Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 14
Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 201214 Íris Reynisdóttir er garðyrkju- stjóri Akraneskaupstaðar. Eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi nam hún við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi og útskrifað- ist þaðan af skrúðgarðyrkju- braut árið 2004. Sá skóli er nú hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Árið 2005 hóf Íris nám í umhverfisskipulagi við LbhÍ – og þegar því lauk var stefnan tekin á mastersnám í landslagsarkitektúr í Kaupmannhöfn. Ekki númer í kerfinu! „Tíminn á Hvanneyri var góður og lærdómsríkur en oft mjög stremb- inn. Álagið í þessu námi getur orðið mikið og þá sérstaklega vegna mik- illar verkefnavinnu. Hins vegar eru helstu kostirnir við LbhÍ þeir hve skólinn er vinalegur, eins og ég vil orða það, þar er góður aðgangur að kennurum og öðru góðu starfsfólki og maður upplifir sig ekki sem eitt- hvert númer í kerfinu. Svo var ég í góðum bekk. Við vorum ólík og höfðum ólíkan bakgrunn, en þessi blanda virkaði vel og mér þykir voða vænt um hópinn sem var með mér í skólanum.“ Frá Leirulækjarseli á Mýrum Íris segist alltaf hafa verið mikið nátt- úrubarn. Hún sé alin upp í sveit, í Leirulækjarseli á Mýrum og þar hafi hún snemma lært að bera virðingu fyrir náttúrunni. „Áhugi minn jókst snemma á því að læra eitthvað meira náttúrutengt og draumurinn var að verða landslagsarkitekt. Svo fór ég í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, í umhverfisskipulags- námið og sé alls ekki eftir því, enda kom það sér vel þegar ég fór í mastersnám í landslagsarkitektúr í Kaupmannhöfn.“ Námið hefur nýst Írisi mjög vel, enda segir hún það þverfaglegt eins og það sem hún vinni við í dag sem garðyrkjustjóri á Akranesi. „Þetta nám tekur á mörgu og það er styrk- leiki þess. Sjóndeildarhringurinn stækkar stöðugt. Ég byrjaði í gras- rótinni og kleif jafnt og þétt hærra í náminu, frá einu litlu blómi upp í skipulag á bæjum og stærri svæðum, enda skipta smáatriðin miklu máli í hönnun, jafnt og heildarsýnin eða heildarútkoman.“ Mastersnám í landslagsarkitektúr Sem fyrr segir fór Íris í mastersnám í Kaupmannahöfn. Hún flutti þangað haustið 2008 ásamt Sindra Frey syni sínum og kláraði mastersnám í lands- lagsarkitektúr haustið 2010. Þá kom hún aftur heim. „Í kjölfar þess ákvað ég að fara í annað mastersnám við Landbúnaðarháskóla Íslands í skipu- lagsfræði og er nú búin með eitt ár af því. Svo er draumurinn að fara í dokt- orsnám en það verður varla strax. Ætli ég staldri ekki aðeins við á Akranesi í garðyrkjustjórastarfinu, sem er mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Maður lærir mikið af því að vinna sér inn sem mesta reynslu.“ Meiri áhersla á lýðheilsu Íris segir námið í Landbúnaðar- háskóla Íslands alltaf hafa verið að koma sér á óvart á einhvern hátt. Hún hafi alltaf verið að læra eitt- hvað nýtt sem reyndi á þolrifin. Eftir á að hyggja segir hún að allt hafi þetta haft sinn tilgang. „Það er alveg sama hvaða nám við ræðum um, alltaf má bæta það og mér finnst að meiri áherslu ætti að leggja á lýðheilsu við hönnun og skipulag. Í náminu í Kaupmannahöfn var lögð mikil áhersla á hve náttúran hefur mikinn lækningamátt, hvort sem það er hið villta víðerni, birkikjarr eða skipulagður garður. Allt hefur þetta mjög góð áhrif á heilsu fólks, bæði líkamlega og andlega. Skipulag bæja og borga hefur líka gífurleg áhrif á atferli fólks og virkt umhverfi hvetur fólk og veitir því vellíðan, t.d. til að ganga í vinnuna og sleppa einkabíln- um í daglegu lífi.“ Tilgangurinn með hönnun Fyrir þá sem huga að umhverfis- skipulagsnámi segir Íris mikilvægt að muna hver tilgangurinn með hönnun sé fyrir hvern og einn og fyrir hvern sé verið að hanna. „Þeir eru notendurnir og við erum eins ólík og við erum mörg. Við þurfum að bera virðingu fyrir okkar einstöku náttúru og skoða alla þætti vel. Við þurfum að vera opin fyrir nýjum hugmyndum og auka þekk- inguna með því að fylgjast vel með því sem er að gerast í þjóðfélaginu og úti í hinum stóra heimi.“ Kaupmannahöfn er dásamleg! Atvinnumöguleikar eru margir eftir nám eins og það sem Íris hefur stundað. „Ég mæli með að fólk haldi áfram námi eftir nám í Landbúnaðarháskóla Íslands, hvort sem það vill fara í landslagarki- tektúr, skipulagsfræði eða eitthvað annað. Flestir sem ég þekki hafa haldið áfram námi eftir námið í LbhÍ og síðan fengið vinnu hjá sveitarfé- lögum sem garðyrkju- eða umhverf- isstjórar, eins og í mínu tilfelli, eða hjá ríkinu. Sumir vinna líka sjálf- stætt eða eru hjá einkafyrirtækjum. Svo þekki ég nokkra sem hafa bætt við sig kennslufræði og farið að kenna. Umhverfisskipulagsnámið gefur góðan grunn að masters- námi, bæði í landslagsarkitektúr og skipulagsfræði, auk þess sem það gefur möguleika á öðru námi. Vegna minnar reynslu hvet ég fólk til að fara utan til náms í framhaldinu, þó ekki nema til að fá reynslu og stækka sjóndeildarhringinn. Ég hafði mjög gott af því að fara til Danmerkur enda er Kaupmannahöfn dásamleg borg,“ segir Íris Reynisdóttir. Áskell Þórisson, útgáfu- og kynningastjóri LbhÍ. Íris Reynisdóttir, garðyrkjustjóri á Akranesi: Umhverfisskipulagsnámið gefur marga möguleika Íris Reynisdóttir og sonur hennar, Sindri Freyr Daníelsson. Hvanneyri. Ný gjaldskrá fyrir sorphirðu, sem verið hefur til umfjöllunar í Eyjafjarðarsveit undanfarið, er nú til umsagnar og kynningar hjá ýmsum aðilum en umhverfisnefnd sveitarfélagsins samþykkti bókun á fundi sínum skömmu fyrir jól þar sem fram kemur að farið hafi verið yfir nýja tillögu að gjald- skrá. Samkvæmt henni er gjald, sem taka á fyrir búfjárleifar og er nýjung í gjaldskránni, lægra en áður kom fram. Umhverfisnefnd samþykkti gjaldskrána en fyrir liggur umsögn frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og var sveitarstjóra falið að leita eftir umsögnum frá heilbrigðisnefnd og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gjald fyrir eyðingu dýraleifa er lagt á heildarfjölda hverrar búfjár- tegundar samkvæmt búfjáreftirlits- skýrslu og er þannig að 300 krónur eru lagðar á hvern nautgrip, 50 krónur á sauðfé, 80 krónur á hvert hross og 200 krónur á hvern grís. Mun lægra gjald en áður var áætlað Samkvæmt þeirri gjaldskrá sem fyrir liggur verður gjald sem innheimta á fyrir dýraleifar mun lægra en áður hefur verið nefnt. Þannig verður gjald fyrir þá sem eiga 101 nautgrip eða fleiri ríflega 30 þúsund krónur á ári, um 8000 krónur fyrir þá sem eiga 101 hross eða fleiri, 12,500 krónur fyrir þá bændur sem eiga 251 kind eða fleiri og 300 þúsund fyrir þá sem eiga 1500 grísi eða fleiri. Fram kemur í áliti Búgarðs, ráð- gjafarþjónustu að fljótt á litið virð- ist gjaldtöku stillt í hóf en að ekki hafi gefist ráðrúm til að meta hvort skipting búfjártegunda sé réttlát eða eðlileg. Stjórnarmenn eru sammála um nauðsyn þess að varanleg og hagkvæmari lausn á förgun dýraleifa verði fundin í framtíðinni. Kynningarfundur um breytt fyrir- komulag í sorphirðu var haldinn á dögunum, en gjaldskráin var svo til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar síðdegis í gær. Bændur greiði um helming kostnaðar Á fundi sveitarstjórnar Grýtu- bakkahrepps á dögunum var einnig ákveðið gjald fyrir förgun á dýrahræjum en þau þurfa að fara í brennslu austur á Húsavík. Ákveðið var að leggja gjald á hverja búfjárteg- und samkvæmt forðagæsluskýrslu. Slíkt fyrirkomulag letur bændur við því að farga dýrahræjum sjálfir. „Þar sem við vitum ekki hversu mikið magn fellur til rennum við svolítið blint í sjóinn varðandi gjaldtökuna en á næsta ári verður allt sem til fellur skráð og þá verður hægt að taka ákvarðanir út frá því,“ segir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri á vefsíðu sveitarfélagsins. Reiknað er með að bændur greiði um helming af kostnaðinum við brennslu, flutning og geymslu dýrahræja. Eyjafjarðarsveit: Lægra gjald vegna dýraleifa

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.