Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Kornrækt á 27 hekturum Margvíslegri hagræðingu hefur verið beitt í íslenskum landbúnaði undanfarin ár til að auka rekstarhag- kvæmni. Aukin sjálfbærni búa sem liður í að minnka kaup á aðföngum erlendis frá hefur einnig verið mjög í umræðunni. Til að auka sjálfbærni búsins í Stóru-Mörk hafa ábúendur t.d. ræktað korn á um 27 hekturum, sem nýtt er sem kjarnfóður fyrir kýrnar. Lætur nærri að þetta dugi fyrir hátt í helmingi af kjarnfóður- þörf búsins. Eru kornakrar búsins í landi Seljalands, en kornið er sett óverkað án sýru í lokaða plastpoka í stórsekki og síðan valsað fyrir gjöf. Helst kostnaðurinn við korn- ið þannig í lágmarki. Hefur þetta komið vel út og afar sjaldgæft að korn skemmist. Gólfin brotin, flór niðurgrafinn og básum fjölgað Eyvindur Ágústsson, eiginmaður Aðalbjargar, segir að þó verið sé að kaupa tvo nýja mjaltaþjóna, þá verði mun meira umstang við að breyta fjósinu en að koma þeim fyrir. Í dag er fjósið útbúið með flórsköfum en hugmyndin er að brjóta upp gólfin og grafa flórinn niður. Yfir flórnum verða síðan grindur sem munu stór- bæta þrifnað í fjósinu og væntanlega líðan kúnna. Þá verður með þessum breytingum fjölgað um bása fyrir 14 kýr. „Við ætlum að byrja á þessu núna í febrúar og þá verður von- andi hægt að koma róbótunum upp fyrir vorið.“ Auk þessara framkvæmda var á síðastliðnu hausti ráðist í endur- bætur á aðstöðunni fyrir ungkálfa- eldið. Eru þeir nú á pöllum yfir haughúsinu í stað þess að vera á hálmi, sem þýðir betri þrif og minni vinnu við umhirðu. Í elsta hluta fjóssins er síðan enn gamalt rör- mjaltakerfi sem er í fullu gildi og þar eru kýr m.a. hafðar fyrst eftir burð. Ferðaþjónustan í Stóru-Mörk Árið 1996 hófu ábúendur í Stóru- Mörk að bjóða upp á ferðaþjónustu. Það er Ragna Aðalbjörnsdóttir sem stýrt hefur þeirri starfsemi af röggsemi með aðstoð eiginmanns- ins Ásgeirs. Hún segir þetta hafa gengið vel en um 90% gestanna séu útlendingar og þá aðallega Frakkar og Þjóðverjar. „Við erum með hér á neðri hæðinni aðstöðu fyrir 12 gesti í her- bergjum. Síðan erum við með tvö nýleg hús hér úti. Gestir ganga hér að uppbúnum rúmum og fá hjá okkur morgunmat. Markaðssetningin er síðan í gegnum Ferðaþjónustu bænda. Auk þess hefur alltaf komið hér einn og einn á eigin vegum.“ Ragna segir að meðan gosið í Eyjafjallajökli stóð yfir hafi verið fullbókað af útlendingum, en Íslendingar hafi hinsvegar afbókað. Þá hafi borið nokkuð á því strax eftir gosið að dregið hafi úr bókunum sökum ösku og ryks í lofti en það hafi síðan snúist við. Nú sé útlitið gott á nýju ári. /HKr PVC – Ál – Ál / Tré - Tré Allar gerðir glugga og hurða Gluggavinir.is Hlíðasmári 11 Sími: 571-0888 Upplýsingar og pantanir í síma 465 1332                      !" 1%% ( -     !% 232 2 4  5&!! 67  .              !! # $% $%&  '  Aðalbjörg og Eyvindur í fjósinu í Stóru-Mörk og litfagra kýrin á bak við þau og fremst á myndinni fyrir ofan er aldursforsetinn í fjósinu. Kálfarnir voru snöggir að grípa til matar síns þegar Aðalheiður bar fyrir þá fóðurbætinn. Emilía Rós með Lilju Rut frænku sinni í fjósinu en hún er mikil búkona. Mynd / RA Hluti af heimilisfólkinu að Stóru-Mörk. Talið frá vinstri: Aðalbjörg Ásgeirsdóttir með soninn Ásgeir Ómar í fanginu, ásamt foreldrunum sínum, Rögnu Aðal- björnsdóttur og Ásgeiri Árnasyni og eiginmanninum Eyvindi Ágústssyni. Fremst fyrir miðju er Emilía Rós Eyvindardóttir. Lilja Rut, níu ára dóttir Rögnu og Ásgeirs var í skólanum þegar myndin var tekin.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.