Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 2
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR2 ÞJÓÐGARÐAR „Okkur finnst við ekki fá nógan stuðning frá Þingvalla- nefnd með þessu leyfi sem hún gaf,“ segir Gissur Baldursson skip- stjóri, annar tveggja sem heimilað hefur verið að gera út útsýnisbát með glerbotni frá þjóðgarðinum á Þingvöllum. Gissur og Snæbjörn Ólafsson hafa um nokkurra missera skeið sóst eftir leyfi fyrir að gera út raf- knúna glerbytnu fyrir fimmtán til tuttugu farþega á Þingvallavatni. Þeir hafa þrýst á um svör áður en lokahönnun og smíði bátsins hefst. Í desember síðastliðnum lagði Ólafur Örn Haraldsson þjóð- garðsvörður ásamt fræðslufull- trúa þjóðgarðsins til að Þingvalla- nefnd samþykkti málið. Nefndin ákvað þá að fela Ólafi að semja við Gissur og Snæbjörn um verkefnið, meðal annars um aðstöðugjald vegna kostnaðar fyrir þjóðgarð- inn. Ábúandinn á Kárastöðum mun einnig hafa gefið sitt samþykki. „Við erum búnir að hanna bátinn í grófum dráttum og rafbúnaðinn í hann en það hefur lítið annað gerst frá því Þingvallanefnd ákvað að samingurinn við okkur yrði gerður,“ segir Gissur. Í áðurnefndu minnisblaði þjóð- garðsvarðar og fræðslufulltrúans segir að þeir hafi með Gissuri og Snæbirni skoðað þrjú svæði undir starfsemina. Mæltu þeir með að Nestá á Rauðukusunesi í Kára- staðalandi yrði skoðuð nánar sem aðstaða fyrir rafmagnsbátinn. Þar í kring er talsverð sumarhúsa- byggð. „Þetta mál er í vinnslu bæði hjá þeim og okkur. Við höfum verið að horfa á Kárastaðalandið en það er ekki kominn neinn botn í það,“ segir Ólafur og bendir á að gæta þurfi að mjög mörgum atriðum. „Ef það þarf að reisa þarna flotbryggju, bílastæði, salerni og önnur mannvirki og laga vegi þá þarf það náttúrlega að fara fyrir byggingarnefnd,“ segir Ólafur og bætir við að eins þurfi Siglinga- stofnunin að fara yfir öyggismál. „Þetta tekur allt sinn tíma.“ Gissur segir þá Snæbjörn ánægða með Rauðukusunes fyrir bátinn sem verður með glerglugga á kilinum svo farþegar geti horft ofan í djúp Þingvallavatns. Svo virðist hins vegar sem runnar séu tvær grímur á Þingvallanefnd vegna skipulagsmála á svæðinu. „En við erum ekkert hættir því við erum búnir að leggja allt of mikla vinnu og peninga í að hanna þetta og koma þessu af stað til að leggja árar í bát núna,“ segir Gissur Baldursson. gar@frettabladid.is Jói, hvort værirðu heldur til í Pepsi-deildina eða Coca-Cola Championship? „Pepsi-deildina. Pepsí er betra en Kók.“ Knattspyrnukappinn Jóhannes Karl Guðjónsson snýr aftur í raðir ÍA og mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Hann hefur komið víða við og meðal annars leikið í ensku Coca-Cola Championship-deildinni. UMHVERFISMÁL Landsvirkjun hefur farið fram á við Orkustofnun að fá rannsóknaleyfi vegna áætlana um virkjun í Stóru-Laxá í Hreppum. Hreppsnefnd Hrunamanna hefur engar upplýsingar um málið og hefur óskað eftir fundi með fyrir- tækinu. Það var Dagskráin – fréttablað Suðurlands sem sagði frá áformum Landsvirkjunar á fimmtudag. Um er að ræða virkjun með lóni og aðrennslisgöngum, alls um 20 megavött. Ragnar Magnússon, oddviti Hrunamanna, segir í viðtali við Fréttablaðið að heimamenn hafi ekki heyrt af áformum um virkjun Stóru-Laxár fyrr en bréf barst nýlega frá Orkustofnun, en þar var óskað umsagnar hrepps- nefndarinnar vegna óskar Lands- virkjunar um rannsóknaleyfi. „Þetta kemur okkur afskap- lega mikið á óvart og óskuðum við þess vegna eftir fundi með Lands- virkjun og Orkustofnun,“ segir Ragnar sem telur afskaplega ótrú- legt að heimamenn séu tilbúnir að skrifa undir stórtækar virkjunar- hugmyndir á svæðinu. „Í mínum huga kemur aldrei til greina að gefa eftir Laxárgljúfrin eða fram- kvæmdir sem ógna laxastofninum í ánni.“ - shá Hreppsnefnd kemur af fjöllum og biður um fund með Landsvirkjun: Áform um virkjun í Stóru-Laxá EFST Á SVÆÐI 4 Áin er landsfræg fyrir náttúrufegurð en hér er horft upp eftir ánni þar sem veiðisvæðið endar. MYND/BJÖRGÓLFUR HÁVARÐSSON SAMFÉLAGSMÁL Samfélagsátakið Blái Naglinn hefur gengið vonum framar frá því að það hófst um síðustu mánaðamót. Það segir Jóhannes Valgeir Reynisson, upphafsmaður verkefnisins, en upphaf árverknis- og vitundarátaks um blöðruhálskirtilskrabbamein markaðist af frumsýningu heimildamyndar þar sem sagt var frá baráttu Jóhannesar við sjúkdóminn. „Við fjölskyldan höfum fengið rosalega mikil og góð viðbrögð síðan myndin var sýnd. Það hefur komið mér á óvart hversu margir hafa lýst yfir ánægju með að við höfum vakið umræðu um þessi mál.“ Samhliða átakinu efndi Jóhannes til söfnunar til styrktar tækjakaupum fyrir Landspítalann. Sölu- fólk um allt land hefur selt Bláa nagla til að fjár- magna kaup á línuhraðli, sem er tæki sem notað er í geislunar meðferð krabbameinssjúklinga. Jóhannes segir að salan hafi víðast hvar gengið mjög vel. „Sölufólkið okkar segir móttökur almenn- ings hafa verið frábærar. Fólk veit greinilega um hvað málið snýst og er tilbúið að styrkja málefnið.“ Söfnunarátakinu lýkur á fimmtudag og segir Jóhannes að enn sé nóg til af nöglum til að selja, og hann hvetur áhugasama til að hafa samband. Til dæmis sé hægt að bæta við fólki á Suðurlandi og Austfjörðum. „Mitt markmið með þessu öllu er fyrst og fremst að upplýsa fólk um hvað þetta mein er algengt og mun meira feimnismál en flestir gera sér grein fyrir,“ segir Jóhannes. - þj Jóhannes Valgeir Reynisson ánægður með vitundarvakninguna Bláa naglann: Hefur fengið frábærar viðtökur BLÁIR NAGLAR Jóhannes naut aðstoðar séra Gunnars Sigur- jónssonar og sjónvarpsmannsins Helga Seljans við að reka bláa nagla í trédrumb í Kringlunni í gær. PAKISTAN, AP Pólitísk ólga magn- aðist enn á ný í Pakistan eftir að hæstiréttur landsins sakfelldi Yousuf Raza Gilani forsætisráð- herra fyrir að hafa sýnt dómstól lítilsvirðingu. Honum var þó hvorki gert að segja af sér né var hann dæmdur í fangelsi, eins og dómstóllinn hefði getað gert, og gekk hann því út úr dómhúsinu í fylgd fagnandi stuðningsmanna sinna. Búast má við að vaxandi þrýst- ingur verði á hann að segja af sér næstu mánuðina. Lítilsvirðinguna er hann sagður hafa sýnt dómstól þegar hann neitaði að verða við úrskurði um að hann ætti að biðja stjórnvöld í Sviss um að hefja á ný rannsókn á spillingarmáli forseta landsins, Asif Ali Zardari. - gb Forsætisráðherra dæmdur: Gekk fagnandi út úr dómsal EFNAHAGSMÁL Íslensk stjórnvöld hafa ráðið Deutsche Bank, JP Morgan og UBS til þess að annast fjárfestakynningu í Bandaríkj- unum og Evrópu vegna fyrirhug- aðrar útgáfu á ríkisskuldabréfum á erlendum mörkuðum. Frá þessu greindu fréttastofur Bloomberg og Reuters í gær. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upp- lýsingafulltrúi fjármálaráðuneyt- isins, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir staðfestingu á fréttunum. Íslenska ríkið seldi í júní í fyrra einn milljarð Bandaríkja- dala í fyrsta og hingað til eina erlenda skuldabréfaútboði ríkis- ins frá bankahruni. Áhættuálag á skuldabréfin í því útboði nam 320 punktum umfram áhættulausa vexti. - mþl Eitt ár frá síðasta útboði: Ríkið á leið í erlent skulda- bréfaútboð SJÁVARÚTVEGUR Kristján Lofts- son, forstjóri Hvals hf., segir ekkert hæft í fréttum þess efnis að ákveðið hafi verið að stunda hvalveiðar hér við land í sumar. Fréttavefurinn Skessuhorn sagðist á fimmtudag hins vegar hafa „traustar heimildir fyrir því að verulegar líkur séu nú á að hvalveiðar hefjist að nýju“ eftir að hafa legið niðri í fyrrasumar. „Vonandi verður eitthvað og ekkert er útilokað en það er ekkert ákveðið. Skessuhorn er að búa til fréttir hérna heima til að þjóna antí-hvalaliðinu á erlendum vettvangi,“ segir Kristján. - gar Forstjóri um komandi sumar: Ekkert ákveðið með hvalveiðar BJÖRGUN Varðskipið Ægir tók norska línuskipið Torita í tog um klukkan 4 í gærmorgun. Skipið óskaði eftir aðstoð á miðvikudag, þegar það var statt um 500 sjó- mílur suðvestur af Garðskaga. Skipið var á mörkum íslensku og grænlensku leitar- og björgun- arsvæðanna þegar hjálparbeiðn- in barst. Gangi sigling skipanna eftir áætlun verða þau komin til hafnar á suðvesturhorni landsins á sunnudagskvöld eða aðfaranótt mánudags. Torita er 377 tonna línuskip, um 40 metra langt. - bj Ægir með norskt skip í togi: Dregið um 500 mílur til hafnar LÍNA Varðskipsmenn skutu línu til norska skipsins og tóku það í tog. MYND/LANDHELGISGÆSLA ÍSLANDS ATVINNUMÁL Velferðarráðu neytið og Vinnumálastofnun auglýsa nú 500 störf sem eru opin öllum námsmönnum, sem eru á milli anna eða skólastiga, auk þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Störfin eru hluti af tímabundnu átaksverkefni. Auk þess auglýsa sveitarfé- lög um þessar mundir önnur 400 sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Opnað verður fyrir umsóknir um störfin í dag og umsóknarfresturinn er til 14. maí. - shá Auglýsa 900 sumarstörf: 500 sumarstörf fyrir námsmenn ÞINGVALLAVATNRauðukusunes Kárastaðanes Lambhagi Þingvallakirkja Þin gva llav egu r Ö xa rá La m ba gjá Nestá Þingvellir Glerbotnsbátur sigli frá Rauðukusunesi Þingvallanefnd hefur heimilað útgerð rafknúins útsýnisbáts með gegnsæjum botni til siglinga á Þingvallavatni. Þjóðgarðsvörður mælir með því að bryggja fyrir glerbytnuna verði í Rauðukusunesi en skipulagsmálin eru óleystur vandi. RAUÐUKUSUNES Yst á Rauðukusunesi er svokölluð Nestá sem menn sjá fyrir sér að geti þjóna sem heimahöfn fyrir útsýnisbát með glerbotni á Þingvallavatni. MYND/LOFTMYNDIR SPURNING DAGSINS Við erum búnir að hanna bátinn í grófum dráttum og raf- búnaðinn í hann en það hefur lítið annað gerst frá því Þingvallanefnd ákvað að samingurinn við okkur yrði gerður. GISSUR BALDURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.