Bændablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 10
Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 201210
Fréttir
Hrafn Steindórsson, sem býr á
Selfossi, er með nýja þjónustu á
staðnum því hann tekur að sér
að þrífa og hreinsa upp hnakka,
beisli, tauma og gjarðir þannig að
sómi sé að.
Í þetta verk notar hann leðursmyrsl
með býflugnavaxi og hnakkasápu. Í
vor ætlar hann síðan að bjóða upp
á sláttuvélaviðgerðir í bílskúrnum
hjá sér.
„Ég nenni ekki að hangsa í ellinni,
verð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni
og með þessari nýju þjónustu er ég
að skapa mér verkefni. Viðbrögðin
eru góð, ég er nú þegar kominn með
nokkra hnakka og reiðtygi sem ég er
að taka í gegn,“ sagði Hrafn, sem er
Vestmannaeyingur og bjó þar í 30 ár
með konu sinni, Margréti Johnsen,
en þau fluttu á Selfoss sl. sumar.
/MHH
Hrafn Steindórsson nennir ekki að hangsa aðgerðarlaus í „ellinni"
Hreinsar upp hnakka og
reiðtygi á Selfossi
Eitt sinn var sungið um stjórn-
málamann, ,,hann er vinsæll og
veit af því“. Okkar maður, bónd-
inn, er hinsvegar vinsæll en veit
ekki af því. Það er mjög í tísku
að kanna vinsældir stjórnmála-
manna og viðhorf til fyrirtækja og
þeirrar vöru sem þau framleiða.
Skoðanakannanir um hitt og þetta
tröllríða öllum fréttum nánast
alla daga. Og hvar sem borið er
niður ríkir vantraust til ráðherra,
alþingismanna og annarra for-
svarsmanna samfélagsins.
Vantraustið snýr einnig að fyrir-
tækjum og samtökum fólksins.
Æðstu stofnanir samfélagsins eru
því miður rúnar trausti og í leiðinni
allri virðingu. Það eru því góðar
fréttir sem ég færi bændum og
búaliði, eftir að rýnihópur skipaður
eingöngu fólki af höfuðborgarsvæð-
inu (neytendum) hefur setið á fundi
og rætt um stöðu bóndans, afurða-
stöðvarnar, sveitina og matvælin
sem bóndinn færir fólkinu í landinu.
Bændur njóta virðingar
Það kemur í ljós að traust og virðing
ríkja fyrir hinum íslenska bónda.
Bændasamtökin og Samtök afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði stóðu fyrir
því á dögunum að rýnihópur fjallaði
um landbúnaðinn og starf bóndans.
Markmið með rýnihópum er
að finna rauðan þráð í umræðunni
sem veitir innsýn, eykur skilning
og gerir markaðsfólki kleift að setja
sig í spor neytenda. Bændurnir eða
sveitafólkið fær stundum hausverk
og það á tilfinninguna, ekki síst
þegar það hlustar á einhverja sjálf-
skipaða dómara, því miður oft með
gráðu fyrir framan nafnið sitt, segja
að landbúnaðurinn sé vonlaus, alltof
dýr og skipti eiginlega engu máli
- sé bara til óþurftar í landinu. En
hvað segir rýnihópurinn aftur á móti,
sem er rödd hins almenna borgara?
Rýnihópurinn gefur bændum hæstu
einkunn og þar kemur fram að bænd-
ur hafa mjög sterka ímynd.
Orðin dugnaður, traust, róman-
tík og heilbrigt umhverfi komu
upp hvað eftir annað í umræðunni.
Flestir vilja kaupa íslenskt. Íslenskt
er klárlega best og íslenskar afurðir
í hærri gæðaflokki en þær erlendu.
Það er mikilvægt fyrir neytendur að
vita uppruna afurðanna, íslensk nátt-
úra er hrein og ómenguð og landið
„sjúkdómafrítt“. Hamingjusamar
skepnur sem spranga um í hreinni
náttúru eru myndin í huga þessa
fólks.
Nokkur tilsvör neytenda
Nokkur skýr tilsvör eru svona: ,,Bara
dugnaðarfólk.“ ,,Ég sé líka öryggi,
það er öruggasta fólk sem ég þekki,
bændurnir.“ ,,Stabílt fólk.“ ,,Ég hef
alltaf borið ákveðna virðingu fyrir
þessari bændastétt. Mér finnst þetta
alltaf traust fólk, ef maður er á ferð-
inni og lendir í vandræðum nálægt
bóndabæ þá er þetta svona fólk sem
maður getur í flestum tilfellum leitað
til og það er svo viljugt að hjálpa
manni.“
Mjólkurafurðirnar, kjötið, græn-
metið og blómin fá stjörnuflóð og
hrós. Þetta fólk í rýnihópnum segist
finna neikvæða umræðu setta af stað
til að skapa tortryggni, ekki síst af
hálfu þeirra afla sem vilja ganga í
ESB. Þetta fólk kveður uppúr með
að það vilji ekki fórna landbúnað-
inum og gæti vel hugsað sér að
styrkja landbúnaðinn enn frekar en
gert er. Fólkið dáist að þeim fróð-
leik sem mjólkurfernurnar færa inná
heimilin og telur að þar sé leið til
að upplýsa meira um starf bóndans
og sveitina. Það vill vita meira og
kynnast bóndanum betur. Það segist
vita of lítið um afurðastöðvarnar.
Er hrifið af heimavinnslunni og vill
komast í beina snertingu við bónd-
ann, búsmalann og sveitabæinn.
Þið eigið að bera höfuðið hátt
Ágætu bændur og sveitafólk, í
þessum rýnihóp kemur það enn
fram að þið eigið að bera höfuðið
hátt og vera stolt og upplýsandi um
ykkar störf. Þú veist hvaðan afurð-
irnar koma, segja garðyrkjubænd-
urnir. Þannig er þetta - bóndinn sem
framleiðandi og stritandi maður
nýtur bæði þakklætis og virðingar.
Ykkar staða í vitund þjóðarinnar er
á sínum stað.
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM skrifar:
,,Bara dugnaðarfólk“
Mynd / MHH
Matvælastofnun (MAST) var
ekki heimilt að tilkynna strax um
of hátt kadmíngildi í áburði í vor,
þegar niðurstöður sýnatöku lágu
fyrir og að liðnum andmælarétti,
þar sem ekki var talið að það hefði
í för með sér áhættu fyrir heilbrigði
manna eða dýra. Þetta kom fram í
erindi Valgeirs Bjarnason, sérfræð-
ings hjá MAST, sem fjallaði um
áburðareftir lit Matvælastofnunar
á Fræðslufundi MAST sem haldinn
var þann 8. febrúar sl.
Umfjöllunarefni fundarins var
áburður, áburðareftirlit og þung-
málmurinn kadmín. Þrjú erindi voru
haldin sem áttu að varpa ljósi á þessi
málefni í tengslum við hið svokall-
aða Kadmínmál sem komst í hámæli
í janúarmánuði sl. Auk Valgeirs fluttu
erindi þeir Ríkharð Brynjólfsson,
prófessor hjá Landbúnaðarháskóla
Íslands, sem fjallaði um fosfór og
áburð, og Ólafur Reykdal, verk-
efnisstjóri hjá Matís, sem fjallaði um
kadmín í búfjárafurðum og áhrif þess
á lýðheilsu.
Of hátt gildi kadmíns
ekki hættulegt
Valgeir fór yfir lagagrunninn fyrir
áburðareftirliti MAST – ábyrgð og
skyldur – og útskýrði hvers vegna
ákveðið var að opinbera ekki þegar
upp komst um það að sextán áburðar-
tegundir reyndust ekki uppfylla skil-
yrði um hámarksgildi kadmíns. Það
hefði verið þeirra túlkun að ekki hefði
verið hægt að grípa til aðgerða eða
upplýsa um málið þar sem ekki hafi
verið rökstuddur grunur um að tiltekið
fóður, áburður eða sáðvara hefði í för
með sér áhættu fyrir heilbrigði manna
eða dýra – eins og 6. grein a. laga um
eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru
kveður á um. Hann greindi einnig frá
því að nú hefði MAST fengið reglu-
gerðarheimild til að upplýsa strax um
niðurstöður áburðareftirlits þegar fyrir
lægi að áburðurinn stæðist ekki kröfur.
Eftir sem áður virðist sem svo að það
sé matsatriði starfsmanna MAST hvort
niðurstöður eru gerðar opinberar strax,
eins og sjá má af eftirfarandi orðalagi
breyttrar reglugerðar nr. 291/2010, í
grein númer 4 a.: „Matvælastofnun er
í eftirfarandi tilvikum heimilt að birta
niðurstöður úr eftirliti með áburði sem
er á markaði…“
Líklegt að meira verði birt
í framtíðinni
Valgeir segir í samtali við Bændablaðið
að niðurstöður úr eftirliti séu almennt
aðgengilegar almenningi á grund-
velli upplýsingalaga. „Það þýðir að
almenningur getur óskað eftir aðgangi
að gögnum og Matvælastofnun
er skylt að veita aðgang að þeim.
Í stjórnsýsluúrskurði frá febrúar
2008 kemur afdráttarlaust fram að
Matvælastofnun var ekki heimilt að
birta niðurstöður áburðareftirlitsins að
eigin frumkvæði. Í 6. grein a. laga nr.
22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði
og sáðvöru, er gerður greinarmunur
á niðurstöðum úr almennu eftirliti og
niðurstöðum þar sem almannahætta
er á ferð. Ef um almannahættu er að
ræða er fortakslaus skylda að upp-
lýsa um málið. Allar aðrar niðurstöður
teljast almennar niðurstöður eftirlits.
Niðurstöður um kadmíuminnihald sl.
vor féllu í flokkinn almennar niður-
stöður. Í þriðju málsgrein 6. greinar a.
er kveðið á um birtingu niðurstaðna
úr almennu eftirliti. Þar segir að ráð-
herra geti sett reglugerð um birtingu
niðurstaðna úr almennu eftirliti,“
segir Valgeir.
Það var á þeim forsendum sem
þáverandi landbúnaðarráðherra, Jón
Bjarnason, gaf út reglugerð í mars
2010 sem kveður á um að skýrsla um
þessar niðurstöður skuli gerð opinber
með rafrænum hætti fyrir lok árs.
Valgeir segir að með nýrri reglu-
gerð sé skýrt kveðið á um að MAST
sé heimilt að birta allar niðurstöður
áburðareftirlits eins fljótt og unnt er.
„Það getur þó verið vandmeðfarið
hvaða niðurstöður skuli birta til að
gæta jafnræðis milli fyrirtækja og
stofnunin þarf að móta sér vinnureglur
um þetta; hvort allar niðurstöður séu
birtar eða birting takmarkist við
stærri mál sem þó þurfa ekki að varða
almannahættu. Í ljósi reynslunnar er
líklegt að meira en minna verði birt.“
Hægt er að hlusta á erindin og
skoða glærur frá fundinum á vef
MAST: http://mast.is/utgafa/fraedslu-
fundir. /smh
Fræðslufundur Matvælastofnunar um áburð, áburðareftirlit og kadmín:
Nú er heimilt að birta strax
niðurstöður úr áburðareftirliti
– en ekki skylt, þó svo að þær samræmist ekki reglum
www.vig.is
ÖLL ALMENN VÉLSMÍÐI
SMIÐJA Í SVEIT
Vatnsenda
Flóahreppi
S:486-1810