Bændablaðið - 29.03.2012, Page 8

Bændablaðið - 29.03.2012, Page 8
Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 20128 Fréttir Aðalfundur Landssambands kúa- bænda (LK) var haldinn á Selfossi á föstudag og á laugardeginum var haldin glæsileg árshátíð með þátt- töku um 200 kúabænda og gesta. Sigurður Loftsson var endurkjör- inn formaður LK á afgerandi hátt með 35 atkvæðum. Tveir seðlar voru auðir og eitt atkvæði féll öðrum í skaut. Auk hefðbundinna aðalfundar- starfa voru þrjú meginatriði til umfjöllunar á fundinum. Þar fjölluðu Magnús B. Jónsson og Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir landsráðunautar BÍ í nautgriparækt ýtarlega um fram- tíðarhorfur í kynbótastarfi nautgripa- ræktarinnar. Framtíðar uppbygging og fjármögnun félagskerfis bænda var einnig til umræðu og buðu sam- tökin af því tilefni Kjartani Poulsen, formanni Landssamtaka danskra mjólkuframleiðenda til að vera með erindi um þau mál. Fjallaði hann einnig um fjármögnun og helstu verkefni þessara systursamtaka LK í Danmörku. Þá fjallaði Daði M. Kristófersson um verðlagningar- mál mjólkur og framtíðarhorfur á því sviði. Fjölmörg fleiri mál voru tekin fyrir á fundinum. Þar má nefna stöðu dýralæknamála, nautakjöts- framleiðslu, búvörusamninga, ráð- gjafaþjónustunnar og fræðslumála kúabænda, tilraunastarf í nautgripa- rækt og fjölmörg fleiri atriði. Stjórn LK var endurkjörin fyrir utan að Sveinbjörn Þór Sigurðsson frá Búvöllum gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Trausti Þórisson frá Hofsá kosinn í hans stað. Árshátíð Landssambands kúabænda á Hótel Selfossi 24. mars 2012 – Ljósmyndir sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók í fordrykknum Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka fyrrum formaður LK með Sigurði Loftssyni núverandi formanni LK. Myndir / MHH Þessir fjórir skemmtu sér vel á árshátíðinni, frá vinstri, Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, Kjartan Poulsen, kúabóndi og formaður Landsforeningen af danske mælkeproducen- fundarins og Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingsmaður. Bændur úr Dalabyggð og Eyjafjarðasveit létu sig ekki vanta á árshátíðina, frá vinstri, Tryggvi Jóhannsson, Hvassafelli Eyjafarðarsveit, Þorgrímur Einar og Helga Eínborg, bændur á Erpsstöðum í Dalabyggð og Guðrún Harðardóttir, eiginkona Tryggva á Hvassafelli. og Guðný Helga Björnsdóttir, varaformaður Landssambandsins mættu að sjálfsögðu á árshátíðina, ásamt Ægi Jóhannessyni og Stellu Levy á Jörfa í Víðidal. Jóhannes Torfason og Elín S. Sig- urðardóttir á Torfalæk II. Sigurður Ágústsson í Birtingaholti í Hrunamannahreppi með þeim Sigrúnu Einarsdóttur í Kotlaugum í sama hreppi og Mörtu Sonju Gísla- dóttur á Heiði í Bláskógabyggð. Kúabændurnir í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, Einar Hermundsson og Elín Sveinsdótttir. Guðni Ágússson framkvæmdastjóri SAM og Haraldur Benediktsson for- maður Bændasamtaka Íslands héldu ræður á aðalfundinum undir vökulum augum fundarmanna. Sigurður Loftsson var endurkjörinn formaður LK með afgerandi hætti. Myndir / MHH Aðalfundur Landssambands kúabænda: Stjórn og formaður endurkjörin Frá aðalfundi LK.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.