Fréttablaðið - 27.04.2012, Side 32

Fréttablaðið - 27.04.2012, Side 32
10 • LÍFIÐ 27. APRÍL 2012 KOMNAR Í SUMARSKAP Sumarið er tíminn til að fara út, anda að sér súrefni, hreyfa sig og njóta. Lífið spurði nokkrar hressar konur hvað sumarið hefði í för með sér fyrir þær og hvaða sport væri í uppáhaldi. ER SÚREFNISFÍKILL SIGRÍÐUR ARNARDÓTTIR METSÖLURITHÖFUNDUR 1. Já, ég er komin í sumarskap. Það gerðist um leið og krókusarnir kíktu upp úr jörðinni og boðuðu vorkomuna. 2. Ég er búin að pumpa í dekkin á hjólinu og komin af stað. En gönguskóna þarf ég ekki að draga fram því ég nota þá stöðugt. 3. Ég er súrefnisfíkill og á erfitt með að vera innandyra á sumrin. Ég geng, fer í sund, geng reglu- lega á Esjuna og hjóla. 4. Ég stefni ekki beint að því að prófa nýtt sport í sumar – en það er aldrei að vita hvað gerist. NÝBYRJUÐ Í HESTAMENNSKUNNI BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR LEIKKONA 1. Sumarskapið er komið, sumarkjóll- inn og sumarskórnir líka! 2. Fjölnir er búinn að taka hjól- in okkar í gegn og nú skal sko hjólað. Annars er ég að safna mér fyrir nýjum gönguskóm. 3. Útivistin mín á sumrin eru sund- ferðir og reglulegir hjólatúrar. 4. Nýjasta sportið mitt er hesta- mennska. En svo langar mig svolítið að prófa golf við tækifæri. GÖNGUSKÓRNIR ALLTAF INNAN SEILINGAR SIGURLÍN MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR TÁKNMÁLSÞULA. 1. Jú, eitthvað smá, brúnin að léttast, og eigum við ekki að segja að maður bros- ir meira og sé bjartsýnni svona að þungum vetri slepptum. Þessa dag- ana elda ég léttari mat, drekk meira vatn og sæki meira í liti í fötum heldur en svart sem maður er oftast í en þó sleppir maður víst aldrei svarta litnum alveg. 2. Gönguskórnir eru alltaf innan næstu seilingar hjá mér, sama hvaða árstíð er. Ég á tvo reyndar og þessa dag- ana geng ég í þeim léttari. Ég geng svona 5-10 km á kvöldin. 3. Það er mest göngur, svo hjóla ég líka og fer meira í sund en á veturna. 4. Nei, en kæmi alveg til greina ef það væri spennandi og þægilegt fyrir mig. Kannski golf kæmi þá helst til greina. MAÍMÁNUÐUR Í UPPÁHALDI REGÍNA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR LEIKKONA. 1. Ég er komin í svaka sumarskap og er farin að draga fram og kaupa mér sumarkjóla, en ég er rosalega mikil kjólakona. Geng nánast aldrei í buxum, nema þegar ég er að hreyfa mig. 2. Ég á ekki hjól eða línuskauta, en börnin eiga þetta allt saman. Þannig að ég fer yfirleitt með þeim í hlaupaskónum og geng eða hleyp með. 3. Mér finnst rosalega gaman að vera sem mest úti á sumrin. Þá stunda ég mest göngu- túra, skokk og svo finnst mér æði að synda á morgnana. Er stundum pínu löt samt að koma mér af stað þegar allir eru í fríi og er því yfir- leitt duglegust á vorin. 4. Ég er alltaf á leiðinni að láta smita mig af golfbakterí- unni og hver veit nema við hjónin skellum okkur í tíma! 1. Ertu komin í sumarskap? 2. Ertu búin að draga fram hjólið/línuskautana/hlaupaskóna/gönguskóna? 3. Hvaða útivist stundar þú yfirleitt á sumrin? 4. Stefnirðu á að prófa eitthvað nýtt sport þetta sumarið? HE IL SU HE IM UR „FÁGAÐIR LITIR ALVEG ÚT Í FINGURGÓMA, ÉG NOTA COLOR RICHE NAGLALAKK NR. 613 BLUE REEF OG VARALIT NR. 297.“ ÓTRÚLEGAR SAMSETNINGAR FRÁBÆRIR LITIR OG GLANS Milla Jovovich SLITSTERK GEL-FORMÚLA 10 DAGA GLANS 48 FALLEGIR LITIR NÝTT!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.