Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Bændablaðið hafði samband við Ögmund Jónason innanríkisráð- herra vegna rannsóknar þeirra Þórodds og Sveins. Ögmundur var m.a. spurður hvort að niður- stöður rannsóknarinnar yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð samgönguáætlunar og hvaða framkvæmdir væru brýnastar næstu misseri. Ögmundur svaraði fyrirspurninni ítarlega og verður stiklað á stóru í þeim svörum hans hér. Hvað varðar það hvort niður- stöður rannsóknarinnar verði hafð- ar til hliðsjónar við gerð samgön- guáætlunar bendir Ögmundur á að við mótun tillagna að samgöngu- áætlun sem nú er til umfjöllunar hafi fyrirliggjandi samgöngurann- sóknir verið hafðar til hliðsjónar. „Við gerð næstu samgönguáætl- unar verða fyrirliggjandi sam- göngurannsóknir sem fyrr hafðar til hliðsjónar, þar á meðal umrædd rannsókn um slys á hættulegustu vegum landsins. Svokölluð „núll- sýn“ í umferðaröryggismálum gengur út á að allar aðgerðir er lúta að samgöngum á landi miði að því að enginn láti lífið í umferð- inni. Í tillögu að samgönguáætlun 2011-2022 er sérstök áhersla á að stjórnvöld rannsaki kosti og galla þess að taka upp núllsýn í öryggis- málum. Rannsóknin er gott innlegg sem mun nýtast í forgangsröðun verkefna næstu missera, m.a. við endurskoðun fjögurra ára sam- gönguáætlunar eftir tvö ár.“ Blönduð leið hugnast ráðherra Í niðurstöðum rannsóknarinnar eru nefndar tvær leiðir til að takast á við vandann. Annars vegar að veita auknu fjármagni til að auka umferðaröryggi þar sem slys eru flest og einnig þar sem tíðni slysa á ekna kílómetra er hæst. Hins vegar að forgangsraða með tilliti til beggja þátta í senn, þar sem báðir þættir hafi jafnt vægi. Ögmundur segir að blönduð leið hugnist honum í þessum efnum. Í tillögu að samgönguáætlun komi fram að Vegagerðin muni halda áfram að greina hvar svokallaðir „svartblettir“ eða slæmir slysastað- ir séu. „Forgangsröðun umferð- aröryggisaðgerða á vegakerfinu byggir á sömu slysaskráningu og umrædd rannsókn. Í samræmi við umferðaröryggisáætlun sam- gönguáætlunar mun Vegagerðin vinna jöfnum höndum að því að auka umferðaröryggi þar sem slys eru flest (svartblettir) og lagfæra hættulega staði á vegakerfinu þó ekki hafi orðið mörg slys þar. Þessi blandaða leið er í samræmi við mína stefnu.“ Áhersla á Vestfirði Ögmundur segir að nauðsynlegt sé að líta bæði á landið sem heild en einnig á þarfir hvers atvinnu- og þjónustusvæðis. Það sé gert í tillög- um að samgönguáætlun nú og þar sé horft heildstætt á samgöngur á landi, í lofti og á sjó. „Aukin áhersla er lögð á almenningssamgöngur og verkefni á landsvæðum sem í dag búa við lakastar samgöngur. Áhersla er á að bæta greiðfærni þar sem hún er hvað verst, s.s. á sunnanverðum Vestfjörðum.“ /fr Hættulegasti vegarkafli landsins er vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar. Þar urðu á ára- bilinu 2007-2010 að meðalatali 1,63 slys á hvern kílómetra leiðarinnar og 1,68 slys á hverja milljón ekna kílómetra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, og Sveins Arnarssonar, meistaranema í félagsfræði við sama skóla, en rannsóknin birtist í nýjasta hefti Læknablaðsins. Flest slys á helstu vegum í kringum höfuðborgarsvæðið Í rannsókninni kemur fram að flest slys í umferðinni verða á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Flest verða slysin á Reykjanesbraut, 10,31 á hvern kílómetra. Hins vegar er slysatíðni um þessa vegi lág miðað við umferð. Aðeins 0,7 slys verða á hverja milljón ekna kílómetra milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur, 0,8 slys á hverja milljón ekna kílómetra milli Reykjavíkur og Borgarness um Hvalfjarðargöng og 0,9 slys á hverja milljón ekna kílómetra milli Reykjavíkur og Selfoss um Hellisheiði. Fáförnum vegum og vegum innan þéttbýlis með 500 manna byggð var sleppt. Slysatíðni hæst á Austurlandi og Vestfjörðum Slysatíðni er hins vegar hæst á Austurlandi og Vestfjörðum. Hæst er slysatíðnin á milli Þórshafnar og Vopnafjarðar um Sandvíkurheiði, eða 3,42 slys á hverja milljón ekna kílómetra. Af tíu vegaköflum þar sem slysatíðni er hæst eru fjórir á Austurlandi, þrír á Vestfjörðum, tveir á Vesturlandi og einn á Norðausturlandi. Sé horft til þeirra tuttugu vegakafla þar sem slysatíðni er hæst bætast við fimm vegakaflar á Austurlandi, tveir á Suðurlandi, tveir á Vesturlandi og einn á Norðurlandi. Hættulegustu vegakaflar landsins voru fundnir með meðaltali miðað við fjölda umferðarslysa og miðað við tíðni umferðarslysa á ekinn kílómetra, en báðar breytur höfðu jafnt vægi. Eins og kemur fram hér að ofan reyndist vegarkaflinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hættulegastur. Í öðru sæti var vegur- inn frá Hellissandi að Stykkishólmi og þriðji var vegurinn frá Þingeyri til Súðavíkur um Gemlufallsheiði og Vestfjarðagöng. Aðrir vegakaflar sem eru á lista yfir tíu hættulegustu leið- irnar eru kaflarnir milli Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar, Stykkishólms og Búðardals, Blönduóss og Akureyrar, Stokkseyrar og Grindavíkur, Borgarness og Stykkishólms og Laugarvatns og Eyrarbakka. Í því samhengi að flest umferðar- slys verða á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu, en þeir eru að sama skapi með öruggustu vegum landsins sé miðað við tíðni slysa, er fólgin sú þversögn að hægt sé að fækka slysum með því að auka umferðaröryggi þar sem það er mest nú þegar. Því er, út frá lýðheilsulegum sjónarmiðum, brýnast að draga úr fjölda slysa á umræddum vegum og á þjóðvegi eitt allt norður til Akureyrar, auk helstu vega á Mið-Austurlandi. Sé hins vegar horft til öryggis ein- staklinga er nauðsynlegt að auka umferðaröryggi á fáfarnari vegum á Norðausturlandi, Austurlandi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Ein leið til að takast á við vandann væri sú að veita auknu fjármagni í þágu umferðaröryggis til að fækka slysum þar sem þau verða flest en hins vegar til að auka umferðaröryggi þar sem slysahætta er mest. Önnur leið væri sú að forgangsraða með til- liti til beggja þátta í senn með sama vægi en samkvæmt því eru helstu vegir á Mið-Austurlandi, á norðan- verðum Vestfjörðum, hringvegurinn frá Blönduósi til Akureyrar og þjóð- vegurinn á norðanverðu Snæfellsnesi frá Hellissandi að Búðardal efst á for- gangslistanum. Fleira ræður forgangsröðun Í niðurstöðum rannsóknarinnar er þó einnig tekið fram að umferðaröryggi sé aðeins einn þeirra þátta sem máli skipta við forgangsröðun samgöngu- framkvæmda. Bent er á að vegur- inn frá Bjarkarlundi að Brjánslæk á sunnanverðum Vestfjörðum sé sá þar sem næstflest slys verði á hvern kílómetra og vegurinn sé í 21. sæti af 45 vegaköflum, sem rannsóknin nær yfir, varðandi slysatíðni. Engu að síður sé þar um að ræða eina ill- færustu leið á landinu og ljóst að úrbóta sé þörf. Rannsóknin gott innlegg SUMARHÚS Sumarhús BÍ eru laus til umsóknar. Athugið að umsóknarfrestur rennur út 15. mars nk. Um er að ræða sumarhús BÍ að Hólum sem eru til útleigu allt árið. Þá er einnig laust til umsóknar sumarhús í Vaðnesi í Grímsnesi sem verður leigt út á tímabilinu 15. júní til 24. ágúst. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á vefsíðunni bondi.is Nánari upplýsingar hjá Bændasamtökum Íslands í síma 563-0300 (Dóra) Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn í Kirkjubóli II á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, miðvikudaginn 29. febrúar 2012 og hefst kl. 13:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins 5. Breytingar samþykkta sjóðsins 6. Önnur mál Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Búnaðarþingsfulltrúar eru sérstaklega boðnir velkomnir til fundarins. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn. Þeir sem ekki sitja á Búnaðarþingi en vilja nýta sér rétt til fundarsetu þurfa að tilkynna það skrifstofu sjóðsins í síðasta lagi 22. febrúar og munu þeir fá afhent fundargögn í upphafi fundar. Lífeyrissjóður bænda Bændahöllinni við Hagatorg - 107 Reykjavík Sími. 563 0300 - Fax. 561 9100 - lsb@lsb.is - www.lsb.is Ársfundur 2012 Árshátíð & aðalfundur S.U.B. Árshátíð og Aðalfundur Samtaka ungra bænda, S.U.B., verður haldinn í Félagsheimilinu Brún í Borgarfirði þann 25. febrúar nk. Dagskráin hefst fimmtudagskvöldið 23. febrúar með BúSvar- pubquiz á Kollubar, Hvanneyri. Föstudagskvöldið 24. febrúar verður málþing um innflutning erlendra kúakynja í matsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og laugardaginn 25. febrúar er svo aðalfundurinn sjálfur (10:0-16:00) og glæsileg árshátíð um kvöldið. Boðið er upp á gistingu í Gamla skólanum á Hvanneyri og er verð eftirfarandi: Svefnpokapláss í eins manns herbergi: 3000 kr. Svefnpokapláss í tveggja manna herbergi: 2.500 kr. Leiga á rúmfötum: 2000 kr. pr. dvöl Boðið verður upp á rútuferð frá Hvanneyri á árshátíðina í Brún, og aftur til baka að henni lokinni. Miðaverð á árshátíðina í ár er aðeins 5.000 krónur. Árshátíðin hefst 20:30. Veislustjóri verður Daníel Geir Moritz og hljómsveitin Sólon mun halda uppi stuðinu. Miðapantanir og pantanir fyrir gistingu sendist á netfangið ungurbondi@gmail.com fyrir föstudaginn 24. febrúar. Árshátíðarnefnd S.U.B. BAGGASPJÓT 125 CM 110 CM 98 CM 82 CM WWW.VELAVAL.IS Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888 Vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hættulegastur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.