Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 12
12 15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannær- ingar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavík- ur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru lík- lega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tíma- ritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegn- um daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýska- lands – þau hafa aldrei fengið fullnægj- andi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmi- legur kostnaður fyrir hagkerfi heims- ins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannær- ingunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hv aða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna? Bréf til Össurar Samfélags- mál Jón Kalman Stefánsson rithöfundur H inn 6. október 2008 ákvað Seðlabanki Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra, um 80 milljarða króna. Lánið var upphaflega til fjögurra daga og sem veð voru tekin öll hlutabréf Kaupþings í danska bank- anum FIH. Í bók Árna Mathiesen „Frá bankahruni til byltingar“ segir að Seðlabankinn hafi „látið Kaupþing hafa allan gjaldeyrisforðann sem þeir voru með hérna heima þannig að það voru engir peningar eftir í Seðlabankanum“. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Kastljósinu sama dag og lánið var veitt að hann „réttlæti það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu vegna þess að þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka […] Ég get sagt það kinnroðalaust“. Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði daginn eftir í sama þætti að ef lánið fengist ekki greitt þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH“. Kaupþing féll þremur dögum síðar. Síðar hefur komið í ljós að FIH bankinn var ekki jafnmikill klettur í hafinu og menn vildu meina. Bankinn þurfti að fá fyrirgreiðslu upp á tæpa 1.100 milljarða króna frá danska ríkinu sumarið 2009. Í september 2010 seldi Seðlabanki Íslands FIH, m.a. vegna þess að hann taldi raunverulega hættu á að FIH yrði tekinn yfir af dönskum stjórnvöldum. Við það hefði veð hans í bankanum orðið verðlaust. FIH var, í orði, seldur fyrir 109 milljarða króna. Það virtist því ætla að verða góður hagnaður af þessum viðskiptum. Á borði fékk Seðla- bankinn hins vegar um 41 milljarð króna staðgreiddan og afganginn, um 68 milljarða króna, lánaði Seðlabankinn nýjum eigendum fram til loka ársins 2014. Seljendalánið ber enga vexti. Auk þess var sam- þykkt að allar afskriftir vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH þegar bankinn var seldur myndu dragast frá láninu. Að lokum var ákvæði um að ef rúmlega helmingshlutur sem FIH á óbeint í skartgripaframleiðandanum Pandoru myndi aukast að verðgildi rynni það til Seðlabankans. Síðan þessi kaupsamningur var gerður hefur FIH afskrifað um 48 milljarða króna, eða um 70% af seljendaláninu. Talið er líklegt að afskriftunum sé ekki að fullu lokið. Í ljós kom að útlán bankans voru fjarri því að vera jafntrygg og af var látið. Það á sérstaklega við um lán til félaga í fasteignarekstri eða byggingariðnaði. Berl- ingske Tidende sagði í fyrra að FIH hefði verið peningabaukur fyrir áhættufjárfesta í þessum geirum, sem gengu undir nafninu Millj- arðamæringaklúbburinn, á meðan bankinn var í eigu Kaupþings. Flestallir meðlimir klúbbsins eru gjaldþrota í dag. Seðlabankinn reiknaði ætlaðan söluhagnað vegna hlutabréfa FIH í Pandoru inn í tilkynnt kaupverð þegar hann seldi bankann. Í því reikningsdæmi var áætlað virði bréfanna við sölu um 26 milljarðar króna. Það er nú um sjö milljarðar króna. Í dag er því tugmilljarða króna tapstaða á aðkomu Seðlabank- ans að FIH. Það eina sem gæti lagað þá tapstöðu eitthvað er að bréf í skartgripaframleiðanda hækki gífurlega fram til loka árs 2014. Seðlabankinn á í raun afleiðu sem sveiflast til og frá eftir því hvernig Pandoru gengur að selja skartgripi. Það má vel velta fyrir sér hvort það sé ásættanlegt veðmál fyrir Seðlabanka að taka þátt í. Seðlabankinn tapar á Kaupþingsláninu: Skartgripaafleiða Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Stóra manntalsmálið Nýverið var hér fjallað um fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur á þingi varðandi manntal sem Hagstofan vinnur að. Svar við fyrirspurninni var birt á mánu- dag og kemur í ljós að manntalið er eitt af grunnverkefnum Hagstofunnar sem hefur tekið slík töl í 100 ár. Þá er manntalið einnig skylduverkefni samkvæmt EES-samningnum og veitti ESB Hagstofunni rúmlega 100 milljóna styrk vegna þess í fyrra. Mann- talið tengist hins vegar ekki umsókn Íslands að ESB eins og Vigdís spurði um í fyrir- spurn sinni. Freklegt inngrip ESB! Vigdís gerði svarið að umtalsefni á þingi í gær. Hún benti á að ESB væri að styrkja Hagstofuna til þess að telja Íslendinga og íbúðir hér á landi. Þá lýsti hún því yfir alvarleg í bragði að þetta væri inngrip í innanríkismál landsins sem væri hið alvarlegasta mál. Vandséð er að styrkur til hagtölu- og mannfjöldarannsókna, sem svo til öll lönd ráðast í, sé stórmál. Reynslubolti hrósar Höll- inni Áður hefur í þessum dálki verið fjallað um áhuga Björns Bjarna- sonar, fyrrum ráðherra, á kvikmyndum og sjónvarps- efni. Björn skrifar reglulega um slíkt á vefsíðu sinni og nú síðast um dönsku sjónvarpsþættina Höllina, Borgen, sem RÚV sýnir. Í færslu á sunnudag segir Björn að þátturinn sýni að stjórnmál séu alls staðar á sama veg og virðist sjá í þeim líkindi við reynslu sína úr íslenskum stjórnmálum. Þá bendir hann á nokkur fróðleg dæmi um hörkuna í dönskum stjórnmálum. Orð Björns verða að teljast höfundum þáttanna til hróss enda reynslumikill úr póli- tíkinni. Það er þó mögulega varasamt að draga almennar ályktanir út frá þeim enda byggðir á handriti. magnusl@frettabladid.is Alla virka daga kl. 18.00 Mythbusters eru frábærir þættir þar sem snillingarnir Jamie Hyneman og Adam Savage framkvæma ótrúlegar tilraunir. Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.