðan ræktunina í framhaldinu.
Sagði Þorsteinn í síðasta Bændablaði
að átaksverkefni BÍ og LbhÍ
félli vel að þeim verkefnum sem
Nýsköpunarmiðstöð hefði verið að
vinna með. Á hennar vegum hefur
á liðnum misserum verið haldinn
fjöldi námskeiða víða um land undir
kjörorðunum „Hvað get ég gert til að
auka orkunýtni mína eða framleiða
orku til eigin þarfa?“. Hundruð
manna hafa sótt þessi námskeið.
„Við höfum orðið vitni að mjög
miklu átaki, einkum á sviði smávirkj-
ana í vatnsorku; bæjarlækur tekinn
og virkjaður – mesta framförin
sást þá á sviði varmadæla,“ sagði
Þorsteinn. Hann telur að Íslendingar
eigi að stefna að framleiðslu á sínu
eigin eldsneyti og vill að litið sé til
norðausturhorns landsins í því sam-
„Við viljum gera þorpið á Hvanneyri
sjálfbært um orku“
- segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands - Verið að leita fjármögnunar á verkefninu
Búnaðarþing verður sett í
Súlnasal Hótels Sögu sunnudag-
inn 26. febrúar næstkomandi við
hátíðlega athöfn.
Þar verður venju samkvæmt
margt góðra gesta og eru bændur
sérstaklega boðnir velkomnir. Við
setninguna taka m.a. formaður
Bændasamtakanna til máls ásamt
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra. Einnig verða veitt landbúnað-
arverðlaun og listamenn koma fram
í tónlistar- og skemmtiatriðum.
Athöfnin hefst kl. 13:30 og er öllum
opin meðan húsrúm leyfir.
Allir velkomnir
við setningu
þingsins
„Við erum kannski ekki alveg að
byrja að selja þetta fóður núna
– þetta hefur verið tilrauna-
verkefni hjá okkur sl. fimm ár,“
segir Arnar Bjarni Eiríksson,
framkvæmdastjóri Landstólpa,
um nýjar fóðurblöndur sem
fyrirtækið kynnti formlega á
baksíðu síðasta Bændablaðs.
„Núna stígum við hins vegar
skrefið til fulls í almennri dreif-
ingu, en við höfum verið með
um tíu viðskiptavini sem hafa
notað fóðrið frá okkur á undan-
förnum tveimur árum. Sjálfur
hef ég verið að prófa fóðrið í um
fimm ár,“ segir Arnar.
Eingöngu jurtaprótein
„Sérstaða þessa fóðurs felst í
því að í það er eingöngu notað
jurtaprótein, sem helgast af því
að erlendis er hreinlega bannað
að nota dýraafurðir. Hollenska
fóðurfyrirtækið De Heus, sem er
erlendi samstarfsaðilinn okkar, er
eitt af 20 stærstu framleiðendum
í heimi og það hefur aðgang að
hérna heima. Í fóðurblöndu, sem
við köllum IcePro 26, er t.a.m.
hugsuð til gjafar á móti byggi. Út-
hefur einmitt verið mjög góð með
bygginu.
málum er yfirfóðurfræðingur
mjólkurkúa hjá þessu hollenska
fyrirtæki, sem hefur komið nokkrar
ferðir hingað til lands til að meta
aðstæður við þróun á fóðrinu, auk
þess sem hann hefur haldið fyrir-
lestra.
Við höfum nýverið fjárfest í blást-
ursbíl, en hingað til höfum við af-
greitt fóðrið í sílóin úr kranabíl. Við
í Reykjavík. Blástursbíllinn okkar
tekur við fóðrinu í Reykjavík og
síðan erum við með aðila á Egils-
okkur á því svæði,“ útskýrir Arnar.
/smh
Fóður frá Landstólpa
í almenna dreifingu
Rektor Landbúnaðarháskóla íslands á Hvanneyri vill að skólinn og byggðin þar í kring verði gerð sjálfbært um
orku. Sú uppbygging verði nýtt fyrir rannsóknir í þessum fræðum og kennslu.
Ágúst Sigurðsson.
Landssamtök landeigenda á
Íslandi (LLÍ) fjalla um vernd
eignarréttarins og áformuð inn-
grip í eignarréttinn á málþingi
að loknum aðalfundi sínum sem
haldinn er á Hótel Sögu í dag 16.
febrúar. Örn Bergsson formaður
LLÍ, segir að nú rigni lagafrum-
vörpum sem miði að því að skerða
lögbundinn eignarrétt og áform
umum stjórnarskrárbreytingar
sem miði að því sama.
Stangast á við stjórnarskrá
„Það eru m.a. ákvæði í tillögu stjórn-
lagaráðs sem við setjum spurningar-
merki við. Þar er t.d. ákvæði um að
heimilt verði með lögum að gera
auðlindir í jörðu að þjóðareign. Það
stangast á við 72. grein stjórnarskrár-
innar um friðhelgi eignarréttarins.“
Örn segir að í dag séu auðlindir
í jörðu taldar ótvíræð eign land-
eigenda. Það eigi einnig við vatns-
réttindi. Slíkt sé ekki hægt að taka
af mönnum nema bætur komi fyrir.
Hvað ætla stjórnvöld
að ganga langt?
„Spurningin er hvað stjórnvöld geti
gengið langt í breytingum á stjórnar-
skránni án þess að brjóta mannrétt-
indasáttmála Evrópu. Þar stendur að
allir menn skuli njóta eigna sinna í
friði.“
Segir Örn að eignarréttur land-
eigenda sé byggður á langri réttarhefð
og eigi rætur að rekja allt aftur til
tíma Grágásar. Því séu menn eðlilega
ekki tilbúnir að kyngja því að hann
verði afnuminn með breytingum á
stjórnarskrá.
Opin heimild almannaréttar
„Þarna er líka rætt um annað atriði
sem er svokallaður almannaréttur.
Þar er almannaréttur gagngvart nátt-
úrunni gerður svo ríkur að almenn-
ingur öðlast kærurétt til þar til bærra
yfirvalda. Ef ég fer út með tilskilin
leyfi til að plægja eða velti um stein-
um á minni landareign þá öðlast allur
almenningur samt kærurétt á mínum
athöfnum. Þetta er mjög opin heimild
og veitir hverjum sem er rétt til kæru
ef mönnum líkar einfaldlega ekki að
ég sé að plægja mitt land.“
Örn segir að í gildi séu skilgrein-
ingar í jarðalögum og skipulags-
lögum um landnýtingu og því ættu
að vera nægar girðingar fyrir hendi
að ekki sé verið að ganga lengra en
góðu hófi gegni. Segir hann að full-
trúar LLÍ hafi verið kallaðir fyrir
stjórnskipunarnefnd Alþingis um
þessi mál. Landssamtök landeigenda
hafi sent Alþingi athugasemdir sínar
við tillögu að frumvarpi til nýrrar
stjórnarskrár.
Í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar
Á þriðjudag samþykkti stjórnlaga-
nefnd að málið færi í þjóðaratkvæða-
greiðslu samhliða forsetakosningum
í sumar. Þarf Alþingi nú að taka
afstöðu til þess en væntanlega verður
þjóðaratkvæðagreiðslan aðeins leið-
beinandi. Leggst LLÍ eindregið gegn
hugmyndum um að tillagan verði
borin undir þjóðaratkvæði í óbreyttri
mynd. Telur LLÍ margvíslega ann-
marka á fram kominni tillögu og fara
eigi varlega í að umbylta núgildandi
stjórnarskrá. Stjórnarskrá eigi að vera
hnitmiðuð í orðalagi og inntak ein-
stakra greina skýrt og eins laust og
hægt er við gildishlaðið málskrúð.
„Það á ekki síst við þegar kveðið er
á um réttindi almennings sem snerta
skulu þau réttindi einstaklinga sem nú
eru varin í lögum og gildandi stjórnar-
skrá þar með talinn eignarréttinn,“
segir í athugsemdum LLÍ. /HKr.
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda:
Óttast að lögbundinn eignarréttur verði
skertur í breytingum á stjórnarskrá
Frá setningu Búnaðarþings 2011.
Búnaðarþing 2012: