Fréttablaðið - 28.04.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 28.04.2012, Síða 30
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR30 M ér hefur alltaf þótt mjög gaman að skrifa. Í skóla hafði ég til dæmis mikla ánægju af því að semja sögur og vissi svo sem vel að ég hefði þetta í mér, en það tók mig í raun fáránlega langan tíma að fatta að ég gæti gert skriftirnar að lifibrauði,“ segir rithöfundurinn og blaða- maðurinn Sólveig Jóns dóttir, sem sendi frá sér sína fyrstu skáld- sögu, Korter, í síðustu viku. Hef verið í svipuðum sporum Titillinn Korter vísar í kaffi- hús í Bankastrætinu sem aðal- persónurnar fjórar, Hervör, Karen, Mía og Silja (sem allar eru á rokkstjörnualdrinum fræga, 27 ára) tengjast á einn eða annan hátt. Þær þekkjast ekki, eiga ekkert sameiginlegt fyrir utan kaffihúsið (og neikvæða reynslu í ástamálum eins og gengur) og því er í raun um að ræða sjálf- stæða sögu hverrar og einnar. Líf þeirra púslast þó saman á fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 auk þess sem flakkað er fram og aftur í tíma. Þetta er sem sagt Reykjavíkur- saga? „Já, en reyndar færist sagan líka stuttlega upp á Skaga. Ég kem úr sveit í nágrenni Akra- ness og þekki því vel til á þeim slóðum, en í grunninn er sögu- sviðið Reykjavík í aðdraganda hrunsins. Það fer þó lítið fyrir góðærinu þar sem stelpurnar eiga engan pening, skulda námslán og vita ekkert hvað þær eiga að gera. Þessar aðstæður tengi ég við því ég hef verið í svipuðum sporum. Persónurnar eiga sér þó ekki beina stoð í raunveruleikanum, ekki nema hugsanlega einstaka taktar frá fólki sem ég hef hitt í gegnum tíðina.“ Rætt hefur verið um Korter sem skvísubókmenntir, eða skutlu- bókmenntir, sem á ensku er kall- að „chic lit“. Á slík hólfun við rök að styðjast að þínu mati? „Ég hafði það alls ekki í huga þegar ég skrifaði bókina. Í raun kom sú tenging aðeins til á seinni stigum, í sambandi við kynningar- mál og slíkt. En þetta truflar mig lítið. Mér finnst eins og oft sé gert lítið úr þessum svokölluðu „chic lit“-bókum, en ég er á þeirri skoðun að konur megi hafa áhuga á pólitík, listum, menningu, varalit og tísku og ekki eigi að gera lítið úr neinu af þessu. Það eru jafn margar karlpersónur og kven persónur í bókinni, þótt konurnar séu í for- grunni, enda á ég auð veldara með að setja sjálfa mig í þeirra spor. Líklega er best að lesendur dæmi hreinlega sjálfir hvort Korter sé skvísubók eða ekki. Ég hef verið spurð að því hvort strákar megi lesa bókina og svara því auð vitað játandi. Hver sem er má lesa hvaða þá bók sem hann vill. Afi minn sem er níræður keypti sér bókina og er að lesa hana núna. Og finnst hún skemmtileg. Í rauninni fjallar þessi bók um samskipti fólks, miklu heldur en um konur.“ Strákastelpa með úfið hár Eins og vikið var að ólst Sól- veig upp í nágrenni Akraness, nánar tiltekið á bænum Galtar- holti í Hvalfjarðarsveit, þar sem hún gekk í sveitaskóla, stundaði frjálsar íþróttir grimmt, safnaði körfuboltamyndum og gengst við að hafa verið óvenju athafnasamt barn. Þú segist ábyggilega hafa verið frekar leiðinlegt barn? „Já, því ég var alltaf úti um allt, labbaði aldrei heldur hljóp og var strákastelpa með úfið hár. En það var bara fínt, enda nægur tími til að reyna að vera einhver gella síðar. Það var ómetanlegt að fá að alast upp í sveit, en ég flutti á heimavist á Akranesi þegar ég byrjaði í Fjölbrautaskóla Vestur- lands og svo flutti ég til Reykja- víkur þegar ég fór í stjórnmála- fræði í Háskólanum. Að því námi loknu flutti ég til Dyflinn í Írlandi og var þar að leika mér í hálft ár, en þegar ég kom aftur heim fékk ég vinnu við að skrifa fyrir tímaritið Gestgjafann, enda hef ég alltaf haft mikinn áhuga á mat og vann meðal annars lengi í veiðihúsi við eldamennsku. Smám saman fór ég að skrifa fyrir fleiri tímarit innan útgáfufélagsins Fróða, sem nú heitir Birtingur, og í dag er ég í fullri vinnu sem blaðamaður á Nýju lífi. Ég bý í Vesturbænum og er mjög lukku- leg með það, sérstaklega vegna þess að ég sé yfir til Akraness út um gluggann minn.“ Á leiðinni til Bosníu Í millitíðinni laukstu masters- prófi í Nationalism Studies, sem snýst um þjóðernishyggju og þjóðernisátök, frá Edinborgar- háskóla. Hvernig var dvölin í Skotlandi? „Hún var mjög skemmtileg, þótt mig gruni að ég hafi kannski „Bretað“ yfir mig eftir dvölina í Dublin og Edinborg því ég var afar tilbúin að flytja aftur heim til Íslands á síðasta ári. Í nám- inu sérhæfðum við okkur frek- ar fljótlega eftir að hafa kynnst helstu kenningum og ég einbeitti mér að því að kanna hvað verður til þess að þjóðernishyggja vindur upp á sig, verður að þjóðernis átökum og svo jafnvel að þjóðernis hreinsunum. Þetta var mjög þungt og átakanlegt námsefni. Í stjórnmálafræðinni hérna heima var ég vön að fara yfir glósur dagsins uppi í rúmi á kvöldin, en það gat ég hreinlega ekki gert úti í Edinborg. En þess þá heldur er ástæða til þess að fræðast um þessi mál því svona atburðir endurtaka sig sífellt. Eðlilega skipaði síðara Balkan- stríðið, sem hófst fyrir tuttugu árum í vor, stóran sess í náminu og ég ætla að heimsækja Bosníu núna í lok maí.“ Í hvaða tilgangi ferðu til Bosníu? „Fyrst og fremst langar mig til að skoða hvernig íbúarnir hafa það núna, kanna hvað hefur verið gert innan svæðis- ins og eins á hvaða hátt alþjóða- stofnanir aðhafast. Mig langar að vita meira um ástandið og skrifa um það. Ég neita því ekki að ég er örlítið stressuð, aðallega vegna þess að ég veit ekki hvernig á að nálgast fólkið, hvort nokkur hafi yfirhöfuð áhuga á að ræða þessi mál við blaðamann. Sjálf kem ég úr svo vernduðu umhverfi miðað við þennan ólýsanlega hrylling. Sarajevó var umsetin af leyni- skyttum í þrjú ár og íbúarnir komust ekki til að ná í mjólk meðan ég var að hlusta á Siggu Beinteins og Stjórnina hérna á Íslandi. En þetta verður áhuga- vert og ég hlakka líka til. Það verður túlkur með mér megnið af tímanum en ég hef líka aðeins verið að læra albönsku, þar sem mér skilst að einna helst sé hægt að redda sér á henni.“ Stofnaði fyrirtæki í Skotlandi Námið var þó aðeins hluti af dvöl Sólveigar í Edinborg, en að því loknu réðst hún út í stofnun fyrir tækis í borginni. „Ég var að vinna á kaffi- húsinu Rocket og ákvað, ásamt eigandanum Graeme Stark, að stofna veisluþjónustu sem við nefndum Rocket Out. Við sáum um hvers kyns veislur og mann- fagnaði, stóra og litla, og gekk vel þótt maður græði ekki mikla peninga fyrstu árin með nýtt fyrir tæki. Það er heljarinnar vinna að stofna fyrirtæki í út- löndum. Ég fékk til mín hnaus- þykkar möppur frá bankanum og endurskoðandanum og vinnu- dagarnir voru ansi langir, oft kannski 17 eða 18 tímar, en þetta var mjög gaman. Að lokum upp- götvaði ég þó að rekstur veislu- þjónustu í Skotlandi væri ekki það sem ég vildi helst gera í lífinu. Graeme keypti minn hlut og rekur fyrirtækið enn með góðum árangri.“ Byrjuð á nýrri bók Hvað tekur svo við hjá þér í kjöl- far útgáfu fyrstu skáldsögunnar? „Ég er mjög ánægð í starfi mínu sem blaðamaður, en mig langar líka mikið til að verða rit höfundur að aðalstarfi. Ég er byrjuð á nýrri bók, en umfjöll- unarefni hennar tengist einmitt menntun minni. Sagan gerist á Írlandi í nú tímanum, en hverfur líka við og við aftur til umbrota- tímanna í landinu á áttunda og níunda áratugnum í tengslum við blóðuga sunnudaginn, hungur- verkföllin, Bobby Sands og fleira. Nánast allir vinir mínir úti í Edinborg eru Írar, flestir þeirra Norður-Írar, og þar á meðal besta vinkona mín sem kemur frá London derry. Hún kemur úr blandaðri fjölskyldu, föðurfjöl- skyldan er mótmælenda trúar og móðurfjölskyldan kaþólsk, og tengist inn í fjölskyldu eins fórnar lambs Blóðuga sunnu- dagsins, og þanni g hef ég fengið nokkuð ítarlegar upplýsingar um það hvað gekk á, hvernig írski lýð- veldisherinn virkar og þar fram eftir götunum. Ég hef mikinn áhuga á þessum hlutum, en eins og staðan er í dag er ég bara að vinna að þessari bók og veit ekki hvenær ég lýk við hana eða hvort eða hvenær hún kemur út.“ Ætlaði ekki að skrifa skvísubók Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Sólveig Jónsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Korter, sem fjallar um fjórar ung- ar konur í Reykjavík. Hún sagði Kjartani Guðmundssyni frá uppvexti í sveit, námi og starfi í Skotlandi og sínum næstu skrefum. VÍÐA FARIÐ Í námi sínu í Edinborg fræddist Sólveig mikið um síðara Balkanstríðið sem hófst fyrir tuttugu árum. Í lok maí heimsækir hún Bosníu og hyggst kanna aðstæður íbúanna í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sarajevó var umsetin af leyniskyttum í þrjú ár og íbúarnir komust ekki til að ná í mjólk meðan ég var að hlusta á Siggu Beinteins og Stjórnina hérna á Íslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.