Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 4
Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 20124 Fréttir Bændur á nær 50 lögbýlum hafa sent Bjargráðasjóði erindi vegna kaltjóns á síðasta ári: Tuga milljóna tjón vegna kals í fyrra Tjón vegna kals á síðasta ári varð verulegt á Norður- og Austurlandi. Nú þegar hafa Bjargráðasjóði bor- ist umsóknir frá bændum á hátt í 50 lögbýlum vegna tjónsins. Að sögn Hildar Traustadóttur stjórn- arformanns sjóðsins er tjónið, sem umsóknir hafa þegar borist vegna, metið á hátt í 80 milljónir króna. Ekki er ólíklegt að sú upphæð hækki enn frekar þar eð enn eru að berast umsóknir um bætur. Samkvæmt 8. grein laga um Bjargráðasjóð er það hlutverk almennrar deildar sjóðsins að veita fjárhagsaðstoð vegna tiltekinna tjóna af völdum náttúruhamfara. Þar er m.a. tiltekið tjón vegna kals. Í lögunum segir jafnframt að stjórn sjóðsins leggi mat á hversu háar bætur sé hægt að veita með tilliti til fjárhags og stöðu sjóðsins hverju sinni. Hildur segir að því miður sé fjárhagsleg staða sjóðsins ekki með þeim hætti að bændur geti búist við að fá allt tjón sitt bætt, því fari fjarri. Frestur til að skila umsókn vegna kaltjóns á síðasta ári er til 31. mars næstkomandi og segir Hildur að þá verði tekin afstaða til þess hvað sjóðurinn ráði við að greiða og verði bændum greitt hlutfall af þeirri upp- hæð í samræmi við tjón þeirra. Mikil kalhætta á Norðausturlandi Á milli 30 og 40 bæir lentu illa í kali í fyrra á svæði Búgarðs, ráðgjafar- þjónustu á Norðausturlandi. „Hér var mikill snjór á sumum svæðum lengi. Nú að undanförnu hefur hins vegar verið mikil hláka en alls ekki næg til að snjóinn taki upp. Þess vegna gæti hafa blotnað niður úr og svellað undir snjónum og staðan því sums staðar verri nú, eftir hláku, heldur en hún var fyrir,“ segir Ingvar Björnsson, jarðræktarráðunautur hjá Búgarði. Hann telur að ef illa fari í vor muni sömu bændur verða fyrir tjóni og þá. Bændur venju fremur brúnaþungir Tjón af völdum kals getur verið mjög mikið. „Mesta tjón sem við mátum í fyrra voru á bilinu sex til sjö milljónir króna og það segir sig sjálft að það er þungur baggi fyrir einstaka bændur. Bjargráðasjóður er eina verkfærið til að bregðast við tjóni af þessu tagi og því miður ræður sjóðurinn illa við það þegar stór tjón verða,“ segir Ingvar. Brúnin er orðin nokkuð þung á mörgum bændum, að mati Ingvars. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir því að ná heyjum í sumar, margir hverjir, og heyöflun gekk misjafnlega vel. Það er ljóst að menn voru og eru að gefa upp fyrningar. Það verður mjög lítið afgangs í vor og ef vorið verður erfitt munu menn þurfa að leggja enn meira á sig, kaupa meiri áburð, leigja tún og leggja út í enn meiri kostnað. Það eru því dæmi um að menn séu svartsýnir á framhaldið og venju fremur þungir á brún.“ /fr Búnaðarþing 2012 verður sett sunnudaginn 26. febrúar næst- komandi. Fjöldi mála liggur fyrir þinginu í ár en ekki er ólíklegt að eitt af fyrirferðarmestu málunum verði tillaga um endurskipulagn- ingu ráðgjafarþjónustu í landbún- aði, sem unnið hefur verið að frá síðasta búnaðarþingi. Hér á eftir verður tæpt á nokkrum þeirra mála sem liggja fyrir þinginu. Stjórnsýsluúttekt á MAST Ljóst er að frammistaða eftirlits- stofnana hins opinbera er bændum hugleikin en fjölmörg erindi bárust sem lúta að þeim. Meðal annars liggur fyrir þinginu mál þar sem farið er fram á að stjórnvöld láti fara fram stjórnsýsluúttekt á fyrirkomulagi og stjórnsýslu opinberra stofnana sem annast eftirlit með landbúnaði. Þá er jafnframt lagt til í öðru erindi að Matvælastofnun verði tekin til ítar- legrar stjórnsýsluathugunar. Einnig er lagt til að skorað verði á stjórnvöld að breyta lögum um búfjárhald til að hægt sé að bregðast við slæmri með- ferð búfjár með markvissari hætti. Jafna þarf raforkukostnað Þá bárust þinginu fjölmörg mál varð- andi orkuverð og dreifingu raforku, líkt og á síðasta búnaðarþingi. Þar er mismunandi raforkuverð til not- enda eftir landsvæðum átalið harð- lega og lækkun fjárveitinga til jöfn- unar raforkukostnaðar sömuleiðis. Meðal annars kemur fram í máli sem Samband garðyrkjubænda sendir inn að kanna eigi kosti þess að landið allt verði gert að einu gjaldsvæði þegar kemur að dreifingarkostnaði rafmagns. Þá er og vakin athygli á að hraða þurfi endurnýjun dreifikerfa raforku í dreifbýli, m.a. með það að markmiði að tryggja aðgengi að þriggja fasa rafmagni. Áhyggjur af dýralæknaþjónustu Með breytingum á lögum um dýralæknaþjónustu sem tóku gildi í nóvember á síðasta ári var emb- ættum héraðsdýralækna breytt á þann veg að þeir starfa nú einungis sem eftirlitsdýralæknar. Hefur breyt- ingin vakið kurr meðal búfjáreigenda sem telja að á sumum svæðum hafi þjónusta skerst og vaktsvæði dýra- lækna séu of stór til að hægt sé að sinna bráðaþjónustu á þeim. Þessar áhyggjur endurspeglast í erindum til búnaðarþings en alls bárust sex mál sem snúa að dýralæknaþjónustu. Gerð er tillaga um að farið verði á heildstæðan hátt yfir stöðu heil- brigðisþjónustu við dýr á landinu öllu og þeir agnúar sem upp hafi komið eftir breytinguna sniðnir af. Sú vinna er reyndar nú þegar hafin af hálfu Bændasamtakanna. Þá eru í erindunum ítrekað gerðar tillögur um að bændum verði heimilt að eiga og nota algengustu dýralyf til að bregð- ast við í bráða- og neyðartilvikum. Lagt til að ráðgjafarþjónusta verði sameinuð Ljóst er að á þinginu verður tekin afstaða til mögulegra breytinga á leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Hugsanleg endurskipulagning á ráðgjafarþjónustunni hefur verið til umræðu um allnokkurt skeið og ályktaði Búnaðarþing 2011 að til- laga að slíkri endurskipulagningu skyldi unnin með það að markmiði að tryggja sem jafnastan aðgang bænda um allt land að þjónustunni. Skipuð var milliþinganefnd sem vann að málinu og var leitað til dönsku ráðgjafarþjónustunnar um vinnu að tillögu af þessu tagi. Ole Kristensen ráðgjafi kom hingað til lands í þrígang síðastliðið haust og kortlagði ráðgjafarþjónustuna, fundaði með ráðunautum og félags- kjörnum fulltrúum bænda og gerði tillögur að breytingum. Þau gögn munu verða lögð til grundvallar umræðu á komandi búnaðarþingi. Samkvæmt tillögu milliþinga- nefndarinnar verður ráðgjafar- starfsemi búnaðarsambandanna og Bændasamtakanna sameinuð með það að markmiði að tryggja bændum aðgang að sambærilegri ráðgjöf óháð búsetu og að auka faglegan styrk ráð- gjafarþjónustunnar. Bændur nýti orkuna Lagt er til að ýtt verði úr vör verk- efni til að auka þekkingu og hæfni í orkuframleiðslu úr lífrænum hráefnum. Til þess þyrfti sameigin- legt átak Bændasamtakanna og opinberra stofnana, auk stuðnings stjórnvalda. Eru Orkustofnun og Landbúnaðarháskólinn sérstaklega tilgreind sem samstarfsaðilar. Í til- lögunum er bæði fjallað um sjálf- bærni í orkumálum til húshitunar og eins eldsneytisframleiðslu. Jafningjafræðsla og fæðuöryggi Eins og áður segir liggja fjöldamörg mál fyrir þinginu til umræðu og afgreiðslu. Meðal mála sem ekki hefur verið tæpt á hér er tillaga um að byggð verði upp veflæg jafningja- fræðsla í landbúnaði, þar sem bænd- ur geti miðlað reynslu sinni og þekk- ingu varðandi búskap og búrekstur til annarra bænda. Þá gera Landssamtök sauðfjárbænda að tillögu sinni að skorað verði á stjórnvöld að móta stefnu um fæðuöryggi Íslands. Aldrei hafi slík vinna verið unnin á heild- stæðan hátt og brýnt sé að hún fari fram. /fr Fjöldi mála liggur fyrir Búnaðarþingi 2012: Endurskipulagning ráðgjafar- þjónustunnar í deiglunni Bændur í Árneshreppi á Ströndum eru farnir að óttast kal í túnum í vor líkt og bændur víðar um land en þessi mynd var tekin á Finnbogastöðum. Mikil svellalög eru á túnum og hafa verið það meira og minna frá því í haust, þá var talsvert frost á nokkuð auða jörð,og nú í nýliðnum janúar hafa verið talsverðir blotar og fryst aftur á milli. Þar sem snjó hefur tekið upp eru tún mjög svelluð og þar sem sýnist autt er talsvert svell í grasrótinni,enda hefur einungis Ströndum. Myndir / Jón Guðbjörn Guðjónsson. Þar sem tún virðast auð er allt svellað í grasrótinni. Samkvæmt EES samningnum voru á síðasta ári innleiddar reglugerðir Evrópusambandsins er varða vöktun á súnum (sjúk- dómum sem berast milli manna og dýra) í ákveðnum dýrategundum og afurðum þeirra. Þessar reglu- gerðir tóku gildi þann 1. nóvember 2011. Matvælastofnun ber að gefa út áætlun um varnir og viðbrögð við tilteknum súnum.. Þann 6. febrúar s.l. birti Matvælastofnun áætlun um vöktun á salmonellu í alifuglum í frumframleiðslu. Í þessari áætlun kemur fram hvaða sýni skulu tekin úr hverri alifuglategund og hvað skuli gera ef salmonella greinist í sýni. Þessi áætlun gildir einnig fyrir vöktun á salmonellu í öllum varphænsnahópum ef eggjum við- komandi hóps er dreift til neytenda. Allir sem halda alifugla eru hvatt- ir til að kynna sér áætlunina og leið- beiningar um sýnatökur á heimasíðu Matvælastofnunar, http://www.mast. is/flytileidir/dyraheilbrigdi/eftirlit/ alifuglaraekt. Vöktun á salmonellu í alifuglum Jón Bjarnason, þáverandi sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings 2011. Frá setningu Búnaðarþings 2011.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.