Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012
Verkstæðisformaður
Ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu leitar að verk-
stæðisformanni.
Um er að ræða starf sem felur í sér almennt viðhald og við-
gerðir á bifreiðum.
Bílaflotinn samanstendur af stórum og millistórum rútum auk
jeppa sem notaðar eru í dagsferðir frá Reykjavík.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf í Apríl/Maí.
Áhugasamir sendi starfsferilskrá auk upplýsinga um sig á
netfangið: verkstaedisformadur@gmail.com
vörubíladekk
893-3305
Til sölu
!!
" #
$!%
#
& !!
''
#
(
!(!
)) *! +
(
>?
.
#
Skipulagsmál sveitarfélaga
og „utanvegaakstur“
– Hver tekur ákvarðanir?
Utanvegaakstur er vandamál hér
á landi, en víðáttumikið kerfi veg-
slóða hefur orðið til án þess að
farið hafi verið eftir eðlilegum
skipulagsferlum, sem felur í sér að
vera samþykkt af til þess ábyrgum
aðilum, skipulagsyfirvöldum og
landeigendum. Mörg dæmi eru
um að slíkir vegslóðar séu birtir
í opinberum kortagrunnum sem
opnir eru almenningi, oft í óþökk
landeigenda og viðkomandi sveit-
arfélaga.
Gísli Rafn Guðmundsson,
nemandi í umhverfisskipulagi
við Landbúnaðarháskóla Íslands
vann síðastliðið sumar verkefni
sem bar heitið „Skipulagsferlar
og matsskalar vegna vegslóða“ og
var það styrkt af Nýsköpunarsjóði
námsmanna. Umsjónarmaður
verkefnisins var Auður Sveinsdóttir,
dósent við LbhÍ. Verkefnið fólst í
að treysta skipulagsforsendur fyrir
ákvarðanatöku um framtíð þessa
veigamikla hluta vega og slóðakerfis
sem enn er ósamþykkt og hefur
meðal annars orðið til vegna aksturs
utan vega.
Sem dæmi sést mikið ósamræmi
í sveitarfélaginu Borgarbyggð,
en þar eru töluvert fleiri veg-
slóðar birtir í opnum kortagrunni
Landmælinga Íslands en á lög-
bundnu og samþykktu aðalskipulagi
Borgarbyggðar. Að auki er stór hluti
reiðstíga Borgarbyggðar birtur sem
akvegir í umræddum kortagrunni.
Rétt er að benda á að í verkefninu
var einnig skoðað hvort slíkt
misræmi væri milli birtingar
og samþykktar vegslóða innan
Ásahrepps. Niðurstaðan er mjög
svipuð, þ.e.a.s. mikið ósamræmi
í því sem birt er á aðalskipulagi
sveitarfélagsins og því sem sýnt er
á opnum gagnagrunni Landmælinga
Íslands. Ætla má að þessu sé svipað
farið hjá öðrum sveitarfélögum.
Samkvæmt lögum eru það
sveitarfélögin sem fara með skipu-
lagsvaldið á aðalskipulagsstigi og
Skipulagsstofnun er eftirlitsaðili
en ráðherra staðfestir. Sú spurning
hlýtur því að vakna hvað sé rétt
og eftir hverju er farið? Er aðal-
skipulagið í reynd það stjórntæki
sem sveitarfélögin hafa til að móta
stefnu um landnýtingu og land-
notkun svæðisins um árabil eða
gagnslaust plagg - hverjir ráða?
http://www.issuu.com/gislirafn/
docs/skipulagsferlar_og_mats-
skalar_vegna_vegsl__a
Auður Sveinsdóttir,
landslagsarkitekt FÍLA
og dósent við
Umhverfisskipulagsbraut
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Kort af Borgarbyggð sem sýnir glöggt það misræmi sem er á milli aðalskipulagsins (sem staðfest var af ráðherra
2011) og opins kortagrunns Landmælinga Íslands. Ennfremur er algengt að árstíðabundnir smalavegir séu birtir í
opnum kortagrunnum og ólíklegt að bændur og landeigendur kæri sig um að almennri umferð sé beint inn á slíka vegi.
Full búð af glæsilegum
Ítölskum sófasettum
Síur í
dráttarvélar
WWW.VELAVAL.IS
Vélaval-Varmahlíð hf.
sími: 453-8888
Sendum frítt út á land. - Skoðið heimasíðu okkar Heimilisprydi.is
Heimilisprýði ehf. - Sími 553-8177 - heimilisprydi@simnet.is
Einnig úrval af hvíldarstólum,
bókahillum, sófaborðum.