Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 26
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR26 J ón Lárusson var fyrstur til að tilkynna um fram- boð sitt til forseta Íslands, en það gerði hann áður en Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, hafði til- kynnt að hann gæfi eftir allt saman kost á sér áfram. Tímaforskotið virðist ekki skila sér í atkvæðum, í það minnsta ekki samkvæmt skoð- anakönnunum, þar sem hann mælist með innan við eins pró- sents fylgi. Það, segir Jón, er vegna þess að hann tilheyrir ekki höfðingjaveldinu og hefur hvorki kosningavélar né peningavald að baki sér. „Fyrir mig er þetta eins og að horfa á eftir Formúlu 1 kappakstursbíl og koma á þrí- hjólinu í humátt á eftir,“ segir Jón með bros á vör. Hann gerir sér grein fyrir því að staða hans er ekki sterk, en hann hefur enn trú á því að hann hafi möguleika á að ná kjöri, fái hann tækifæri til að kynna þau mál sem hann stendur fyrir. „Ég tel mig vita hvað það var sem gerðist hér, sem olli hruninu, og ég þekki leiðirnar út úr því. Það er skylda mín að bjóða fólki möguleikann á að kjósa um það hvort það vilji skoða mína lausn á stöðunni.“ Beðinn um að útskýra það í stuttu máli hvað hann telji hafa orsakað hrunið nefnir hann fyrst og fremst tvo þætti. „Í fyrsta lagi er þetta spurning um hvernig við túlkum lýðræðið og hvaða mögu- leika við höfum í samfélaginu sem við búum í. Í öðru lagi var það kerfisvillan, sem er fólgin í fjármálakerfinu.“ Hvoru tveggja vill hann kollvarpa. „Við verðum að taka þessa tvo þætti til endurskoðunar. Ef við gerum það ekki verður engin fram- för okkur til heilla. Þá verður samfélagið áfram sniðið að hinum ráðandi stéttum.“ Forsetinn á að ráða Samkvæmt ski ln- ingi Jóns á stjórnar- skrá Íslands ber for- setanum að halda um stjórnartaumana í landinu. Hann sé með réttu yfirmaður forsætisráðherra og eigi því að ráða för. „Í 13. grein stjórnar- skrárinnar segir: Forsetinn lætur for- sætisráðherra fram- kvæma vald sitt. Þar segir ekki: Forsetinn afsalar sér valdi sínu til forsætis- ráðherra. Stjórnarskráin sem við tókum upp árið 1944 hefur alltaf verið troðin ofan í svaðið. Því er haldið fram að þetta sé stjórnar- skrá hönnuð fyrir konung og hún eigi ekki við um lýðræði. Það er rangt. Sá sem bjó hana til var danskur lýðræðissinni. Hann horfði til norsku stjórnar- skrárinnar, sem miðaðist við þær bandarísku og frönsku, sem voru forsetastjórnarskrár. Þar er grunntónninn að almenningur eigi alltaf að ráða. Í Danmörku velur þingið ríkisstjórn, vegna þess að þing- kosningar eru eini lýðræðislegi mögu- leiki fólks til að koma að sínum skoðunum. En stjórnarskráin okkar byggir á hug- myndum Montesquieu u m þr ísk ipt i ng u ríkis valdsins; fram- kvæmdavaldið, dóms valdið og lög- gjafarvaldið. En höfð- ingjavaldið er búið að túlka frá okkur stjórnarskrána. For- setinn á að taka yfir framkvæmda valdið. Það ber honum að gera, samkvæmt stjórnarskrá. Það er ekki lýðræði að forsætis- ráðherra hafi valdið yfir fram- kvæmdavaldinu og löggjafar- valdinu. Þingið er valdalaust, Stjórnar- skráin sem við tókum upp árið 1944 hefur alltaf verið troðin ofan í svaðið. Framkvæmdavaldið er forsetans Forsetaframbjóðandinn Jón Lárusson upplifir kosningabaráttuna eins og hann hjóli á þríhjóli á eftir hinum, sem bruni áfram á Formúlu 1 kappakstursbíl. Hann segir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur að hann gefist ekki upp, jafnvel þó hann lifi við háð og spott. Það skipti hann engu máli ef almenningur fái tækifæri til að kynna sér hugmyndir hans um breytt þjóðfélagsskipulag. JÓN LÁRUSSON FORSETAFRAMBJÓÐANDI Hann telur illa komið fyrir lýðræðinu ef venjulegir menn, sem eigi ekki fast sæti við háborð höfðingjanna, fái engan hljómgrunn í opinberri umræðu ef þeir gera tilkall til forsetaembættisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jón Lárusson fæddist í Reykjavík árið 1965. Hann er sonur Lárusar Jóns- sonar, sjálfstæðs atvinnurekanda, og Sonju Eiríksdóttur, skrifstofustjóra í Samkeppniseftirlitinu. Hann er kvæntur Söndru Vachon leikskólakennara og eiga þau þrjú börn á aldrinum eins til 15 ára. Þau eru búsett á Selfossi. Jón lauk námi úr Lögregluskóla ríkisins árið 1997 og BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1998. Þá er hann með löggildingarpróf til afleiðu- viðskipta frá Bandaríkjunum. Jón talar þrjú tungumál auk íslensku – ensku, frönsku og dönsku. Hann gegnir stöðu rannsóknarlögreglumanns í fjár- munabrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. JÓN LÁRUSSON Í HNOTSKORN því það gerir aldrei neitt annað en það sem meirihlutinn vill. Við eigum að virkja þann þátt stjórnar skrárinnar, að forsetinn skipi þá einstaklinga sem hann telur hæfasta til þess að sinna ríkisstjórninni.“ Tveir öryggisventlar En er ekki hætt við að for setinn fái óhófleg völd með þessu móti, verði jafnvel alráður? „Nei, það sem er svo fallegt í þessari stjórnarskrá er að forsetinn getur ekkert gert nema þingið samþykki það og þingið getur ekkert gert nema forsetinn sam- þykki það. Við vitum öll hver 26. greinin er, sem Ólafur Ragnar beitti fyrst 2004 og svo aftur í Icesave-deilunni. 26. greinin er öryggisventill forsetans, til að stoppa Alþingi ef það ætlar fram úr sér. En 11. greinin segir að Alþingi geti rekið forsetann. Það er öryggisventillinn á verk forsetans. Þess vegna getur for- setinn aldrei orðið einræðis- herra, því fyrr myndi Alþingi stoppa hann af.“ Enn vantar undirskriftir Jón hefur ekki enn þá safnað lág- marksfjölda undirskrifta sem hann þarf til að framboð hans verði gilt. „Ég hef enga maskínu á bak við mig. En á heimasíðunni minni er hægt að nálgast eyðu- blöð sem fólk getur skrifað undir og sent mér til baka. Enn betra væri ef fólk myndi aðstoða mig við að ná þessu. Nafnið mitt á að vera á kjörseðlinum, því við almenningur eigum að fá að vera með í ráðum þegar ákveðið eru hvaða kostir eru í boði. Við eigum ekki að láta elítuna velja fyrir okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.