Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Utan úr heimi Nýjar áherslur í fæðuöflun jarðarbúa Um tveir þriðju hlutar þeirra jarðarbúa, sem teljast fátækir, eru bændur sem stunda smábúskap í þróunarlöndunum. Þeim stafar einnig meiri hætta en öðrum af breytingum á veðurfari jarðar- innar, sem hefur farið hlýnandi. Jafnframt búa þeir við slæmar aðstæður til geymslu matvæla og erfiða samkeppni við ríkar þjóðir, sem krefjast viðskiptafrelsis og beita þar fyrir sig Alþjóða við- skiptastofnunni, WTO. Afleiðing þessa er sú að íbúar þróunarlandanna flytja til bæja og borga í leit að betri lífsafkomu en eftir standa mannlaus þorp og ónytjað ræktunarland. Af flatarmáli Noregs eru um 3% notuð til land- búnaðar og matvælaframleiðslu. Það hlutfall minnkar jafnt og þétt og undanfarin sex ár hafa um 27.000 hektarar ræktaðs lands verið teknir úr notkun, jafnframt því sem bændum hefur fækkað um 6.200 á sama tíma. Mikið af ræktunarlandi á yfirgefnum norskum jörðum er þannig staðsett að það nýtist ekki öðrum bændum. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að þessi þróun er óæskileg, hvort sem er fyrir Noreg eða alþjóða- samfélagið. Veðurfarsbreytingar og minna tiltækt ræktunarland, jafnt í Evrópu og öðrum heimsálfum, munu knýja á um aðgerðir. Þar mun einnig hafa nokkuð að segja að aukin notkun tilbúins áburðar skilar ekki sama árangri og áður eða hann verður torfengnari, einkum fosfór, sem spáð er að gerist um miðja þessa öld. Samstaða fer vaxandi meðal þeirra, sem fjalla um matvælaþörf jarðarbúa, um það að landbúnaður sem stundaður er á litlum einingum, nýtir sér fjölbreytta tækni og hefur lágmarksþörf fyrir vökvun eigi sér mesta framtíð í því að sjá fólki fyrir fæðu. Í efnaðri heimshlutum vex skiln- ingur fólks á þeirri hættu sem stafar af veðurfarsbreytingum á jörðinni. Það beinir jafnframt sjónum fólks að því að hagkvæmt sé að draga úr flutningum á hráefnum í matvæli um langan veg Þessi sjónarmið eru einkum áberandi í Bandaríkjunum, þar sem aukinn áhugi er á að draga úr stærð bújarða. Í Evrópu hefur áhugi almennings einnig vaxið á matvælum af heima- slóðum sem og lífrænt framleiddum mat. Noregi ber skylda til að huga betur að þessum sjónarmiðum og auka eigin hlut í matvælum þjóðar- innar. Mikilvægur þáttur í því er aukin fræðsla um uppruna þeirra matvæla sem fólk neytir. Nationen 24. nóv. 2011, vAnnette Jörstad, stytt Sú aðferð að breyta timbri í gas var mikið notuð á árum áður: Yfir ein milljón viðarknúinna ökutækja á götunum í seinni heimstyrjöldinni Hlýnun jarðar getur skaðað efnahag Kína. Það er niðurstaða skýrslu sem unnin er að frum- kvæði þarlendra stjórnvalda. Úlit er fyrir minnkandi vatnsmagn í ám og vötnum og að þurrkar auk- ist. Þessar breytingar geta dregið úr fæðuframleiðslu í Kína, segir í skýrslunni, sem fjallar um afleið- ingar hlýnandi veðurfars á efna- hag þjóðarinnar. Í skýrslunni er því slegið föstu að losun gróður- húsalofttegunda af mannavöld- um með vaxandi iðnvæðingu, auknum samgöngum og breyttri landnotkun, valdi hlýnun í loft- hjúpnum sem þegar til lengdar lætur muni ógna efnahag þjóð- arinnar og matvælaframleiðslu. Þetta er niðurstaða skýrslunnar, sem er 710 bls. að lengd. Kínverjar losa nú mest allra landa á jörðinni af gróðurhúsa- lofttegundum, segir í skýrslunni. Jafnframt er þar gert ráð fyrir að losunin aukist enn frekar á næstu árum og að ekki fari að draga úr henni fyrr en um 2030, en verulegur samdráttur verði fyrst um 2050. Kínverjar áætla ennfremur að breytingar á veðurfari muni leiða til 5-20% samdráttar í kornfram- leiðslu fram til ársins 2050. Aukinn koltvísýringur í andrúmslofti, sem jurtir binda, getur vegið þarna að nokkru leyti upp á móti. Jafnframt er bent á að framfarir í landbúnaði geti sums staðar bætt upp þá upp- skeru sem tapast annars staðar. Viðurkennt er að veðurfarsbreyt- ingar hafi bæði jákvæð og neikvæð áhrif en að hin neikvæðu vegi þó þyngra, segir veðurfarsfræðingur- inn Lin Erda, einn af aðalhöfundum skýrslunnar, í viðtali við fréttastofu Reuters. Veðurfarsfræðingar og embættismenn skrifuðu skýrsluna í sameiningu og er hún byggð upp á sama hátt og hliðstæð skýrsla frá árinu 2007. Dýrari aðlögun Til eru ýmis ráð til að laga mat- vælaframleiðslu að breyttu veðurfari en þó er ljóst að kostnaður við það mun fara vaxandi, segir Lin Erda. Áætlað er að meðalhiti í Kína árið 2050 verði um 2,5-4,6°C gráðum hærri en meðalhitinn 1961-1990. Þessi hækkun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbúskap í land- inu. Þá er búist við því að úrkoman falli á skemmri tíma en áður en það leiðir aftur til þess að þurrkatímabil og flóðatímabil verði meira áberandi. Á láglendi er einnig búist við því að hækkun sjávarstöðu ógni þéttbýlum svæðum. Nationen, 19. janúar 2012. Breytingar framundan á veðurfari í Kína Þær aðferðir sem Þorbjörn A. Friðriksson efnafræðingur lýsti í síðasta Bændablaði við að umbreyta lífmassa eins og grasi og timbri í gas, olíu og fleiri efni er vel þekkt. Því séu engir tæknilegir örðugleikar á að hefja slíka fram- leiðslu hérlendis. Segir Þorbjörn að þessi aðferð hafi m.a. verið uppistaðan í gasvæðingu borga í Evrópu á átjándu-, nítjándu- og í byrjun tuttugustu aldar þegar jarðolía var ekki orðin eins algeng á markaði og síðar varð. Var þessi aðferð við framleiðslu á fljótandi eldsneyti m.a. mikið notuð bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Yfir ein milljón „viðarökutækja“ var í notkun Sú aðferð að kola timbur með hita til að framleiða gas var af illri nauðsyn mjög mikið notuð víða um heim á árum seinni heimstyrjaldarinnar. Yfir ein milljón slíkra ökutækja, sem stundum voru kölluð Woodmobiles eða viðarökutæki, var í notkun í heiminum í stríðinu og sjást þau jafn- vel enn þann dag í dag. Þar af voru 500 þúsund í Þýskalandi, 73.000 í Svíþjóð, 65.000 í Frakklandi, 10.000 í Danmörku, 9.000 í Noregi, 9.000 í Austurríki, nærri 8.000 í Sviss, Í Finnlandi voru 43.000 slík ökutæki í notkun 1944, þar af 30.000 trukkar og rútur, 7.000 einkabílar, 4.000 dráttarvélar og 600 bátar. Viðarknúnir bílar voru einnig notaðir í Bandaríkjunum, Kanada og Asíu, en þó einkum Ástralíu þar sem voru um 72.000 slík ökutæki. Ökutækjum með viðarbrennara fækkaði ört með tilkomu aukinnar olíuvinnslu eftir stríð. Á árunum upp úr 1950 voru þó enn í notkun um 20.000 viðarökutæki í Vestur- Þýskalandi. Frekari þróun Svíar settu á fót viðamiklar rann- sóknir árið 1957 til að kanna hvernig mætti nýta timbur sem eldsneyti þar sem landið hafði engan aðgang að olíulindum. Voru þessar rannsóknir styrktar af Volvo. Skilaði þetta Svíum margvíslegri tækniþekkingu þar sem bílar og dráttarvélar voru eknar meira en 100.000 kílómetra í tilraunum. Niðurstöðurnar rötuðu síðan inn í skýrslu FAO árið 1986. Hafa Svíar og ekki síður Finnskir áhugamenn nýtt sér þessar niðurstöður til að þróa við- ar-gas tæknina áfram. Þorbjörn segir að tæknin við slíka framleiðslu á gasi sé vissulega orði mjög fullkomin. Hinsvegar er raunhæfara að fram- leiða eldsneyti í formi gass, dísil- olíu eða annars orkumiðlara í stórum stöðvum fremur en að vera með litlar eldsneytisframleiðslustöðvar á hverju einasta ökutæki. /HKr. Franskur Peugeot af árgerð 1940 með búnaði til að umbreyta timbri í gas sem síðan var notað til að knýja mótor bílsins. PkW bifreið í Þýskalandi með Holzgas-Generator sem framleiddi gas úr timbri. Volvo í Svíþjóð setti á fót viðamiklar rannsóknir árið 1957 á því hvernig nýta mætti timbur sem eldsneyti á ökutæki. Spurningin er þó hvort allir bíleig- endur séu tilbúnir að hafa slíka orkustöð á afturstuðaranum eins og eigandi þessarar Volvo 240 bifreiðar. Ýmsar útgáfur voru til af eldsneytis- búnaði timburknúnu bílanna. Um 20 þúsund mótmæltu í Þýskalandi: Vilja afleggja verksmiðjubúskap og erfðabreytta ræktun Yfir 20 þúsund manns mættu til útifundar í Berlín laugardaginn 21. janúar til að mótmæla verk- smiðjubúskap, stórbúskap með lif- andi dýr og erfðabreyttri ræktun. Einnig hneykslismálum og meintri ósanngjarnri ræktunarstefnu sem viðgengist um allan heim. Í hópi mótmælenda voru fulltrúar 90 mismunandi hópa og samtaka, þar á meðal dýravelferðarsamtaka, bændur í lífrænni ræktun og neyt- endur. Var höfð uppi krafa um að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og landbúnaðarráðherrann Ilese Aigner beittu sér fyrir breytingum á núverandi kerfi. Þrátt fyrir leiðindaveður og slyddu hlýddu mótmælendur á ræður og músík og fylgdust með þegar fjögurra tonna skúlptúr var afhjúpaður, en hann ber heitið „Wir haben es satt“ sem útleggja má á íslensku sem „Við höfum fengið nóg“. Skúlptúrinn er eftir Stephan Kreppold, sem er bóndi sem stundar lífræna ræktun. Er þetta í annað sinn síðan 2010 sem mótmæli af þessum toga fara fram í Þýskalandi undir slagorðunum „Við höfum fengið nóg“. Segja mótmælendur að stefna Evrópusambandsins og landbúnaðar- ráðuneytisins hafi gengið í öfuga átt. Stefnan sé undirlögð af skandal vegna díoxínmengunar og fúkkalyfja í kjöti. Sjónvarpsforkólfurinn Sara Wiener krafðist þess á fundinum að akuryrkjuiðnaður yrði aflagður og þess í stað horfið til sjálfbærrar akur- yrkju. Sagði hún að fúkkalyfjaónæmar bakteríur, sem nýlega fundust í kjúk- lingakjöti, væru aðeins toppurinn á ísjakanum. „Við erum búin að fá upp í kok af stöðugum matvælasköndulum. Það er kominn tími til að almenningur dragi sínar ályktanir af þessu,“ sagði Wiener í viðtali á vefsíðu áhuga- manna um lífræna ræktun.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.