Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 8
Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 20128
Fréttir
Kryddilminn leggur yfir
Skerjafjörðinn þar sem blandaðar
eru Bezt á -kryddblöndurnar fyrir
kjöt og fisk í gömlu hverfisverslun-
inni Skerjaveri. Á átta árum hafa
Hjördís Andrésdóttir og Stefán
Halldórsson maður hennar komið
jafnmörgum kryddblöndum á
markað og krydda að auki tilveru
Færeyinga með vörum sínum.
„Stefán á nú að mestu heiðurinn
af þessu, því hann hóf tilraunir
með að blanda saman hinum ýmsu
kryddum til að fá rétta útkomu -
það er hann sem er með kryddnefið.
Eftir að við höfðum gefið frá okkur
nokkuð mörg kíló af kryddblöndu
yfir þó nokkurn tíma kom eitt sinn
til okkar nágrannakona sem vildi
endilega fá að borga fyrir. Ég rak þá
verslunina Skerjaver og við ákváðum
að setja kryddið í dollur og selja í
litlu búðinni á horninu í Skerjafirði.
Það gekk nokkuð vel og eftir hvatn-
ingu frá vinum og vandamönnum
ákvað Stefán að kynna þetta á fleiri
stöðum. Eftir að hann fór með prufur
í Melabúðina varð eiginlega allt
vitlaust og kryddævintýrið okkar
hófst fyrir alvöru,“ útskýrir Hjördís
brosandi.
Útrás til Færeyja
Hráefnið í kryddblöndurnar flytja
þau Stefán og Hjördís inn frá danska
kryddsalanum Kurt Dirach og hleyp-
ur magnið á nokkrum tonnum árlega.
„Kurt og kona hans Lisbeth
hafa reynst okkur ákaflega vel og
höfum við alltaf besta mögulega
hráefni í höndunum hverju sinni
frá þeim. Það sem er svo gott við
kryddblöndurnar er að þær taka ekki
bragðið af hráefninu heldur eru mjög
góð viðbót á kjötið eða fiskinn. Við
höfum stundum fengið fyrirspurnir
um að fá keypta eina ákveðna tegund
af kryddi, eins og til dæmis grófan
pipar, og er okkur ljúft að aðstoða
fólk með að útvega hvaða krydd-
tegundir sem er. Áður en við setjum
nýja blöndu í verslanir látum við
mjög marga prófa hana. Með Bezt
á -blöndunum erum við að bjóða
heildarlínu sem er hönnuð fyrir land-
búnaðar- og sjávarútvegsvörur okkar
Íslendinga og það teljum við vera
okkar sterkasta eiginleika,“ segir
Hjördís og bætir við:
„Kryddin okkar eru einnig
komin inn á markað í Færeyjum
og hefur verið vel tekið þar. Þó eru
Færeyingar örlítið á eftir varðandi
nýjungar og eru til dæmis nýbyrj-
aðir að grilla utandyra. Krukkurnar
sem kryddin eru seld í vekja jafnan
athygli, en nágranni okkar og lista-
maðurinn Brian Pilkington hefur
útbúið listaverk á miðana fyrir okkur
og við heyrum mikið af fólki sem
gefur kryddkrukku frá okkur sem
gjöf. En þetta hefur gengið framar
vonum síðan við byrjuðum og
ótrúlegasta fólk sem hefur aðstoðað
okkur. Nú sem endranær erum við í
frekari þróunarvinnu við að blanda
og smakka, breyta og bæta svo segja
má að maður sé með kryddilminn í
nösunum alla daga, en það er bara
gaman að því!“ /ehg
Kaupmannsbúðin á horninu
breyttist í kryddverksmiðju
Ég hef fulla trú á að við höfum
náð botninum í þeim niðurskurði
sem verið hefur til skógræktar
síðustu ár,“ segir Valgerður
Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Norðurlandsskóga.
Á liðnu ári voru gróður-
settar 463.676 plöntur á vegum
Norðurlandsskóga. Það er töluverð
lfækkun milli ára en árið 2010 voru
gróðursettar 686.617 plöntur. Í ár
mun plöntum til gróðursetningar
fjölga frá því sem verið hefur og ríkir
bjartsýni á að nú sé samdráttartíma-
bili síðustu ára lokið.
Skagfirðingar duglegir að planta
Skipting á milli sýslna hvað gróð-
ursetningar varðar var svipuð og
undanfarin ár; voru 23% gróðursetn-
inga árið 2011 í Skagafirði, 22% í
S-Þingeyjarsýslu og 20% í Eyjafirði.
Þá voru 15% heildargróðursetning-
ar liðins árs í V-Húnavatnssýslu,
11% í A-Húnavatnssýslu og 9% í
N-Þingeyjarsýslu.
Alls voru 18.854 plöntur
gróðursettar í skjólbelti, en þar
koma Húnavatnssýslur sterkar
inn með samtals 47% af heildar
gróðursetningum. Skagafjörður og
Eyjafjörður eru hvor um sig með
19% og Þingeyjarsýslur með 15%.
Undanfarin ár hefur lerki verið stærri
hluti en var í fyrra, eða allt að 50 %.
Árið 2011 lá hinsvegar fyrir að greni
yrði plantað í mikið land og því er
hlutfall grenis hærra en verið hefur,
en á móti lækkaði hlutfall lerkisins.
Slæm áhrif á atvinnulífið
„Menn hafa nú séð svart á hvítu
hvaða áhrif þessi niðurskurður hefur
haft á atvinnulífið,“ segir Valgerður,
en gróðrarstöðvar þurftu að segja upp
fólki og skólafólk fékk ekki vinnu
við gróðursetningar á meðan á sam-
dráttartímabilinu stóð.
„Ekki síst held ég að menn hafi
nú gert sér grein fyrir því að það er
grafalvarlegt mál ef timburframboð
verður ekki stöðugt í framtíðinni.
Skógurinn er verðmæt framtíðarfjár-
festing; eins og nýverið var greint frá
í fréttum býðst íslenskum fjárfestum
nú að fjárfesta í skógrækt víða um
heim. Ég held að allir hljóti nú að sjá
mikilvægi þess að íslenska skógar-
auðlindin verði byggð upp með meiri
krafti en gert hefur verið undanfarin
ár,“ segir Valgerður.
/MÞÞ
Forsvarsmenn Norðurlandsskóga bjartsýnir á betri tíð:
Útlit fyrir að gróðursetning
aukist í ár eftir samdrátt Hjördís Andrésdóttir, annar eigandi Bezt á -kryddblandna, og nýráðinn starfsmaður og fjölskylduvinur, Jón S. Hall-
dórsson, hittu blaðamann Bændablaðsins á dögunum. Mynd / ehg
Á átta árum eru kryddblöndurnar
orðnar jafnmargar og fást í öllum
helstu verslunum.
Skógræktarfólk hefur trú á því að samdráttarskeiði sé lokið, enda lítur út
fyrir að plöntufjöldi til gróðursetningar muni aukast frá því sem verið hefur.
Á myndinni er hluti Silfrastaðaskógar, en gróðursetning við Silfrastaði hófst
Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í
þeim stærðum og gerðum sem henta þér.
Bændur og búalið
Framleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku.
Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími.
Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími 557 5580
1966 - 2011
45
ÁRA
Íslensk framleiðsla í 45 ár.
Óska eftir að kaupa
allar tegundir dráttarvéla,
diesel lyftara og jarðtætara
af öllum stærðum.
Uppl. í síma 866-0471 - traktor408@gmail.com
„Risa róbót“ í þjónustu MS á Selfossi
- Raðar á bretti og afkastar 40 tonnum á dag og „sparar" eitt og hálft stöðugildi
MS á Selfossi tók á mánudag-
inn í notkun nýjan „risa róbót"
eða þjark frá Bila í Danmörku.
Róbótinn er í G-vörudeild
mjólkurbúsins og afkastar þar 40
tonnum á dag. Sér hann m.a. um
að raða öllum vörum deildarinnar
samviskusamlega á bretti.
„Þetta er ótrúlega mögnuð græja,
sem verður að störfum hjá okkur alla
daga vikunnar frá kl. 08:00 til 17:00.
Hún sparar okkur eitt og hálft
stöðugildi í deildinni og vinnur
gríðarlega vel," sagði Guðmundur
Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri.
Starfsmenn MS sáu um að setja upp
öll tækin í kringum róbótinn en tveir
Danir frá Bila hafa verið í mjólkur-
búinu síðustu 10 daga við að stilla
róbótinn og kenna starfsmönnum á
hann. Umboðsaðili þjarkans á Íslandi
er Plastco.
/MHH