Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 28. apríl 2012 51 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 29. apríl 2012 ➜ Tónleikar 12.15 Aðrir tónleikar Kvartetts Kammersveitar Reykjavíkur í röðinni Meistaraverk Jóns Leifs verða haldnir í sal Kaldalóns í Hörpu. 16.00 Síðustu tónleikarnir í tónleika- röðinni Lofað öllu fögru fara fram í Þjóðmenningarhúsinu. Um er að ræða tónleika með spænskum sönglögum. Aðgangseyrir er kr. 2.000, en kr 1.500 fyrir nemendur og 1.000 á mann ef fimm koma saman. 16.00 Kammerkór Hafnarfjarðar ásamt Kristjönu Stefánsdóttir söng- konu, Kjartani Valdimarssyni píanó- leikara, Kristni Snæ Agnarssyni slagverksleikari og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara verða með tónleika í Norðurljósasal Hörpu. Fluttir verða sálmar bandarískra blökkumanna. Miðaverð er kr. 2.500. 17.00 Vortónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar verða haldnir í Háteigs- kirkju. Yfirskrift tónleikanna er Nú er ég glaður á góðri stund. Miðaverð er kr. 2.000, en kr. 1.500 fyrir eldri borgara og ókeypis fyrir börn. 17.00 Jórukórinn, Kvennakór á Sel- fossi, heldur vortónleika í Selfosskirkju. Miðaverð er kr. 2.500. ➜ Umræður 15.00 Samræðudagskrá sýningar- innar Núningur/Friction fer fram í Listasafni ASÍ. Brynjar Helgason, Margrét H. Blöndal og Þorvaldur Þorsteinsson halda erindi og stjórna umræðum. Aðgangur er ókeypis. ➜ Kvikmyndir 15.00 MÍR, Hverfisgötu 105, sýnir þrjár gamlar sovéskar kvikmyndir tengdar tónskáldunum Rachmaninoff, Aram Khatsjatúrjan og Dmitríj Shostakovitsj. Aðgangur er ókeypis. ➜ Uppákomur 20.00 Tómasarmessa verður haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd, undir yfir- skriftinni Hryggð mun snúast í fögnuð. Umsjón með tónlistarflutningi hefur Þorvaldur Halldórsson. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík verður í Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta danstónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en kr. 1.300 fyrir félagsmenn FEB. ➜ Leikrit 14.00 Möguleikhúsið frumsýnir tón- leikinn Ástarsaga úr fjöllum eftir Pétur Eggerz og Guðna Franzson. Verkið er byggt á sögu Guðrúnar Helgadóttur og er sýnt í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýningin er ætluð börnum á aldrinum tveggja til níu ára. ➜ Tónlist 15.15 Caput hópurinn spilar verk Hafliða Hallgrímssonar á tónleikum honum til heiðurs í Norræna Húsinu. Tónleikarnir eru liður í 15:15 tónleika- syrpunni. Aðgangseyrir er kr. 2.000, en kr. 1.000 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. 16.00 Andrea Jónsdóttir leikur klass- ískt rokk af plötum á Ob-La-Dí-Ob-La- Da Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Velkomin í framsækinn alþjóðlegan háskóla Opið fyrir umsóknir í meistaranám til 30. apríl www.hr.is „Meistarnámið í tölvunarfræði hefur gefið mér dýpra og víðsýnna innsæi inn í fræðigreinina og undirbúið mig undir frekari rannsóknir í framhaldsnámi.“ Hlynur Sigurþórsson með áherslu á sérhæfð gagnasöfn hjá Gagnavörslunni „Ég held þessu áfram þar til börnin mín fara að heimsækja mig á skemmtistaðina, þá er þetta komið gott,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, eða DJ Benni B-Ruff, sem fagnar 15 ára ferli sínum sem plötusnúður um þessar mundir. Þegar Benni var 14 ára byrjaði hann með útvarpsþátt ásamt félaga sínum, Didda Fel. Í eitt skiptið fengu þeir í heimsókn til sín Robba Kronik sem bauð þeim í kjölfarið að koma í heimsókn í þáttinn sinn, Kronik. „Ég fékk að taka syrpu í þættinum hjá Robba og þaðan var ekki aftur snúið,“ segir Benni. Hann segir bransann hafa breyst mikið á þessum 15 árum. „Það er svo hröð þróun í tækninni og það sem byrjaði bara í vínilnum er nú komið í mun fjölbreyttari hluti líka,“ segir hann. Benni er nýkominn heim frá New York þar sem hann þeytti skífum á klúbbnum Hotel Chantelle á Lower East Side. „Það er samt ekki hótel heldur er víst voða hipp og kúl að kalla allt hótel nú til dags,“ segir Benni og hlær. Tónlistin hans virðist hafa falla vel í kramið úti, því hann hefur þegar fengið boð um að koma aftur út að spila fljótlega. Í tilefni starfsafmælisins mun Benni slá upp partíi á skemmtistaðnum Faktorý þann 9. júní næstkomandi. Ásamt honum munu margir af helstu plötusnúðum skemmtistaðarins Tetriz spila þar. „ Tetriz var aðalstaðurinn þegar ég var að byrja í bransanum og margir sem tóku sín fyrstu skref þar,“ segir Benni að lokum. - trs Benni B-Ruff heldur upp á 15 ára starfsafmæli 15 ÁRUM SÍÐAR Benni B-Ruff byrjaði að spila af alvöru 14 ára gamall. Nú fimmtán árum síðar er hann enn að og spilar reglulega á mörgum helstu börum bæjarins og jafnvel í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.