Bændablaðið - 29.03.2012, Side 22

Bændablaðið - 29.03.2012, Side 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012 Ráðstefna um hegðun erlendra ferðamanna á Norðurlandi - sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna: Samgöngubætur skipta verulegu máli Sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína að Dettifossi og á Siglufjörð en gríðarleg fjölgun hefur orðið á komum ferðamanna á þessa staði. Segir Arnheiður Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi, þetta sýna svo ekki verði um villst hversu miklu máli samgöngu- bætur skipta. Á þessum stöðum er annars vegar búið að opna nýjan, uppbyggðan veg og hins vegar hafa Héðinsfjarðargöngin stutt við eflingu ferðaþjónustu á Tröllaskaganum. Ráðstefna um hegðun erlendra ferðamanna á Norðurlandi var haldin á Akureyri fyrir skömmu en þar kom m.a. fram að æ fleiri ferðamenn sem lenda á Akureyrarflugvelli séu í skipulögðum ferðum. „Það sýnir okkur að ferðaskrifstofur eru farnar að vinna með Akureyri sem áfanga- stað og Akureyrarflugið er komið á kortið hjá þeim,“ segir Arnheiður. „Þess vegna er mikilvægt að halda fluginu úti enda hefur sýnt sig að gera megi ráð fyrir að minnsta kosti þrjú ár þurfi til að byggja upp eftirspurn eftir nýjum áfangastað.“ Fram kom á ráðstefnunni að tekjur á hvern ferðamann sem hingað kemur hafi ekki breyst mikið undanfarin ár og segir Arnheiður að leggja þurfi meira upp úr því að auka virði hvers ferðamanns sem kemur á svæðið. „Tekjur á hvern ferða- mann sem kemur til Akureyrar eru sambærilegar við tekjur af þeim sem koma í gegnum Keflavík. Hins vegar hefur það sýnt sig að mikill munur er á gistináttafjölda ef ferðamaðurinn lendir á Akureyri, en þá er ferðamað- urinn rúmlega 5 gistinóttum lengur á Norðurlandi en sá sem kemur í gegnum Keflavík. Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að fá flug hingað á Akureyrarflugvöll,“ segir hún. Tvöfalt fleiri gistinætur í janúar Hótel á Norðurlandi hafa mjög sótt í sig veðrið undanfarin misseri og er Norðurland vinsæll áfangastaður ferðamanna, jafnt innlendra sem erlendra. Sem dæmi má nefna að gistinætur á hótelum á Norðurlandi voru 52% fleiri í janúarmánuði síðastliðnum miðað við janúar í fyrra, en aukningin á landinu öllu nam 34%. Erlendum ferðamönnum á Norðurlandi hefur fjölgað mikið á þessum árstíma og var aukningin til að mynda 40% í nóvember, 30% í desember og tvöföld nú í janúar, miðað við sömu mánuði á fyrra ári. Mestu munar að sögn Arnheiðar um Breta, en einnig koma Bandaríkjamenn og Danir í meira mæli en áður norður í land. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 21% á landinu öllu í janúar miðað við janúar í fyrra en á sama tíma var fjölgun íslenskra ferðamanna á Norðurlandi 38%, svo greinilegt er að Norðurland er einnig vinsæll áfangastaður innlendra ferðamanna. Arnheiður segir að gera megi ráð fyrir að tekjur á Norðurlandi, af ferðamanni sem lendir í Keflavík og kemur í tvo daga norður séu um 60 þúsund krónur, en sá sem lendir á Akureyrarflugvelli og gistir í 7 nætur skilji eftir sig um 230 þúsund krónur. Einnig nefnir hún að á Norðurlandi séu ekki nema um 1% af gistinótt- um erlendra ferðamanna á hótelum landsins og því þurfi að vinna í milli- landafluginu um Akureyrarflugvöll svo að ávinningur af markaðsátaki að vetri skili sér vel norður. Markaðsstofa Norðurlands hefur, að sögn Arnheiðar, lagt áherslu á veturinn í kynningu sinni á svæðinu og sérstök áhersla hafi verið lögð á að kynna svæðið fyrir Bretum og Dönum með það að markmiði að sett verði upp reglulegt millilandaflug frá Akureyrarflugvelli til þessara landa. Tilefni til bjartsýni á áframhaldandi vöxt Niðurstöður könnunar meðal erlendra ferðamanna, sem gerð var sl. sumar á vegum Ferðamálastofu sýna að Norðurland er vinsæll áfangastaður erlendra ferðamanna, en 42% þeirra sem fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll heimsóttu svæð- ið. Dvalartími erlendra ferðamanna á Norðurlandi er sambærilegur við dvalartíma í Reykjavík og dvelja flestir 3-4 nætur á Norðurlandi. Þegar skoðaðir voru vinsælustu áfangastað- ir á landinu voru fjórir af tólf stöðum sem nefndir voru á Norðurlandi, en það eru Akureyri, Mývatn, Húsavík og Ásbyrgi eða Dettifoss. Aðrir vinsælir staðir á Norðurlandi eru Skagafjörður, Hvammstangi, Hvítserkur, Melrakkaslétta og Þórshöfn en stærstur hluti ferða- manna kemur til að upplifa náttúru landsins. „Það er því tilefni til bjartsýni á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu á landinu öllu, sem skilar sér vel hingað norður,“ segir Arnheiður, en 18% vöxtur var í brottförum erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli og er mikil aukning í framboði á flugi þar nú á komandi sumri. /MÞÞ Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Álfa- og huldufólkstrú á sér djúpar rætur í íslenskri menn- ingu. Víða er að finna álagabletti, kletta, hóla og hæðir þar sem álfar og huldufólk eiga sér bústað og sögur um samskipti manna og álfa eru þekktar um allt land. Margir muna eflaust eftir því að hafa átt sér lítil bú sem börn og skapað sér veruleika þar sem heimur manna og hulduvera rann saman. Álfar og huldufólk eru ósýnilegu Íslendingarnir. Garðálfar verða algengari sjón með hverju árinu þar sem þeir skjóta upp kollinum inni á milli burknanna, í trjábeðinu, á milli sumarblómanna og á steinhleðslunni. Fólk er ófeimið við að skreyta garðinn með alls kyns fígúrum, gervifuglum, plastblómum og síðast en ekki síst garðálfum, sem eru fáanlegir í margs konar útgáfum. Erlendis er það sem við köllum garðálfa í daglegu máli flokkað sem dvergar, enda fyrirbærið mun líkara klunnalegum dvergum en fínlegum álfum. Lítið er um dverga í íslenskri þjóðtrú og því eðlilegt að álfaheitið sé okkur tamt í munni. Skoðanir fólks á garðálfum eru að öllu jöfnu ákveðnar og annaðhvort elskar fólk þá eða hatar. Sumum finnst þeir lífga upp á garðinn og þykir vina- legt að sjá þá á milli blómanna, en öðrum þykja þeir tákn um smekk- leysi, ódýrt drasl og „kitsch“ í sinni verstu mynd. Borg garðálfanna Í Evrópu hafa álfar þekkst í görðum í rúmar þrjár aldir og er uppruni þeirra rakinn til upphafs 18. aldar þegar þýskir og tékkneskir bændur settu litlar styttur af álfum út á akr- ana til að örva vöxt og auka upp- skeruna. Vinsældir garðálfa hafa verið mismiklar á ólíkum tímum og þeim hefur stundum verið ýtt út í horn þegar tískustraumar hafa verið þeim óhliðhollir. Úrval garðálfa hefur þó aldrei verið meira en nú og þeir seljast eins og heitar lummur. Um aldamótin 2000 var borgin Ústí nad Labem í Tékklandi opinberlega lýst borg garðálfanna, enda borgin fræg fyrir framleiðslu á afar haglega gerðum garðálfum. Garðálfar geta vakið skrítnar kenndir hjá fólki og til eru hópar sem hafa það að markmiði að frelsa álfana úr görðum og koma þeim út í náttúruna. Í Devonskíri í Englandi er rekið munaðarleysingjahæli fyrir garðálfa sem hefur verið nappað úr görðum og yfirgefnir á víðavangi. Álfar auka grósku Innfluttir garðálfar draga að sér raunverulega íslenska álfa sem gjarna taka sér bólfestu í garðinum og um leið fer allt að vaxa betur. Þetta sagði mér erlend ræktunar- kona sem hefur búið hér á landi í nokkra áratugi. Eftir að hún fór að fá senda garðálfa frá ættingjum sínum í Mið-Evrópu og setja þá í garðinn jókst gróskan í honum til muna. Og gróskan hefur aukist með hverjum garðálfinum sem bæst hefur í safnið. Ótrúlegt úrval Áður fyrr voru garðálfar brenndir úr leir og handmálaðir og eru margir þeirra safngripir í dag. Núna eru flestir garðálfar steyptir úr plasti eða trefjum og eiga að þola hvaða veður sem er án þess að missa lit. Framboðið af garðálfum er ótrú- legt og hægt er að fá þá í mörgum stærðum og gerðum, til dæmis álfa sem klifra í trjám, liggja í leti, keyra um á mótorhjóli, álfa sem sitja í stólum, standa með veiðistöng, raka heyi, moka snjó og fljúga. Úrvalið er ótakmarkað. Garðyrkja & ræktun Ævintýrið um garðálfana Veljið álfunum fallegan stað inni á milli blóma og trjáa í garðinum. Verið óhrædd við að tala við álfana. Sýnið þeim trúnað, þeir segja engum frá. Ef gefa á álfunum nafn er gott að hafa Snorra- Eddu við höndina, en líka má notast við símaskrána. Leitið til heimilis- læknisins ef þið farið að halda að garðálfarnir séu lifandi. Takið álfana inn ef farið er burt í langan tíma. Þeim gæti leiðst einver- an og farið á flakk. Samgöngubætur skipta verulegu máli. Straumur ferðamanna t.d. til Siglufjarðar og að Dettifossi hefur aukist mjög en á þessum stöðum er annars vegar búið að opna nýjan, uppbyggðan veg og hins vegar eru Héðinsfjarðargöngin að skila sér vel fyrir ferðaþjónustu á Tröllaskag- anum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.