Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Garðaflóinn á Akranesi og fyrstu landbúnaðarvélarnar: Á þessu ári eru 70 ár liðin frá komu fyrstu skurðgrafanna til landsins - Gröfurnar hleypu af stað byltingu í framræslu mýra og stóraukinni túnrækt víða um land Á þessu ári eru 70 ár liðin frá því fyrstu skurðgröfurnar voru teknar í notkun á Íslandi. Það mun m.a. hafa verið reynsla Vestur-Íslendinga sem opnaði augu manna hér á landi fyrir því að skurðgröfur með drag- skóflu væru best fallnar til að grafa framræsluskurði í íslensku mýrarnar. Keyptar voru tvær gröfur og hóf fyrsta grafan að grafa skurði í Garðaflóa á Akranesi en hin var send norður yfir heiðar. Akranesgröfuna keyptu þeir Þórður Ásmundsson, útvegsbóndi og kaupmaður á Akranesi og Björn Lárusson, bóndi á Ósi í Skilmannahreppi, en hina keypti Vélasjóður ríkisins. Priestman Cub kom fyrst Gröfurnar, sem voru af gerðinni Priestman Cub, reyndust vel við framræslu á blautum mýrum. Með þessu opnaðist nýr heimur í jarð- vinnu og það þarf ekki að aka lengi um sveitir landsins til að sjá hve víða skurðgröfurnar hafa komið að ræktun landsins. Eirík Eylands, síðar vél- fræðingur og deildarstjóri, setti Akranesgröfuna saman í kolaporti Þórðar á Akranesi, en hjálparmaður hans var Karl Auðunsson á Jaðri á Akranesi, síðar eftirlits- og við- gerðarmaður Vélasjóðs ríkisins. Eirík vann fyrst með gröfunni þann 1. júní 1942 í Garðaflóa, en síðan fór hann norður og vann þar með hinni gröfunni fyrir neðan Munkaþverá; það var í lok júní. Margir aðrir unnu á Akranesgröfunni auk Karls, m.a. þeir Árni Gíslason í Lykkju, Guðjón Jónsson í Tjörn, Sigurður Sigurðsson á Völlum og Sæmundur Eggertsson í Sigtúnum, allir á Akranesi. Í vörslu Þjóðminjasafns og liggur undir skemmdum Mörgum árum síðar sótti Karl gröfu Vélasjóðs norður í Staðarbyggðarmýrar í Eyjafirði og gerði hana upp fyrir landbúnaðarsýn- ingu. Eftir það var hún flutt upp að Görðum á Akranesi, þar sem hún var í umsjón hans. Eftir að Karl féll frá og eftirliti með vélinni hrakaði, fór hún að liggja undir skemmdum og kom þá til tals að farga henni. Þegar hér var komið sögu barst Pétri G. Jónssyni hjá Þjóðminjasafni Íslands þetta til eyrna, en hann brást þegar við og bjargaði gröfunni frá glötun. Pétur kom gröfunni fyrst í hús í Árbæjarsafni, en síðar í geymslu Þjóðminjasafnsins í Kópavogi. Bjarni Guðmundsson, forstöðu- maður Búvélasafnsins á Hvanneyri, ræddi á þessum árum við þjóðminja- vörð um lagfæringu og varðveislu gröfunnar og mun safnið hafa ætlað að bjóða gröfunni húsaskjól á vegum Búvélasafnsins og þá í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Árin liðu og ekkert hefur orðið af framkvæmdum við að bjarga vélinni, og mun hún enn standa óvarin fyrir veðri og vindum í porti Þjóðminjasafns Íslands við Vesturvör í Kópavogi. Vinda þyrfti bráðan bug að því að gera þessa sögufrægu skurðgröfu upp og koma henni í varanlegt skjól, væntanlega á Hvanneyri, þar sem hún myndi sóma sér vel sem einn af sýningargripum Búvélasafnsins. Fyrstu jarðýturnar og kílplógur Þorsteins á Ósi Þegar skurðgrafan hóf vinnu í Garðalandinu á Akranesi fóru menn að huga að því hvernig hægt væri að dreifa hinum miklu ruðningum sem upp úr skurðunum komu. Afréð Verkfæranefnd þá að kaupa beltatraktora með jarðýtu til að vinna þetta verk. Voru kaupin gerð að tilhlutan Árna G. Eylands, sem þá var starfsmaður Grænmetisverslunar landbúnaðarins. Voru pantaðar þrjár vélar af gerðinni International TD 9. Eina vélina tók Verkfæranefnd til sinna þarfa, önnur var seld Sigfúsi Öfjörð í Norðurkoti í Flóa og hina þriðju fengu bræðurnir Jón og Gísli Jónssynir á Vestri-Loftsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi. Vél Verkfæranefndar var flutt til Akraness frá Reykjavík 4. og 6. ágúst 1943, hún sett saman og byrjað var að vinna með henni við gatnagerð á Akranesi 11. ágúst, en að því loknu, þann 14 ágúst, var farið að ryðja úr skurðruðningunum í Garðaflóa. Þeirri vinnu lauk 26. ágúst og hafði þá verið rutt út um 5 km af ruðn- ingum, en að því loknu haldið uppá Skorholtsmela. Eins og áður sagði tók ýtan til starfa í Garðaflóa 14. ágúst 1943. Kom þegar í ljós að vinnubrögð hennar voru hin bestu er á varð kosið, bæði til að dreifa ruðningum og jafna þá sem ræktunarvegi. Um haustið 1943 var unnið með vélinni að vegagerð á Skorholtsmelum í Leirár- og Melasveit. Þar var lagður fyrsti vegarspottinn sem gerður var með jarðýtu af íslenskum mönnum hér á landi. Þannig losnaði skriðan. Kapphlaup varð um að fá beltistrakt- ora með jarðýtum og fengu færri en vildu. Síðasti eigandi ýtunnar - sem nú gekk undir nafninu Hólaýtan - Torfi bóndi Guðlaugsson í Hvammi í Hvítársíðu, varðveitti þessa fyrstu jarðýtu fram til ársins 2006, að hann kom henni í góðu lagi til Samgönguminjasafns Skagafjarðar. Hér má einnig nefna til sög- unnar íslenskt verkfæri, tengt Garðalandinu, sem víða var notað við túnrækt, en það var kílplógur Þorsteins Stefánssonar bónda og ýtustjóra á Ósi. Þorsteinn smíðaði kílplóginn um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Síðan tók vélsmiðan Logi á Akranesi við framleiðslunni. Kílplógar höfðu áður verið dregnir af hestum, en það var svo Þorsteinn sem lagaði plóginn að jarðýtum. Ólafur Þorsteinsson, bóndi á Ósi, hefur lýst áhuga á að koma kílplóg föður síns upp í Búvélasafnið, en plógurinn mun enn vera í notkun hjá þeim sonum Þorsteins á Ósi. Fyrsti traktorinn, mórinn og kartöflurnar Akranes er sögufrægt hvað sjávar- útveg varðar en þar var fyrsti vísir að sjávarþorpi á Íslandi á 17. öld. En eins og að ofan greinir má segja það sama um Garðalandið fyrir ofan bæinn. Þar hefst upphaf vélaaldar í íslenskum landbúnaði, en eins og kunnugt er kom Akranestraktorinn árið 1918, keyptur til landsins af þeim frændum Þórði Ásmundssyni og Bjarna Ólafssyni á Akranesi, og var honum einnig beitt í Fyrsta vélknúna landbúnaðartækið sem kom til Íslands 12. ágúst 1918, var Avery dráttarvél. Kaupendur voru Þórður Ásmundsson og Bjarni Ólafsson, Akranesi. Undir stýri er Vestur-Íslendingurinn Jón Sigmundsson, en hann setti vélina saman og kenndi á hana. Til hægri er Jón Diðriksson í Elínarhöfða á Akranesi. Mynd / Byggðasafn Akraness. Óþekktur ljósmyndari. með aðstoð lárétts hliðargálga. Mynd / Byggðasafn Akraness. Óþekktur ljósmyndari. Priestman Cub. Hér sést vel hvernig Erlend mynd af uppgerðri Priestman Cub gröfu með svokallaðri „Face Hér stjórnar Eirík Eylands gröfunni á Skuldartorgi. Í baksýn eru húsin Sunnuhvoll, Vegamót og Ársól. (Fyrir á landinu Mynd / Ólafur Árnason. Nútíma útgáfa af Priestman skurð-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.