Fréttablaðið - 27.04.2012, Page 44

Fréttablaðið - 27.04.2012, Page 44
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Svar við bréfi Helgu, leik- gerð samnefndrar metsölu- bókar Bergsveins Birgis- sonar, verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ólafur Egilsson segir verk- ið fela í sér dramatíska bar- áttu sem höfði til hjartans. „Ég sá kannski ekki leikritið strax þegar ég las bókina, en ég fann að mig langaði til að færa þessa sögu á svið,“ segir Ólafur Egilsson, höf- undur leikgerðar bókarinnar Svars við bréfi Helgu sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ólafur las bókina þegar hún kom út fyrir jól í hittiðfyrra og færði það í tal við Magnús Geir Þórðar- son leikhússtjóra að færa verkið upp á fjalirnar. „Hann hafði líka lesið bókina og leist vel á, svo úr varð að ég hafði samband við Berg- svein og bar undir hann drög að leikgerðinni. Hann lét til leiðast og ég hef legið yfir þessu allt síðast- liðið ár. Nú á bara eftir að koma í ljós hvernig til hefur tekist.“ Svar við bréfi Helgu er þriðja skáldsaga Bergsveins Birgisson- ar og sló óvænt í gegn þegar hún kom út hjá Bjarti fyrir jólin í hitti- fyrra. Hún hlaut einróma lof útgef- enda og seldist í hátt í tíu þúsund eintökum. Verkið fjallar um Bjarna, sem skrifar bréf til konunnar sem honum bauðst að fylgja til borgar- innar forðum, og veltir fyrir sér hvort hann hafi gert rétt að taka jörðina fram yfir ástina. Minn- ingar úr sveitinni, vangaveltur um lífið og tilveruna og rammíslenskt fólk fléttast inn í safaríkar frá- sagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Ólafur segir það liggja misvel fyrir bókum að verða færðar upp á svið. Frásagnarform bókar Bergsveins og sérstakt tungutak hafi bent til að það yrði ekki auð- sótt að laga söguna að sviðinu. „En það er annað sem kallar á mann í bókinni og er dramatískt í eðli sínu: það birtist í henni svo skýr barátta, sem hefur sterka sammannlega skírskotun og höfðar til hjartans. Það er verið að takast á við spurningar sem við veltum eilíflega fyrir okkur; hvað ef við hefðum breytt öðruvísi og hvort það sé orðið of seint að snúa við. En sagan fjallar ekki síður um hvernig það er að búa í fámenni, átthagafjötrana og hina römmu taug til heimaslóðanna; tilfinningar sem allir Íslendingar ættu að geta tengt við.“ bergsteinn@frettabladid.is Spurningar sem við veltum eilíflega fyrir okkur www.tskoli.is Uppskerudagur Opið hús í Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, laugardaginn 28. apríl kl. 13:00 – 16:00. ÚR SVARI VIÐ BRÉFI HELGU Sigrún Edda Björnsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum. Sagan segir frá tímabili í lífi bóndans Bjarna, þegar hann fellur fyrir húsfreyjunni á næsta bæ. SVAR VIÐ BRÉFI HELGU Höfundur: Bergsveinn Birgisson Leikgerð: Ólafur Egill Egilsson Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Frank Þórir Hall Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Ellert A. Ingimundarson og Gunnar Hansson. FRAMHALDSLÍF CHARLOTTE Vegna fjölda áskorana verða tvær aukasýningar í Þetta er lífið – og om lidt er kaffen klar!, söngsýningu Charlotte Bøving i Iðnó í maí. Charlotte var tilnefnd til Grímuverðlauna sem besta söngkonan fyrir frammistöðu í verkinu. Aukasýningarnar verða í Iðnó 17. og 20. maí. Úskriftarsýning nemenda á listnámsbraut Borgarholts- skóla var opnuð í Brimhúsinu við Reykjavíkurhöfn í gær. Á sýningunni eru verk eftir nemendur sem hafa sérhæft sig í prent- og skjámiðlun og sýna meðal annars ljósmynda- verk, skjáverk, vefsíður og þrívíddarverk. Útskriftarsýning í Brimi ÚTSKRIFTARSÝNING Sýnd eru meðal annars ljósmyndaverk, skjáverk, vefsíður og þrívíddarverk.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.