Fréttablaðið - 21.02.2012, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGKassakerfi & sjóðsvélar ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 20122
Nýherji fer með umboð fjölda þekktra vörumerkja og þar á meðal IBM. IBM er okkar
stærsti birgi þegar kemur að sölu-
kerfum og þá er einnig töluvert til
af hugbúnaðarkerfum frá IBM í
verslunargeiranum,“ segir Sigurjón
Hjaltason, vörustjóri hjá Nýherja.
Markaðshlutdeild IBM er yfir
fjórðungur á heimsvísu í sölu af-
greiðslukerfa eða sama og þrjú
næstu fyrirtæki samanlagt. Sig-
urjón segir viðskiptavini Nýherja
þekkja gæði og endingu IBM.
„Icelandair á Kef lavíkurf lug-
velli endurnýjaði sölukerfi sitt til
að mynda eftir tíu ára notkun og
valdi áfram IBM. Þar var sett upp
tveggja skjáa kerfi með aukaskjá
sem keyrir auglýsingaefni við hlið-
ina á strimlinum þegar viðskipta-
vinurinn verslar. Þar geta komið
fram ýmis tilboð eða tilkynningar,
rétt á meðan hann kaupir sér sam-
loku og drykk,“ segir Sigurjón.
Meðal nýrra viðskiptavina Ný-
herja er verslunin Lindex. Opnun
verslunarinnar var eftirminnileg
en hleypa þurfti viskiptavinum
inn í hollum dag eftir dag. Álagið
á kassakerfið var gífurlegt og segir
Sigurjón það hafa verið prófraun á
vél - og hugbúnaðarkerfið. „Í gegn-
um einn afgreiðslukassa hjá Lindex
fór meira magn en í stórri verslun
í Ósló samanlagt. Kerfið virkaði
hundrað prósent. Þetta er mjög gott
dæmi um það hversu vel IBM-kerf-
in standa sig,“ segir Sigurjón.
Fjarvöktun á kerfum
Þei verslunareigeindur sem reka
fleiri en eina verslun, jafnvel um
allt land, býður Nýherji upp á fjar-
vöktun á sölukerfum. Hægt er að
fylgjast með kerfum allan sólar-
hringinn og jafnvel sjá bilanir fyrir.
„Við getum séð hvort eitthvað er
farið að hegða sér óeðlilega og hvort
bilun er yfirvofandi. Þá er einnig
hægt að setja kerfin í deepsleep á
nóttunni en þá eyða þau einungis
þremur vöttum af rafmagni. Þannig
má bæði minnka rafmagnsnotkun
viðskiptavinarins og lengja líftíma
tækja,“ segir Sigurjón.
Þróun í verslunarumhverfi
Sigurjón segir talsverðar breytingar
í vændum á öllu verslunarumhverfi
þar sem þráðlausar lausnir í af-
greiðslu skipi alltaf stærri og stærri
sess. Verslunarkerfin séu meðal
annars að færast yfir í snjallsíma.
„Þá er hægt að setja snjallsíma í sér-
stakt hulstur frá Ingenico og forrita
hann sem afgreiðslukerfi,“ útskýr-
ir Sigurjón. „Hægt er að skanna inn
strikamerki, taka við greiðslu og
senda kvittun með tölvupósti eða
prenta hana út á staðnum.. Nýherji
er umboðsaðili Ingenico og mun
bjóða þessi hulstur mjög fljótlega
hér á landi.“
Haldið utan um viðskiptavini
Með breyttu verslunarumhverfi
segir Sigurjón verslunareigendur
fá fleiri snertifleti á viðskiptavini
sína. Samskipti fara fram gegn-
um vefmiðla og þá spili tryggða-
og gjafakort einnig stórt hlutverk.
Reikna megi með að þessi þróun
verði einnig hér á landi á næstu
árum.
„Í heildina séð eru að verða
töluverðar breytingar á versl-
un. Í Bandaríkjunum er til dæmis
aukning í gjafakortasölu og einn-
ig er verið að sameina öll gjafa-
kortin inn í snjallsíma. Þegar við-
skiptavinurinn gengur inn í verslun
„veit“ verslunin að viðskiptavinur-
in er kominn og sendir á hann til-
boð í símann. Ofan á þetta bætist
að nú eru komnar fram rafrænar
„buddur“, Google wallet og Paypal
purse. Þá er einnig hægt að greiða
fyrir vöru með snjallsímanum. Ný-
herji er með öflug vörumerki til að
styðja okkar viðskiptavini í að vera
fremstir í þjónustu. Þá eigum við
frábært samstarf við íslensku hug-
búnaðarhúsin sem eru að hanna
allt það nýjasta sem er að gerast.“
Fjarvöktun lengir líftímann
Nýherji býður fjarvöktun á sölukerfum. Þannig er hægt að fylgjast með öllum kerfum allan sólarhringinn og jafnvel sjá bilanir fyrir. Slík lausn felur í
sér lægri rafmagnsnotkun viðskiptavinarins og lengir líftíma búnaðar.
Sigurjón Hjaltason vörustjóri segir Nýherja fylgjast vel með breytingum á verslunarum-
hverfi. MYND/GVA
Nýherji hf. Borgartún 37 sími 569 7700 netverslun.is
HUGSAÐU INN
FYRIR KASSANN
IBM er brautryðjandi í framleiðslu kassakerfa. Þau
byggja á rúmlega 40 ára reynslu, hugviti og gæðum.
Íslenskir notendur treysta eiginleikum þeirra, enda
eru þau áreiðanleg og þekkt fyrir lága bilanatíðni.
Nýherji býður fjarvöktun á kassakerfum. Slík lausn felur í
sér lægri rafmagnsnotkun og getur lengt líftíma búnaðar.
IBM Anyplace Kiosk 33E
Snertiskjár á vegg eða borð.
Hentar einnig sem kassakerfi.
Örgjörvi: 2.0 GHZ Intel Celeron®
Vinnsluminni: 1GB. Harður diskur: 80GB.
ÞRÓTTMIKILL
STARFSKRAFTUR
DUGLEGUR
AFGREIÐSLUÞJARKUR
IBM 4852-E66
IBM kassakerfi og 15” snertiskjár (innrauð tækni)
með kortalesara og viðskiptamannaskjá.
Nemur fingur, penna, kort, ofl.
Örgjörvi: 2.2 GHZ Intel Celeron®
Vinnsluminni: 1GB. Harður diskur: 160GB.