Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Vélabásinn VW Tiguan, vistvænn jepplingur og léttur á fóðrum Eldsneyti sparað með því að drepa sjálfvirkt á mótor þegar stöðvað er Litlir jeppar verða sífellt vinsælli meðal Íslendinga um þessar mund- ir og ekki minnka vinsældirnar þegar þeir verða líka sparneyt- nari, rúmbetri og notadrýgri með ári hverju. Hjá Heklu, sem selur Volkswagen, fæst nú smájeppinn Tiguan á ágætis verði. Í síðustu viku tók ég lítinn prufu- hring á VW Tiguan Sport Track diesel, sem mætti að mínu mati kalla „stóran lúxus-smájeppa“. Tiguan fæst í a.m.k. sjö mismunandi útgáfum og er verðið frá 5.590.000 til 6.560.000, allt eftir útbúnaði og aukahlutum hvers bíls. Bíllinn sem ég prófaði, Sport Track útfærslan, er með 2,0 TDI díselvél og á að skila 140 hestöflum. Drepur á vél þegar stöðvað er Þrátt fyrir stóra vél mengar Tiguan ekki nema 158 grömm á hvern ekinn kílómetra, sem er harla lítið miðað við kraft og stærð vélar. Ástæða þess er m.a. að þegar maður stoppar og stendur á bremsunni drepur vélin á sér og fer ekki í gang aftur fyrr en bremsunni er sleppt (mér fannst þetta óþægilegt í fyrstu, en það vandist strax og séu menn ekki sáttir við þetta má með einum takka slökkva á því þannig að vélin gangi eðlilega). Eyðsla er ekki mikil, en upp- gefin eyðsla er í meðalakstri 6 lítrar af dísel á hundraðið við bestu aðstæður (ekki þætti mér ósennilegt að eyðslan væri þá hjá meðalöku- manni við íslenskar aðstæður á bilinu 8-9 lítrar). Sport Track bíllinn sem ég ók var með leðursætum og því bráðnauðsynlegt að vera með sætishitara, sem eru í báðum framsætunum með þremur mismunandi hitastillingum, en aftursætin eru ekki með hitunarbúnaði og verða því aftursætisfarþegar að sætta sig við að vera kalt á bossanum í þann tíma sem bossann tekur að hita kalt leðrið. Gott innanrými Pláss inni í bílnum er mun meira en ég hafði ímyndað mér, bæði í framsætum og aftur, en ég gæti vel trúað að fari vel um alla fimm í bílnum þó að allir væru nálægt tveggja metra hæð. Í aftursætunum eru tvö borð sem er hægt að setja upp (svipuð og matarborð í flugvélum), í miðjusætinu er hægt að setja hluta af bakinu niður og opnast þá aftur í farangursrýmið lítið gat (gott ef flytja þarf langa hluti inni í bílnum, eins og skíði o.fl.). Farangursrýmið er ótrúlega stórt - virkar lítið þar sem það er töluvert djúpt, en þegar farið er að raða í það sér maður fyrst hversu stórt það er. Skynjarar til að leggja í stæði Skynjarar eru allan hringinn á bílnum (OPS - Optical parking system) sem gerir manni kleift að leggja bílnum án þess að vera að snúa margsinnis í hálfhring við að leggja í stæði og upp að kantsteini (kemur sér vel fyrir mig, sem er með skemmdan háls og á erfitt með að snúa hausnum meira en nauðsyn krefur). Baksýnisspeglar mættu vera stærri á hliðunum, en ef farþegi er í miðjusætinu aftur í bílnum lokar sá nánast alveg fyrir notkun á inni-afturspeglinum (muna bara að reyna að setja minnsta farþegann í miðjusætið, en sé það ekki hægt þyrftu hliðarspeglarnir að vera stærri til að bæta upp útsýnistapið). Undir bílnum eru 17 tommu felgur sem gera það að verkum að gott pláss er fyrir stóra bremsudiska og dælur, enda eru bremsurnar á bílnum mjög góðar. Ég hefði alveg viljað hafa meiri tíma til að prófa þennan bíl og innanbæjarrúntur í Reykjavík er engan veginn fullnægjandi á bíl sem virðist við fyrstu sýn geta verið mjög áhugaverður kostur fyrir breiðan hóp notenda. Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Verð: frá 5.590.000 til 6.560.000 kr. Lengd: 4.427 mm Breidd (án spegla): 1.809 mm Hæð 1.686 mm Vél: 4 strokka dísel, 1.968 cc Hestöfl: 140 við 4200 snúninga. Þyngd 1.604 kg Helstu mál VW Tiguan: Hér sést hvernig OPS leiðbeiningar- kerfið hjálpar ökumanni að skynja þegar lagt er að gangstéttarkanti. Bíll er vel búinn fyrir farþega með góðu fótarými og milli lofthæð. Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri sími: 540 1100 Bætiefnafötur fyrir hesta Ný sending af Brighteye 20 kg fötum með handfangi Henta afar vel fyrir útigang og reiðhesta á húsi.              !! " # $!% # & !! ''  # ( !(! )) *! 1& $  ($#% !  ;'' , (9#! ' !('9! @  $-! &' )!!2 ,#   % $-!# # .  % !  ( # # *. % '' A ! ,  !! 9  '! '' B  0 C  # ,  # 7  ! 7 ! # #!% ($# ! ) .'    '     Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr. 116.000 m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr. 109.000 m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr. 122.000 m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 - e-mail manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.