Fréttablaðið - 28.04.2012, Síða 104

Fréttablaðið - 28.04.2012, Síða 104
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR64 NFL Stuðningsmenn Cleveland Browns gætu átt bjartari tíma í vændum. Í nýliðavali NFL- deildarinnar fékk liðið hlauparann efnilega Trent Richardson og leik- stjórnandann Brandon Weeder. Leikstjórnandi Browns, Colt McCoy, mun því fá samkeppni frá nýliða sem er þremur árum eldri en hann. Hvernig stendur á því? Jú, Weeden er 28 ára gamall og á hreint ótrúlega sögu í bandarísku íþróttalífi. Í nýliðavalinu varð hann elsti leikmaður í sögu valsins sem valinn er í fyrstu umferð. Hann er þess utan elsti maðurinn sem hefur verið valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar síðan árið 1967. Talið er að McCoy vilji fara frá félaginu eftir þetta val en hvort eitthvað lið vill fá hann er svo allt önnur saga. Mike Holmgren, sem gerði Green Bay Packers að meisturum og gerði svo alvöru lið úr Seattle Seahawks, sér um uppbyggingu liðsins í Cleveland en það er í eigu Randy Lerner sem á einnig enska knattspyrnufélagið Aston Villa. Holmgren hefur trú á því að með Weeden sem leikstjórnanda geti Browns farið að geta eitthvað aftur eftir mörg mögur ár. Weeden hefur alla tíð verið mikill íþróttamaður en þegar hann var búinn með framhaldsskóla taldi hann að leið sín í atvinnu- mennsku væri í gegnum hafna- boltann þó svo hann væri einnig liðtækur í amerískum fótbolta. Hann var ekki einn um það því stærsta hafnaboltalið Banda- ríkjanna, New York Yankees, valdi hann í annarri umferð nýliðavals- ins árið 2002. Weeden náði aldrei að festa sig í sessi þar og spilaði með neðrideildarliðum í fimm ár. Þá var honum nóg boðið og ákvað að skella sér í háskóla. Hann ákvað að láta hafnaboltann eiga sig í Oklahoma State-skólanum og einbeitti sér að því að vera leik- stjórnandi í amerískum fótbolta. Það gerði Weeden með glæsi- brag og fór svo að hann var valinn númer 22 í nýliðavalinu. „Þetta er með algjörum ólíkindum. Þetta er bara frábært. Að hafa verið valinn til Cleveland númer 22 er draumur fyrir mig. Ég er mjög lánsamur,“ sagði Weeden með tárin í augunum en nýliðinn verður orðinn 29 ára þegar leiktíma- bilið í NFL- deildinni hefst. „Hvern hefði grunað þegar ég var leikstjórnandi númer þrjú hjá Okla- homa State að ég kæmist hingað? Ég er búinn að leggja ótrúlega hart að mér til þess að komast hingað.“ Weeden var ólíkt flestum sem voru valdir í fyrstu umferð ekki á staðnum. Hann fylgdist með í sjón- varpi heima hjá foreldrum sínum ásamt 50 öðrum vinum. Þegar símtalið kom frá Browns um að þeir ætluðu sér að velja Wee- den þá varð allt vitlaust heima hjá foreldrum hans. Draumurinn var loksins orðinn að veruleika. Síðustu tvö ár hefur Weeden verið aðalleikstjórnandi Oklahoma og slegið flest met sem máli skipta hjá skólanum. Þrír aðrir leikstjórnendur voru valdir á undan Weeden í nýliða- valinu og flestir sérfræðingar voru á því að Weeden hefði klár- lega verið á meðal tíu fyrstu í valinu ef hann væri yngri. Það kom engum á óvart að Andrew Luck frá Stanford-há- skólanum skyldi verða valinn fyrstur af Indianapolis Colts. Luck fær það verðuga verkefni að leysa goðsögnina Peyton Manning af hólmi hjá Colts. Það verður ekki auðvelt verk. Það er skemmtileg tilviljun að þeir Luck og Weeden mættust í síð- asta leik þeirra í háskóla boltanum. Þá mættust Oklahoma State og Stanford í Fiesta Bowl-leiknum. Weeden undirstrikaði í þeim leik hversu góður hann er með því að hafa betur gegn Luck í hreint út sagt frábærum leik. Lokatölur þar 41-38 og frábær frammistaða Wee- den gerði klárlega gæfumuninn í þeim leik. henry@frettabladid.is Hafnaboltamaðurinn í NFL-deildinni Saga leikstjórnandans Brandons Weedens er lyginni líkust. Fyrir tíu árum síðan var hann valinn í nýliðavali amerísku hafnaboltadeildarinnar af New York Yankees. Í gær var hann síðan valinn í fyrstu umferð nýliða- vals NFL-deildarinnar. Hinn 28 ára Weeden er elsti leikmaðurinn sem hefur verið valinn í fyrstu umferð. UNDIR PRESSU Andrew Luck var valinn fyrstur í nýliðavalinu og þarf að leysa sjálfan Peyton Manning af hólmi. NORDICPHOTOS/GETTY MAGNAÐUR Weeden fagnar eftir sigur á Andrew Luck og Stanford-skólanum í janúar. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Knattspyrnustjórarnir Alan Pardew hjá Newcastle og Harry Redknapp hjá Tottenham fara ekki leynt með þá skoðun sína að þeir munu báðir halda með þýska liðinu FC Bayern München í úrslitaleik Meistara- deildar Evrópu. Chelsea leikur þar til úrslita og möguleikar Newcastle og Tottenham um sæti í Meistara- deild Evrópu á næstu leiktíð eru úr sögunni nái Chelsea að vinna Meistaradeildina. Samkvæmt reglugerð um Meistaradeildina fara aðeins þrjú ensk lið í Meistaradeild Evrópu nái Chelsea að vinna Meistara- deildina. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég vonaðist til þess að Chelsea vinni Meistaradeildina. Ég vona að FC Bayern vinni, það yrði gott fyrir alla stuðnings- menn Tottenham,“ sagði Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham. Newcastle er með 62 stig í fjórða sæti deildarinnar þessa stundina og Tottenham er með 59 stig í fimmta sæti en bæði lið hafa leikið 34 leiki. Arsenal er með 65 stig eftir 35 leiki, og þar fyrir ofan eru Manchester City með 80 og Manchester United með 83 stig. - seth Redknapp og Pardew: Halda með FC Bayern HARRY REDKNAPP Mun ekki halda með nágrannaliði sínu í Meistaradeildinni. NORDICPHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.