Fréttablaðið - 27.04.2012, Side 54

Fréttablaðið - 27.04.2012, Side 54
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR34 „Það er búið að bjóða okkur á mót í Lundi í Svíþjóð næsta vetur og stefnan er tekin þangað í desemb- er,“ segir Alexander Harðarson, frístundaleiðbeinandi og hægri skytta eina hjólastólahandbolta- liðs landsins. Í liðinu, sem starfar undir merkjum íþróttafélagsins HK, eru um fimmtán manns. Alexand- er segir það hafa markað tíma- mót þegar HK ákvað að bjóða upp á íþróttir fyrir fatlaða innan félagsins. Hjólastólahandbolta- liðið var stofnað fyrir rúmum tveimur árum en styttra er síðan þjálfari var fenginn til að þjálfa liðið. Liðið er eina hjólastólaliðið sem starfrækt er á landinu og því þurfa Alexander og félagar hans að ferðast út fyrir landsteinana til að geta keppt í íþróttinni. „Við höfum náttúrulega aldrei keppt áður og erum því ekki sérstaklega vel undirbúnir, en góðir hlutir ger- ast hægt.“ Lítill hópur byrjaði að spila handbolta saman að sögn Alex- anders, en hann hefur nú stækk- að. „Það voru tveir í stjórn HK sem fannst vanta aukið úrval í íþróttir fatlaðra. Hingað til hafa fatlaðir helst tekið þátt í ein- staklingsíþróttum en þetta er til dæmis fyrsta hópíþróttin sem fólk í hjólastól getur stundað,“ segir hann. „Ég komst sjálfur inn í ferl- ið í gegnum vini mína í stjórn HK og fyrst var þetta lítill hópur vina sem spilaði þjálfaralaust. Okkur fannst svo orðið tímabært að fá fleiri í hópinn og auglýstum eftir fólki meðal annars á Facebook og síðan þá hefur þetta stækkað skref af skrefi og nú erum við meira að segja komnir með þjálfara.“ Liðið spilar eftir sömu reglum og í hefðbundnum handbolta en með einhverjum áherslubreyt- ingum. Dómarinn er til að mynda utan vallar, mörkin eru lækkuð og enginn línumaður er í liðinu. Liðs- menn liðsins koma einnig frá ólík- um bakgrunni að sögn Alexand- ers, sumir hafa verið í hjólastól frá fæðingu, aðrir hafa lent í slysum en svo spilar einnig með þeim einn ófatlaður einstaklingur. Inntur eftir því hvort önnur lið ætli að fylgja í fótspor HK segist Alexander vona að svo verði. „Fólk er mjög áhugasamt um íþróttina og ég hef heyrt að aðrir séu í svip- uðum pælingum en hef ekki fengið það staðfest. Okkur þætti frábært ef fleiri bættust í hópinn og við fengjum andstæðing til að keppa á móti,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is FÖSTUDAGSLAGIÐ Hingað til hafa fatlaðir helst tekið þátt í ein- staklingsíþróttum. ALEXANDER HARÐARSON HÆGRI SKYTTA „Það er líklega lagið David með Gusgus.“ Óskar Þór Axelsson, leikstjóri. Björk hefur aflýst tónleikum sem hún ætlaði að halda í Sao Paulo í Brasilíu 11. maí vegna hnúðs á raddböndunum. Hún hefur verið á tónleika- ferðalagi um Suður-Ameríku að undanförnu en stutt er síðan hún þurfti að aflýsa tvennum tónleik- um í Buenos Aires í Argentínu vegna veikindanna. Eftir að hafa gengist undir læknisskoðun kom í ljós að ef hún hvíldi röddina ekki lengur gæti hún átt það á hættu að skemma röddina til frambúðar. „Því miður get ég ekki sungið á Sonar-hátíðinni í Brasilíu sem er synd vegna þess að þeir listamenn sem eiga að spila þar eru frábær- ir og ég elska Brasilíu,“ skrif- aði Björk á Facebook-síðu sína og bætti við að hún yrði að vera í þagnarbindindi eitthvað fram í maí samkvæmt læknisráði. Björk greindist fyrst með hnúð á raddböndunum árið 2008 og óttaðist að hún gæti ekki sungið framar, eða ekki eins og hún var vön. Hún vildi ekki fara í aðgerð af ótta við að hún myndi skemma röddina. Þess í stað gerði hún æfingar til að teygja á raddböndunum. Björk þarf að hvíla raddböndin N O R D IC PH O TO S/G ETTY Í SÍLE Björk á Lollapa- looza-hátíðinni í Síle í síðasta mánuði. „Við heilluðumst af öllum litlu þorpunum sem er að finna lengst inni í fjörðum um allt land og veltum mikið fyrir okkur hvernig líf fólks sem byggi á svo afskekktum stöðum væri,“ segir Loralee Grace, sem er væntanleg til landsins, ásamt eiginmanni sínum Philip Carrel, í lok maí að gera heimildarmynd um Þingeyri. Philip er lærður kvikmyndagerðamaður og hefur starfað við það í nokkur ár. Hann mun að mestu sjá um gerð myndarinnar en með aðstoð eiginkonu sinnar sem er listmálari. Þau komu fyrst til Íslands síðastliðið sumar í tilefni brúð- kaupsafmælis síns. „Við leigðum okkur lítinn VW Polo og keyrðum um landið í 16 daga og gistum á 14 mismunandi hótelum. Þetta var pínu brjálæði, en alveg rosalega gaman,“ segir Loralee. Þau urðu bæði yfir sig ástfangin af Íslandi og láta sig dreyma um að flytja hingað einhvern daginn. „Það má eiginlega segja að við séum orðin Íslands-fíklar,“ segir hún og hlær. Loralee og Philip bauðst vinna á kaffihúsinu Simbahöllinni á Þingeyri í tvo mánuði sumar og ákváðu að taka því og gera heimildarmynd um staðinn í leiðinni. „Við vonumst til að kynn- ast þorpinu og heimamönnunum og fá að upp- lifa það sjálf hvernig lifnaðarhættir eru á svo afskekktum stað,“ segir Loralee. Hjónin fjármagna myndina að miklu leyti sjálf, auk þess sem þau hafa sótt um ýmsa styrki. „Svo erum við með síðu á vefsíðunni Kickstarter þar sem fólk getur lagt okkur lið og heitið á okkur. Við eigum samt bara nokkra daga eftir þar, svo vonandi náum við takmark- inu,“ segir Loralee, en síðan virkar þannig að nái þau ekki settu takmarki fá þau ekkert af peningnum sem búið er að safnast þar. - trs Bandarísk hjón gera mynd um Þingeyri Á SEYÐISFIRÐI Loralee og Philip fóru meðal annars í fjallgöngu á Seyðisfirði á ferð sinni um Ísland síðast- liðið sumar. MYND/PHILIP CARREL ALEXANDER HARÐARSON: FÓLK ER MJÖG ÁHUGASAMT UM ÍÞRÓTTINA Handboltalið í hjólastólum stefnir á mót í Svíþjóð Grímsbær-Bústaðarvegi Efstaland 27, 108 Rvk., Sími 527-1999 Opið: mán-fös. 11-18 laugd. 11-15 Vertu vinur á facebook ;) OPNA KLUKKAN 11.00 MEÐ STÚTFULLA VERSLUN AF GLÆNÝJUM SUMARLEGUM LITRÍKUM VÖRUM Sjáumst í Grímsbæ við Bústaðaveg... Sendi líka hvert á land sem er. 25% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM! Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 Glæný Bláskel frá Stykkishólmi Ferskur Túnfiskur Alla föstudaga og laugardaga Humar 2.350 kr.kg Óbrotinn fyrsta flokks humar Fiskibollur að dönskum hætti (lax, þorskur, dill, rjómi, krydd) Harðfiskurinn frá Stykkishólmi Þessi sjúklega góði Humarsoð frá Hornarfirði HART BARIST Alexander Harðarson spilar stöðu hægri skyttu í hjólastólahandboltaliði HK. Liðið er hið eina sinnar tegundar sem starfrækt er á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.