Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Gróðureyðingarefni geta innihaldið skaðleg þrávirk eiturefni og notkun þeirra hefur oft valdið harðvítugum deilum víða um heim: Roundup á uppruna að rekja til eiturefnahernaðar – Lýst sem banvænni frænku Agent Orange en framleiðandi sagði efnið meinlausara en borðsalt en var skipað að draga þau orð til baka Illgresiseyðirinn Roundup er fram- leiddur af fyrirtækinu Monsanto og markaðssettur víða um lönd undir um 90 mismunandi heitum. Þetta er trúlega mest notaði illgresiseyðir í heim- inum í dag og er stund- um nefndur banvæna frænka Agent Orange, sem notað var í stórum stíl í Víetnamstríðinu og úðað yfir skóga úr C-130 herflutningavélum árum saman. Óljóst er af opinberum tölum um innflutning á illgres- iseyði til Íslands hversu stórt hlut- fall Roundup er af 18.388 kg sem flutt voru inn á árinu 2011, en sam- kvæmt heimildum Bændablaðsins er það talið umtalsvert. Tölur Hagstofu um tæplega 18,4 tonn innflutning miðast við tollnúmer 38089300 sem er illgresiseyðir og fleira. Ýmis önnur eiturefni eru þó flutt til landsins af skyldum toga eins og sveppaeyðingarefni, fúavarnarefni og skordýareitur svo eitthvað sé nefnt. Upphafið Agent Orange, sem hannað var til hernaðarnota Samhliða notkun Agent Orange voru eiturefni sem kölluð voru Agent Pink, Agent Blue og Agent White og drógu nöfn sín af litnum á tunnunum sem efnunum var pakkað í fyrir notkun. Tilraunir voru fyrst gerðar með Agent Orange á eyjunni Vieques í Puerto Rico undir 1950 en þessi illgresiseyðir innihélt baneitrað 2,3,7,8-tetrachlordibenzo-para- dioxin (TCDD). Strax komu upp eituráhrif hjá þeim verkamönnum sem meðhöndluðu efnið en það kom þó ekki í veg fyrir notkun á efninu í stórum stíl um langt árabil. Stórskaðlegt mönnum Agent Orange sem úðað var í Vietnam olli bandarískum her- mönnum heilsutjóni, ekki síður en íbúum á svæðinu og hermönnum heimamanna. Efnið var áhrifaríkt við að drepa laufblöð og gróður og því notað til að auðvelda mönnum að sjá meinta óvini í gegnum skógar- þykknið í Víetnam. Þó lengi vel hafi verið þrætt fyrir skaðleg áhrif Agent Orange á her- menn var að lokum staðfest að efnið getur haft verulega skaðleg áhrif á fólk, m.a. kallað fram sykursýki 2 í fólki og haft skaðleg áhrif á briskirtil. Það er líka talið hafa skaðleg áhrif á DNA-erfðamengi manna, ekki síst þeirra sem neyta mikils grænmetis á stöðum sem eitrað hefur verið á. Eru fæðingargallar barna við Mekong- ána meðal annars raktir til þessa efnis. Í Agent Orange sem notað var í Víetnam er innihald TCDD-eiturefna talið hafa verið þúsund sinnum meira en í „eðlilegri“ blöndu. Samkomulag var gert í maí 1984 um að Monsanto borgaði 45,5% af þeim bótum sem bandarískum hermönnum voru dæmdar vegna eiturnotkunar í Víetnam. 72 milljónum lítra úðað yfir Víetnam Samkvæmt orðum Vu Trong Huong, stjórnanda stríðsglæparannsóknar eftir Víetnamstríðið, kom fram í alþjóðlegum rannsóknum að 72 milljónum lítra af eiturefnum hefði verið úðað yfir Víetnam í stríðinu. Meira en 40 milljónir lítra af því magni innihéldu díoxín. Ætlunin var að breyta Víetnam í „eyðimörk". Hann segir einnig að yfir 50.000 hræðilega vansköpuð börn hafi fæðst strax í kjölfarið. Ekki er vitað um heildarfjölda vanskapaðra barna en talið er að þau geti verið nærri hálf milljón talsins. Enn þann dag í dag hefur þessi hernaður sem átti sér stað fyrir rúmum fjörtíu árum mikil áhrif. Rauði krossinn í Vietnam setti því á fót sjóð árið 2010, Agent Orange Victims Fund (AOVF), til að aðstoða fórnarlömb Agent Orange eiturefnahernaðar Bandaríkjamanna í Bac Giang, Lao Cai, Son La, Binh Duong and Quang Nam. Er þetta þriggja ára verkefni sem miðar að því að styrkja þetta fólk fjárhagslega m.a. með því að setja upp kúabanka sem 350 bændafjölskyldur á þessum svæðum hafa aðgang að. Roundup sagt öruggara en borðsalt Monsanto fullyrti, þegar Roundup kom á markað, að það væri nánast hættulaust efni í samanburði við Agent Orange. Fullyrti fyrirtækið jafnvel að Roundup væri öruggara en borðsalt. Samt sem áður er um 41% af innihaldi af óblönduðu Roundup baneitrað glyphosate, en afgangurinn er vatn og um 2.300 önnur efna- sambönd, sem sögð eru viðskipta- leyndarmál. Monsanto var þó gert fyrir dómstólum í Bandaríkjunum að draga í land varðandi fullyrðingar um meinleysi Roundup. Roundup er þrávirkt eiturefni og við gróðureyðingu drepur það orma og önnur dýr í jarðvegi. Á heimasíðu Garðheima (http://www. gardheimar.is/Assets/Heildsala/eitur/ roundup.pdf) má sjá greinargóða lýsingu á Roundup sem flutt er inn frá MONSANTO Europe S.A. Þar segir meðal annars að það erti augu, sé eitrað vatnalífverum og geti haft skaðleg langtímaáhrif á lífríki í vatni. Þar segir að forðast beri að mengunin berist í fráveitu, vatnsból og vatns- farvegi. Það er því sannarlega tals- vert hættulegra en borðsalt. Hliðarafurð við framleiðslu á Roundup er baneitrað díoxín, sem seint verður talið heilsusamlegt og mun hafa verið notað í stórum stíl við framleiðslu á illgresiseyðunum Agent Orange og Love Canal. Eiturefnaþolnar nytjajurtir Monsanto og dótturfélögin Delta og Pine land Co. framleiða einnig genabreytt fræ sem hafa þol gegn eiturefninu Roundup, eða svokallað Roundup Resistant Seed. Þar mun m.a. vera um að ræða repjufræ, sojabaunafræ, maísbaunir, sykurreyrs- og bómullarfræ. Efnabreyttar jurtir af þessum toga eru sagðar eyða öðrum gróðri á svæðum þar sem þær eru ræktaðar og vera mjög ágengar í náttúrunni. Monsanto hefur einkaleyfi á þessum erfðabreyttu og eiturefna- þolnu jurtum og í kjölfar gríðar- legrar notkunar á eiturefnum á borð við Roundup hefur Monsanto tekist að ná gríðarlegri markaðshlutdeild í Bandaríkjunum fyrir eiturefna- þolið sáðkorn. Vegna einkaleyfisins mega bændur ekki geyma korn úr sinni uppskeru til næstu sáningar heldur eru skyldugir til að kaupa allt sáðkorn af Monsanto og eru miskunnarlaust lögsóttir ef þeir reyna að sniðganga það. Þessu er m.a. lýst ágætlega í myndinni Food Inc. sem Sjónvarpið sýndi á döguum. Monsanto fjármagnar um leið alla uppbyggingu bændanna en skammtar þeim úr hnefa verð fyrir afurðirnar. Þannig eru kornbændur gerðir að þrælum fyrirtækisins. Monsanto teygir anga sína víða m.a. inn í lönd Evrópusambandsins þaðan sem Íslendingar kaupa m.a. Roundup illgresiseyðinn. Mjólkuraukandi hormón Monsanto framleiðir líka margvísleg önnur efni eins og Bovine Growth Hormone eða Bovine somatotropin (BGH eða BST). Afsprengi af því er líka nefnt Posilac, sem er vaxtar- hormón fyrir kýr sem ætlað var að auka mjólkurframleiðslu þeirra með innsprautun um allt að 10-16%, eða um 10 pund á dag, að því er segir á heimasíðu framleiðanda: „Posilac er eitt besta tólið til að hjálpa þér við að ná aukinni framlegð með skjótum hætti.“ Þetta efni á rætur að rekja til ársins 1937, mun vera þróað upp úr erfðabreyttum E. coli bakteríum (saurgerlum) og hét þá recombinant bovine somatotropin (rBST). Monsanto markaðssetti þetta undir vörumerkinu Posilac á árinu 1994. Hefur notkun þessa efnis orðið tilefni til fjölda lögsókna. Vörumerkið mun nú vera í eigu Elanco Animal Health, sem er deild í Eli Lilly and Company og kallað ELANCO POSILAC®. Hefur efnið verið leyft í Bandaríkjunum en bannað í Kanada, Evrópu- sambandslöndunum, Ástralíu, Nýja- Sjálandi og Japan. Hafa hormónar úr kálfakjöti sem fóðraðir hafa verið á slíkri mjólk m.a. verið tengdir við aukna tíðni brjóstakrabbameins í konum. /HKr. Heimildir: h t tp: / /www.soarings p ir i t - withtears.com/boycott/boycott- monsanto.html http://www.heureka.clara.net/ gaia/orange.htm http://en.wikipedia.org/wiki/ Bovine_somatotropin http://www.elanco.us/products/ posilac.htm http://www.ethicalinvesting.com/ monsanto/bgh.shtml - - Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Heimasíða. www.velbodi.is Þórisstaðir, Grímsnes og Grafningshreppi Um er að ræða jörðina Þórisstaði sem er 150 ha að stærð. Þar af er ræktað land um 30 ha. Á jörðinni er 164,8 fm steinsteypt íbúðarhús sem byggt var árið 1973. Að auki eru eftirfarandi útihús: 212,0 fm hesthús og 137,6 fm sambyggð hlaða sem búið er að innrétta sem trésmíðaverkstæði. Mikil uppbygging er í sveitinni m.a. er nýr grunnskóli og glæsileg sundlaug og íþróttahús á Borg sem er í ca. 10 km fjarlægð frá jörðinni. Stutt er í alla helstu þjónustu m.a er heilsugæslustöð í Laugarási. Selfoss er í um 30 km fjarlægð og Reykjavík um 80 km fjarlægð. Verð 82,0 millj.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.