Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 4
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR4 SPURNING DAGSINS Rangt nafn birtist með forsíðumynd blaðsins á fimmtudag. Á myndinni var Diana Symskyte úr Hagaskóla, en hún lenti í öðru sæti í armbeygjum í Skólahreysti. LEIÐRÉTT VIÐSKIPTI Þrotabú Kaupþings og félög í þess eigu eiga 56 prósent af Klakka, sem áður hét Exista, eftir að samkomulag náðist í ágreiningsmálum milli aðilanna í síðustu viku. Þar af verður um 20 prósenta hlutur í beinni eigu þrotabúsins en afgangurinn er að mestu í eigu Arion banka, sem er að mestu í eigu þrotabús Kaupþings. Þetta kemur fram í skjali sem kynnt hefur verið fyrir kröfuhöfum Kaupþings, og Fréttablaðið hefur undir höndum. Samkomulagið, sem náðist í síðustu viku, felur auk þess í sér að Klakki/Exista gefur alls eftir 254 milljarða króna kröfur í þrotabú Kaupþings. Þar á meðal eru 13,5 milljarða króna for- gangskrafa, 209,2 milljarða króna óveðtryggð krafa og 31,3 millj- arða króna krafa sem lögð hafði verið fram í riftunar- og skaða- bótamálum. Kröfurnar voru að mestu tilkomnar vegna afleiðu- samninga sem Klakki/Exista gerði við Kaupþing fyrir banka- hrun. Um er að ræða stærstu ein- stöku kröfuna í bú Kaupþings sem enn var í ágreiningi. Klakki/ Exista var stærsti einstaki eig- andi Kaupþings þegar bank- inn féll. Félagið var líka annar stærsti skuldari bankans. Á móti mun Kaupþing, sem átti 50 milljarða króna samþykkta kröfu á Klakka/Existu, losa um 15 milljarða króna innstæðu sem búið hafði haldið hjá sér á meðan deilur stóðu yfir á milli aðilanna tveggja. Heimildir Fréttablaðs- ins herma að Kaupþing muni auk þess falla frá kröfum á Klakka/ Existu sem eru að svipaðri upp- hæð og þær sem Klakki/Exista féll frá. Magnús Scheving Thorsteins- son, forstjóri Klakka/Existu, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann gæti ekki tjáð sig um efnisatriði samkomulagsins vegna trúnaðar. Hann staðfestir þó að þeir fjár- munir sem Klakki/Exista mun fá út úr samkomulaginu muni greiðast til eigenda félagsins. Helstu eignir Klakka/Existu eru Skipti hf. (móður félag Símans, Mílu og Skjásins), VÍS, Lífís og Lýsing hf. Í nauðasamningi félagsins, sem var staðfestur 17. október 2010, fólst meðal annars að kröfu hafar þess breyttu tíu prósentum af 239,1 milljarða króna kröfum í nýtt hlutafé. 90 prósentum þeirra var síðan breytt í kröfur sem breytan- legar eru í hlutabréf í félaginu ef því tekst ekki að greiða skuldina til baka á tímabilinu 31. desember 2020 til loka árs 2030. Upphæðin fluttist við það af efnahagsreikn- ingi félagsins og kröfuhafar fengu öll yfirráð yfir því. Áður hafði Klakki/Exista verið að mestu í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Vegna nauðasamn- ingsins lækkuðu skuldir Klakka/ Existu-sam stæðunnar um 308 milljarða króna á árinu 2010. Um er að ræða stærstu staðfestu niður- færslu á lánum til íslensks félags, ef föllnu bankarnir eru frátaldir. thordur@frettabladid.is Þrotabú Kaupþings og Klakki gefa eftir 250 milljarða hvor Þrotabú Kaupþings og félög í eigu þess eiga 56 prósent hlut í Klakka eftir risavaxið samkomulag sem gert var í síðustu viku. Klakki gefur eftir kröfur upp á 254 milljarða króna og Kaupþing sambærilega upphæð. Á meðal annarra eigenda Klakka/Existu eru þrír erlendir vogunarsjóðir. Þeir heita Burlington Loan Management Ltd., CVI GVF (lux) Master S.A.R.L. og Fir Tree Value master fund L.P. Fyrir samkomulagið við þrotabú Kaupþings, og þá hlutafjáraukningu sem því fylgdi, áttu sjóðirnir þrír um 17,5% hlut. Hann mun þynnist niður í um 14% eignarhlut vegna samkomulagsins. Fréttablaðið skýrði frá því í lok nóvember í fyrra að sjóðirnir hefðu meðal annars eignast þær kröfur sem síðar var breytt í hlutafé í Klakka/Existu með því að kaupa kröfur annarra, sérstaklega á síðustu misserum. Aðrir eigendur Klakka/Existu, sem eru samtals tæpleg 190 talsins, eru meðal annars franski bankinn BNP Paribas og Lífeyrissjóður Verslunarmanna sem áttu 2,2% hlut hvor fyrir samkomulagið í síðustu viku. Hlutur þeirra þynnist væntanlega niður í um 1,8%. Þrír vogunarsjóðir á meðal eigenda STÆRSTUR Hlutur Arion banka, sem er í 87 prósent eigu þrotabús Kaupþings og 13 prósent eigu íslenska ríkisins, mun þynnast út vegna samkomulagsins. Bankinn verður samt sem áður stærsti einstaki eigandi Klakka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GENGIÐ 27.04.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,003 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,38 125,98 203,42 204,40 165,89 166,81 22,298 22,428 21,907 22,037 18,639 18,749 1,5521 1,5611 194,20 195,36 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is milljarða króna kröfur gefur Klakki/Exista eftir í þrotabú Kaupþings. 254 Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Ársfundur 2012 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2012, verður haldinn miðvikudaginn 16. maí kl. 15.00 í húsakynnum BSRB að Gret- tisgötu 89, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Breyting á samþykktum 3. Önnur mál löglega upp borin Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 24. apríl 2012 Stjórn Lífeyrissjóðs stafsmanna Reykjavíkurborgar VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 25° 26° 11° 26° 27° 11° 11° 20° 11° 22° 13° 30° 12° 17° 20° 14°Á MORGUN Hægviðri V-til, að 12 m/s austast. MÁNUDAGUR Víða hægviðri. 2 7 7 4 7 6 5 8 7 4 7 3 5 68 9 8 6 88 5 4 7 8 4 3 2 8 9 8 7 5 BLAUTT Í DAG Rigning um allt land í dag en ætti að hanga þurr A-til framan af degi. Strekkingur um tíma V-til en hægari annars. Næturfrost N- og A-til og svalt á morgun. Birtir til S- lands á morgun og N-til seinnipartinn. Hlýnar N- og A- lands á mánudag. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður ÚKRAÍNA, AP Nærri þrjátíu manns særðust í fjórum sprengjutilræðum, sem gerð voru í borginni Dnipropet- rovsk í austanverðri Úkraínu í gærmorgun. Stjórnvöld eru sannfærð um að þetta hafi verið hryðjuverk. „Við munum skoða hvernig bregðast á við þessu,“ sagði Vikt- or Janúkovits, forseti landsins. Pólitísk hryðjuverk hafa ekki tíðkast í Úkraínu en dæmi eru um sprengjutilræði þar sem tengjast glæpa- starfsemi. Stjórnarandstöðuflokkur Júlíu Timosjenkó, sem situr nú í fangelsi, hefur hins vegar stungið upp á því að hugsanlega hafi stjórnvöld staðið að baki þessum tilræðum til að draga athygli fjölmiðla og almennings frá máli hennar. Hún hefur verið í hungurverkfalli í viku til að mótmæla fangavist sinni, sem hún segir af pólitískum rótum sprottna. Þá hefur hún skýrt frá mis- þyrmingum, sem hún hefur orðið fyrir í fangelsinu. - gb Stjórnvöld í Úkraínu segja röð sprengjutilræða í austurhluta landsins hryðjuverk: Nærri þrjátíu manns særðust FANGELSISVIST TIMOSJENKÓ MÓTMÆLT Stuðningsmenn Júlíu Timosjenkó telja stjórnvöld standa að baki sprengjutilræð- unum til að draga athyglina frá máli hennar. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Fulltrúar Nátt- úrustofu Vesturlands og Fugla- verndar staðfestu grun sinn í vikunni um að spillt hefði verið fyrir varpi hafarnarhjóna í eyju á Breiðafirði. Sýnilegar skemmdir höfðu verið unnar á hreiðrinu með því að róta í því og kasta hluta hreiðurefnanna fram af klettum niður í fjöru. Skemmdirnar eru tvímælalaust af mannavöldum. Að spilla fyrir varpi hafarna er skýrt brot á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Málið hefur verið kært til lögreglu og líta Náttúru- stofa Vesturlands og Fuglavernd málið mjög alvarlegum augum enda hefur örninn verið strang- friðaður í tæpa öld. - shá Hreiðri steypt fram af klettum: Spillt fyrir varpi hafarna HAFARNARPARIÐ Karlfuglinn er 6 ára en kerlingin 5 ára en á þessum aldri hefja ernir yfirleitt varp. MYND/DANÍEL BERGMANN Rammaáætlun rædd í dag Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi efnir til náttúruverndarþings í HR klukkan 16 í dag. Fjallað verður um stöðu rammaáætlunar og næstu skref í baráttunni fyrir verndun mikilvægra náttúrusvæða. NÁTTÚRUMÁL LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri tók á sprett eftir göngu- stíg í Reykjanesbæ þegar hann varð lögeglu var á aðfaranótt föstudags. Að sögn lögreglu á Suður- nesjum var hann hlaupinn uppi og handtekinn. Fíkniefnahundurinn Ella var síðan látin fara sömu leið og maðurinn hafði hlaupið. Þar fannst poki með neysluskammti af kannabisefnum sem maðurinn var talinn hafa hent frá sér. Hann játaði brot sitt og var látinn laus að því loknu, segir lögreglan. - óká Sá lögreglu og tók á sprett: Henti kannabis á hlaupum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.