Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Eru varnarefni nauðsynleg í landbúnaði? Um heim allan verða nytjaplöntur fyrir miklum ágangi illgresis, skor- dýra, sveppa og plöntusjúkdóma. Þessir skaðvaldar rýra magn og gæði uppskerunnar. Það hefur verið áætlað að uppskerutap vegna skaðvalda á helstu nytjaplöntum í heiminum geti verið á bilinu 50-80% ef engar varnir væru not- aðar (Oerke & Dehne, 2004). Auk þess geta villt spendýr og fuglar valdið miklu tjóni á uppskeru. Á köldum svæðum eru plöntu- sjúkdómar og meindýr fátíðari en þar sem hlýrra er. Einnig er mun minna um slíka skaðvalda í grasrækt en ræktun einærra tegunda. Hið sama má segja um illgresi, sem er minna vandamál í grasrækt en ræktun á korni og öðrum einærum tegundum. Vandamál af þessum toga hafa því verið mun minni í íslenskum landbúnaði en víða annars staðar. Skaðvaldar í landbúnaði Þegar sjúkdómar eða meindýr leggjast á plöntur bregðast plönturnar gjarnan við með því að framleiða efni til varnar árásinni. Einnig framleiða ýmsir sjúk- dómsvaldar efni sem skaða plönturnar. Sýktar plöntur geta því innihaldið efni sem eru óholl fyrir búfé og fólk án þess að nokkur varnarefni hafi verið notuð. Bruce N. Ames er þekktur fræðimaður sem m.a. hefur gert viðamiklar rann- sóknir á krabbameinsvaldandi efnum í mat. Samkvæmt niðurstöðum hans voru langflest krabbameins- valdandi efni sem hann fann í mat Bandaríkjamanna, efni sem plöntur framleiða sjálfar (Ames o.fl. 1990). Varnir gegn skaðvöldum Ýmsar leiðir eru færar til að verjast skaðvöldum í landbúnaði og má þar nefna ræktunartækni, plöntu- kynbætur, verkfæri, náttúrulega óvini og handaflið auk ýmiss konar varnarefna. Með ræktunartækni er t.d. átt við jarðvinnsluaðferðir og skiptirækt þar sem mismun- andi tegundir eru ræktaðar til skiptis í landinu. Ef sama tegund er ræktuð ár eftir ár á sama stað geta sjúkdómar, meindýr eða illgresi sem fylgja viðkomandi tegund, magnast upp og valdið vaxandi tjóni. Með því að rækta mismunandi tegundir til skiptis minnkar hættan á slíku. Með plöntukynbótum má bæta þol plantna gegn skaðvöldum og eru slíkar kynbætur eitt helsta við- fangsefni plöntukynbóta víða um heim. Í sumum til- vikum má eyða illgresi með verkfærum sem rífa illgresið upp eða brenna það. Meindýrum má stundum eyða með hjálp náttúrulegra óvina sem sleppt er á akur- inn eða í gróðurhúsið og halda viðkomandi skaðvaldi niðri. Þetta er töluvert notað í gróðurhúsum hér á landi. Þar sem matjurtarækt er stunduð í smáum stíl er sjálfsagt að reyta illgresi með höndum og tína upp snigla og annað sem þarf að fjarlægja. Einnig er í sumum tilvikum hægt að nota dúka sem breiddir eru yfir ræktunarlandið til að hindra aðkomu skaðvalda. Oft á tíðum duga ofantaldar varnir þó ekki til og þarf þá að grípa til varnarefna sem vinna á viðkomandi skað- valdi. Þó varlega sé farið geta efnin alltaf borist annað en til er ætlast og er hættan jafnan mest við dreifingu efnanna. Þetta gildir jafnt um náttúruleg sem tilbúin efni. Náttúruleg eða tilbúin efni Varnarefni sem framleidd eru í dag eru af allt öðrum toga en þau sem notuð voru áður fyrr. Þau eru gerð með það fyrir augum að hafa sem minnst áhrif á annað en viðkomandi skaðvald og eru því oft á tíðum mjög sérhæfð. Í landbúnaði má aðeins nota tilbúin efni sem hafa fengið viðurkenningu eftir strangt mat og við matvælaeftirlit er fylgst með leifum varnarefna og magn þeirra mælt. Þrátt fyrir þetta hefur notkun varnarefna í landbúnaði verið gagn- rýnd og oft bent á lífræna ræktun sem mögulegan kost í stöðunni. Þar gætir oft misskilnings. Þó svo að ekki megi nota tilbúin varnarefni í lífrænni ræktun má nota ýmis náttúruleg varnarefni í þeirra stað. Náttúruleg varnarefni geta hins vegar verið mjög eitruð og geta auk þess innihaldið óæskileg efni önnur en þau sem eiga að vinna á skað- valdinum. Því vaknar sú spurning hvort betra sé að nota efni sem sér- staklega hafa verið þróuð í ákveðnum tilgangi, eða náttúruleg efni sem ekki má breyta, hvorki hreinsa úr þeim óæskileg efni né bæta öðrum við? Við getum heimfært þetta upp á heilbrigðiskerfið okkar. Hægt er að minnka líkur á ýmsum sjúkdómum með réttum lífsstíl. Þrátt fyrir góðan lífsstíl getur fólk hins vegar veikst af illvígum sjúkdómum. Hvort er betra að þróa sértæk lyf með nýjustu tækni til að hjálpa fólki eða nota eingöngu jurtaseyði, jurtakrem og önnur nátt- úruleg efni? Slík efni hafa hjálpað mörgum, en eigum við ekki að nýta þekkingu okkar og kunnáttu til fulls í lyfjagerðinni? Óhófleg notkun varnarefna er ekki góð og það er allra hagur, bænda og neytenda, að þróa landbúnaðinn þannig að sem minnst þörf sé fyrir notkun varnarefna. En það er mikil einföldun að ætla að vandamál vegna skaðvalda í landbúnaði leysist með banni á notkun tilbúinna varnarefna. Málið er flóknara en svo. Heimildir: Ames, B.N., Profet, M. & Gold L.S., 1990. „Dietary pesticides (99,99% all natural)“. Proc. Acad. Sci. 87, 7777-7781. Oerke, E.C. & Dehne, H.W., 2004. „Safeguarding production-losses in major crops and the role of crop protection“. Crop protection 23, 275-285. Guðni Þorvaldsson Landbúnaðarháskóla Íslands Sláttur á Hvanneyri. Vandamál vegna illgresis er minna í landbúnaði á Íslandi en víða annars staðar. Auðlind-Náttúrusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2012 Auglýst er eftir umsóknum um styrki til endurheimtar votlendis. Hámarksfjárhæð styrkja fyrir hvert verkefni er kr 500.000. Upphæð styrks getur numið allt að 50% hluta kostnaðar við vinnu, tæki og kaup á aðföngum. Rannsóknarverkefni eru almennt ekki styrkt. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum Umsóknafrestur er til og með 10. mars 2012. Umsóknir skal senda á Auðlind-Náttúrusjóð,Stokkseyrarsel, 801 Selfoss. í héraði hjá þér Fóðurblandan Korngörðum 12 104 Reykjavík Sími 570 9800 Fax 570 9801 fodur@fodur.is www.fodur.is Búfénaður skal ávallt hafa aðgang að saltsteini FB Selfossi sími 570 9840 : FB Hvolsvelli sími 570 9850 : FB Egilsstöðum sími 570 9860 Borum eftir heitu og köldu vatni um allt land Liprir í samningum og hagstætt verð. Bændur - Sumarhúsaeigendur Upplýsingar gefur Guðni í síma 864-3313 og í netfangi: bjarnastadirehf@gmail.com

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.