Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012
Birkihlíð er hluti af tvíbýlinu
Botn/Birkihlíð sem varð til 1958
þegar Birkir (faðir Svavars)
stofnaði nýbýlið Birkihlíð.
Hann bjó með föður sínum til
ársins 1984 þegar Björn (bróðir
Svavars) tekur við af afa sínum.
Svavar kaupir helminginn af
búi föður síns 1997 og svo seinni
helminginn árið 2004. Foreldrar
Svavars taka þó enn mikinn þátt
í búskapnum og eru ómetanleg
hjálp. Svala flytur í sveitina 2003.
Býli? Birkihlíð.
Staðsett í sveit? Innst
í Súgandafirði, Vestur-
Ísafjarðarsýslu.
Ábúendur? Svavar Birkisson og
Svala Sigríður Jónsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Svala og Svavar, Sverrir Bjarki 5
ára og Tóbías Þorri 2 ára.
Hundurinn Kústur (Border-Collie)
og kisan Atlía Tuska (frá Torfum,
Eyjafjarðarsveit).
Stærð jarðar? Botn/Birkihlíð
er 50 ha af ræktuðu landi og um
1.200 ha af úthaga. Auk þess sem
heyjað er í þremur öðrum fjörðum
og einni vík.
Tegund býlis? Blandað bú; kýr
og kindur. Tvíbýli á móti Birni
bróður Svavars og Helgu konu
hans. Kýrnar eru sameign ásamt
húsakosti og vélaútgerð en hver á
sínar kindur.
Fjöldi búfjár og tegundir? 210
nautgripir og þar af 72 kýr. 143
kindur og 7 hrútar (og Björn
með annað eins af fé). Hver fjöl-
skyldumeðlimur á svo sína hænu
og saman eigum við hanann Eirík
Gísla Jón.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Fyrir Svavar byrja flestir dagar á
gjöfum í fjósi og fjárhúsum. Þess
á milli má búast við allt frá hjall-
ferðum með fiskhausa (verktaka),
skítútkeyrslu og að almennu við-
haldi á vélum og húsum.
Svala, Sverrir Bjarki og Tóbías
Þorri eyða sínum dögum á leikskól-
anum Tjarnarbæ á Suðureyri.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Svavari finnst
skemmtilegast í jarðrækt en
leiðinlegast að mixa. Svölu fannst
skemmtilegast að mjólka en nú
sér róbótinn um það og leiðinleg-
ast finnst henni að brynna fénu.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5
ár? Með nokkuð svipuðu sniði og
þó vonandi með aukinni vinnuhag-
ræðingu. T.d. væri gott að koma upp
brynningakerfi í fjárhúsunum.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda? Allt gott um þau
að segja og það góða fólk sem þeim
sinnir.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Við segjum eins og svo margir aðrir
að íslenskum landbúnaði muni
vegna betur utan ESB.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra búvara?
Í unnum mjólkurvörum eins og t.d.
jógúrt og skyri og íslenska fjalla-
lambinu.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Jógúrt, egg, mjólk og ostar.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Hjá eldri helmingnum
er ekkert sem slær út lambakjötinu
nema ef vera skyldi vel grillaður
ærvöðvi.
Yngri helmingurinn skóflar í sig
mexíkóskri kjötsúpu (með ærhakki)
með osti og snakki með bestu lyst.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þó nokkuð sé um liðið
er okkur eftirminnilegt þegar kýrnar
fluttu í nýja fjósið haustið 2003. Svo
eigum við ótal minningar um erfiðar
smalamennskur sem þó hafa allar
endað vel með kindum á húsi og
öllum smölum heilum heim.
Örlítil tilbreyting er nauðsynleg
þegar kemur að nestisboxinu og
vali á hráefni í það. Brauðmeti
verður gjarnan fyrir valinu en
hægt er að sveigja aðeins framhjá
því og auka þannig fjölbreyti-
leikann án mikillar fyrirhafnar.
Stundum þarf í raun að láta
hugann fara á flug og þá getur
útkoman orðið æði skemmtileg.
Pítsusnúðar
1 dl mjólk
1 dl heitt vatn
3 tsk. þurrger
1 tsk. salt
1 egg
3 msk. matarolía
6 dl hveiti
Fylling:
4 dl pítsusósa
hálft bréf pepperóni
hálft bréf skinka
1 poki rifinn ostur
Aðferð:
Blandið saman heitu vatni og mjólk
í skál. Mælið gerið og stráið því
í skálina. Setjið sykur, salt, egg
og matarolíu út í skálina. Mælið
hveitið og blandið því saman við.
Hrærið vel þannig að deigið verði
seigt. Látið deigið lyfta sér á volg-
um stað ef tími er til, gott er að það
lyfti sér um helming. Takið til efnið
í fyllinguna. Setjið smjörpappír á
ofnplötur. Takið deigið úr skálinni,
hnoðið það lítillega með hveiti og
skiptið því í þrennt. Hnoðið þangað
til deigið verður sprungulaust og
festist ekki við borð eða hendur.
Fletjið deigið út í aflanga lengju,
um það bil 15 sinnum 20 sentímetra
stóra. Smyrjið deigið með pítsu-
sósu, stráið pítsukryddi, saxaðri
skinku, söxuðu pepperóni og osti
þar yfir. Rúllið deiginu upp frá
lengri hliðinni og skerið það niður
í 2-3 sm bita. Raðið snúðunum á
bökunarplötu. Sárið á að snúa upp.
Þrýstið létt með lófanum á hvern
snúð. Nú getið þið valið um að
láta snúðana lyftast á plötunni í 15
mínútur og baka þá síðan í 12-15
mínútur í 200°C heitum ofni eða
setja þá strax í kaldan ofn og stilla
svo ofninn á 200°C, en þá tekur
baksturinn um það bil 20 mínútur.
Skólavefjur:
1 tortilla-kaka
1 dl kjötafgangar
1 msk. sýrður rjómi
1 msk. salsasósa
4 gúrkusneiðar
3 tómatsneiðar
salt
pipar
Aðferð:
Smyrjið sósu á tortilla-kökuna. Setjið
því næst kjötafganga, gúrkusneiðar
og tómatsneiðar ofan á og kryddið.
Rúllið upp, lokið vefjunni og pakkið
inn í smjörpappír. Tilbúið í nestis-
boxið! /ehg
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
Flestum börnum þykja pítsusnúðar góðir. Því er tilvalið að gera nokkuð stóra uppskrift og jafnvel frysta hluta af
afrakstrinum svo hægt sé að grípa þá með í nesti.
Gott í nestið
MATARKRÓKURINN
Birkihlíð
Strákarnir Tóbías Þorri og Sverrir
Bjarki.